Körfubolti

NBA: Tim Duncan magnaður í sigri Spurs á Clippers

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tim Duncan í baráttunni við Chris Paul í nótt.
Tim Duncan í baráttunni við Chris Paul í nótt. Mynd / AP
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og kom það engum á óvart að Miami Heat rúllaði yfir New Orleans Hornets 108-89.

Lebron James fór á kostum í leiknum og skoraði 36 stig en liðsfélagi hans Dwayne Wade var með 17 stig. New York Knicks vann öruggan sigur á Charlotte Bobcats, 111-102, og náðu þá á ný í annað sæti Austurdeildarinnar en Miami Heat er sem fyrr í því efsta.

J.R. Smith átti magnaðan leik fyrir Knicks en hann gerði 37 stig. Aðalleikur næturinnar var viðureign San Antonio Spurs og L.A. Clippers en San Antonio unnu frækin tveggja stiga sigur, 104-102. Leikurinn fór fram á heimavelli Spurs.

Reynsluboltinn Tim Duncan átt frábæran leik og skoraði 34 stig en hjá Clippers var það Blake Griffin sem gerði 18 stig.

Úrslit:

New Orleans Hornets – Miami Heat 89-108

Orlando Magic – Washington Wizzards 97-92

Detriot Pistons – Toronto Raptors 82-99

Memphis Grizzlies - Houston Rockets 103-94

Boston Celtics - Atlanta Hawks 118-107

New York Knicks - Charlotte Bobcats 111-102

Cleveland Cavaliers – Philadelphia 76ers 87-97

L.A. Clippers - San Antonio Spurs 102-104

Denver Nuggets – Brooklyn Nets 109-87

Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunders 101 - 93

Portland Trail Blazers – Utah Jazz 95-105

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×