Stefnir í aðra hrunkosningu Sjálfstæðisflokksins 3. apríl 2013 19:03 Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups sem birtist í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi, sem er rúmum fjórum prósentum minna en hann mældist með fyrir hálfum mánuði og nokkuð minna en flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 2009, þegar hann fékk 23,7%. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að allt bendi til þess að flokkurinn sé að fara í aðra hrunkosningu. Fylgið nú sé á svipuðum nótum og hann fékk eftir hrun og eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu hefði enginn trúað að þetta gæti gerst. Gunnar Helgi segir að allt árið í fyrra hafi hlutirnir verið í þokkalegu lagi hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan Framsóknarflokkurinn hafi verið í vandræðum en á fyrstu vikum kosningaársins hafi þetta allt í einu snúist við, Framsóknarflokkurinn rauk upp og Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði niður. „Eina leiðin til að skýra viðsnúninginn er að trúverðugleikaafstöðurnar á milli flokkanna tveggja hafa breyst. Það sem að gerir það að verkum er annars vegar úrskurður EFTA dómstólsins sem gefur Framsóknarflokknum trúverðugleika og hins vegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var ekki vel heppnuð samkoma," segir Gunnar Helgi og bætir við að mjög margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið að hugsa sér til hreyfings og þá hafi Framsóknarflokkurinn verið hinn augljósi næsti kostur. Hann býst við því að formaður flokksins hugsi nú vandlega sinn gang. „Það er óhugsandi annað en að Bjarni Benediktsson verði að hugsa sinn gang ef þetta verða niðurstöður kosninga. Ég held að það komi ekki til greina að hann verði áfram formaður flokksins ef flokkurinn fær 22% atkvæða. Það mun þá flýta þeirri atburðarrás að Hanna Birna væntanlega yrði formaður flokksins," segir Gunnar Helgi. Það er fátt sem flokkurinn getur gert til að bæta stöðu sína fram að kosningum að mati Gunnars Helga. Hinsvegar sé stór hluti kjósenda óákveðinn og ekki hægt að spá fyrir um úrslit kosninga á grundvelli þerira kannana sem eru að birtast núna. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi í Reykjavíkurkjördæmi norður segir kosningabaráttuna ekki í uppnámi eftir þessa lélegu útkomu úr þjóðarpúlsi Gallup. Vissulega séu þetta vonbrigði en hann sé sannfærður um að skilaboð flokksins um lægri skatta, um að efla atvinnulífið og að hjálpa heimilunum úr þeirra vanda muni ná í gegn. „Mestu máli skipti er að okkar tillögur eru útfærðar, úthugsaðar og raunhæfar og ég er viss um að þjóðin hlusti á það og að fylgi okkar muni aukast á næstu vikum og alveg fram að kosningum," segir Illugi. Kosningar 2013 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups sem birtist í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi, sem er rúmum fjórum prósentum minna en hann mældist með fyrir hálfum mánuði og nokkuð minna en flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 2009, þegar hann fékk 23,7%. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að allt bendi til þess að flokkurinn sé að fara í aðra hrunkosningu. Fylgið nú sé á svipuðum nótum og hann fékk eftir hrun og eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu hefði enginn trúað að þetta gæti gerst. Gunnar Helgi segir að allt árið í fyrra hafi hlutirnir verið í þokkalegu lagi hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan Framsóknarflokkurinn hafi verið í vandræðum en á fyrstu vikum kosningaársins hafi þetta allt í einu snúist við, Framsóknarflokkurinn rauk upp og Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði niður. „Eina leiðin til að skýra viðsnúninginn er að trúverðugleikaafstöðurnar á milli flokkanna tveggja hafa breyst. Það sem að gerir það að verkum er annars vegar úrskurður EFTA dómstólsins sem gefur Framsóknarflokknum trúverðugleika og hins vegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var ekki vel heppnuð samkoma," segir Gunnar Helgi og bætir við að mjög margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið að hugsa sér til hreyfings og þá hafi Framsóknarflokkurinn verið hinn augljósi næsti kostur. Hann býst við því að formaður flokksins hugsi nú vandlega sinn gang. „Það er óhugsandi annað en að Bjarni Benediktsson verði að hugsa sinn gang ef þetta verða niðurstöður kosninga. Ég held að það komi ekki til greina að hann verði áfram formaður flokksins ef flokkurinn fær 22% atkvæða. Það mun þá flýta þeirri atburðarrás að Hanna Birna væntanlega yrði formaður flokksins," segir Gunnar Helgi. Það er fátt sem flokkurinn getur gert til að bæta stöðu sína fram að kosningum að mati Gunnars Helga. Hinsvegar sé stór hluti kjósenda óákveðinn og ekki hægt að spá fyrir um úrslit kosninga á grundvelli þerira kannana sem eru að birtast núna. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi í Reykjavíkurkjördæmi norður segir kosningabaráttuna ekki í uppnámi eftir þessa lélegu útkomu úr þjóðarpúlsi Gallup. Vissulega séu þetta vonbrigði en hann sé sannfærður um að skilaboð flokksins um lægri skatta, um að efla atvinnulífið og að hjálpa heimilunum úr þeirra vanda muni ná í gegn. „Mestu máli skipti er að okkar tillögur eru útfærðar, úthugsaðar og raunhæfar og ég er viss um að þjóðin hlusti á það og að fylgi okkar muni aukast á næstu vikum og alveg fram að kosningum," segir Illugi.
Kosningar 2013 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira