Stefnir í aðra hrunkosningu Sjálfstæðisflokksins 3. apríl 2013 19:03 Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups sem birtist í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi, sem er rúmum fjórum prósentum minna en hann mældist með fyrir hálfum mánuði og nokkuð minna en flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 2009, þegar hann fékk 23,7%. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að allt bendi til þess að flokkurinn sé að fara í aðra hrunkosningu. Fylgið nú sé á svipuðum nótum og hann fékk eftir hrun og eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu hefði enginn trúað að þetta gæti gerst. Gunnar Helgi segir að allt árið í fyrra hafi hlutirnir verið í þokkalegu lagi hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan Framsóknarflokkurinn hafi verið í vandræðum en á fyrstu vikum kosningaársins hafi þetta allt í einu snúist við, Framsóknarflokkurinn rauk upp og Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði niður. „Eina leiðin til að skýra viðsnúninginn er að trúverðugleikaafstöðurnar á milli flokkanna tveggja hafa breyst. Það sem að gerir það að verkum er annars vegar úrskurður EFTA dómstólsins sem gefur Framsóknarflokknum trúverðugleika og hins vegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var ekki vel heppnuð samkoma," segir Gunnar Helgi og bætir við að mjög margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið að hugsa sér til hreyfings og þá hafi Framsóknarflokkurinn verið hinn augljósi næsti kostur. Hann býst við því að formaður flokksins hugsi nú vandlega sinn gang. „Það er óhugsandi annað en að Bjarni Benediktsson verði að hugsa sinn gang ef þetta verða niðurstöður kosninga. Ég held að það komi ekki til greina að hann verði áfram formaður flokksins ef flokkurinn fær 22% atkvæða. Það mun þá flýta þeirri atburðarrás að Hanna Birna væntanlega yrði formaður flokksins," segir Gunnar Helgi. Það er fátt sem flokkurinn getur gert til að bæta stöðu sína fram að kosningum að mati Gunnars Helga. Hinsvegar sé stór hluti kjósenda óákveðinn og ekki hægt að spá fyrir um úrslit kosninga á grundvelli þerira kannana sem eru að birtast núna. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi í Reykjavíkurkjördæmi norður segir kosningabaráttuna ekki í uppnámi eftir þessa lélegu útkomu úr þjóðarpúlsi Gallup. Vissulega séu þetta vonbrigði en hann sé sannfærður um að skilaboð flokksins um lægri skatta, um að efla atvinnulífið og að hjálpa heimilunum úr þeirra vanda muni ná í gegn. „Mestu máli skipti er að okkar tillögur eru útfærðar, úthugsaðar og raunhæfar og ég er viss um að þjóðin hlusti á það og að fylgi okkar muni aukast á næstu vikum og alveg fram að kosningum," segir Illugi. Kosningar 2013 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups sem birtist í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi, sem er rúmum fjórum prósentum minna en hann mældist með fyrir hálfum mánuði og nokkuð minna en flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 2009, þegar hann fékk 23,7%. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að allt bendi til þess að flokkurinn sé að fara í aðra hrunkosningu. Fylgið nú sé á svipuðum nótum og hann fékk eftir hrun og eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu hefði enginn trúað að þetta gæti gerst. Gunnar Helgi segir að allt árið í fyrra hafi hlutirnir verið í þokkalegu lagi hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan Framsóknarflokkurinn hafi verið í vandræðum en á fyrstu vikum kosningaársins hafi þetta allt í einu snúist við, Framsóknarflokkurinn rauk upp og Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði niður. „Eina leiðin til að skýra viðsnúninginn er að trúverðugleikaafstöðurnar á milli flokkanna tveggja hafa breyst. Það sem að gerir það að verkum er annars vegar úrskurður EFTA dómstólsins sem gefur Framsóknarflokknum trúverðugleika og hins vegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var ekki vel heppnuð samkoma," segir Gunnar Helgi og bætir við að mjög margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið að hugsa sér til hreyfings og þá hafi Framsóknarflokkurinn verið hinn augljósi næsti kostur. Hann býst við því að formaður flokksins hugsi nú vandlega sinn gang. „Það er óhugsandi annað en að Bjarni Benediktsson verði að hugsa sinn gang ef þetta verða niðurstöður kosninga. Ég held að það komi ekki til greina að hann verði áfram formaður flokksins ef flokkurinn fær 22% atkvæða. Það mun þá flýta þeirri atburðarrás að Hanna Birna væntanlega yrði formaður flokksins," segir Gunnar Helgi. Það er fátt sem flokkurinn getur gert til að bæta stöðu sína fram að kosningum að mati Gunnars Helga. Hinsvegar sé stór hluti kjósenda óákveðinn og ekki hægt að spá fyrir um úrslit kosninga á grundvelli þerira kannana sem eru að birtast núna. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi í Reykjavíkurkjördæmi norður segir kosningabaráttuna ekki í uppnámi eftir þessa lélegu útkomu úr þjóðarpúlsi Gallup. Vissulega séu þetta vonbrigði en hann sé sannfærður um að skilaboð flokksins um lægri skatta, um að efla atvinnulífið og að hjálpa heimilunum úr þeirra vanda muni ná í gegn. „Mestu máli skipti er að okkar tillögur eru útfærðar, úthugsaðar og raunhæfar og ég er viss um að þjóðin hlusti á það og að fylgi okkar muni aukast á næstu vikum og alveg fram að kosningum," segir Illugi.
Kosningar 2013 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira