Körfubolti

Kobe vantar bara fimm stig til að komast upp fyrir Wilt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Mynd/AP
Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það dugði þó ekki til því Lakers tapaði sínum fjórða leik af síðustu fimm.

Kobe er þar með búinn að skora 31.415 stig á NBA-ferli sínum og vantar nú bara fimm stig til viðbótar til þess að ná fjórða sætinu af Wilt Chamberlain.

Kobe hefur skorað þessi 31.415 stig í 1232 leikjum og er því með 25,1 stig að meðaltali í leik. Hann er að skora 25,8 stig að meðaltali á þessu tímabili.

Wilt Chamberlain skoraði 31.419 stig í 1045 leikjum frá 1959 til 1973 en hann skoraði 30,1 stig að meðaltali í leik.

Kobe Bryant vantar ennfremur 877 stig til þess að ná Michael Jordan sem er í þriðja sætinu með 32.292 stig. Kobe hefur þegar skorað 1931 stig á þessu tímabili og því ætti hann að komist upp fyrir Jordan í byrjun næsta tímabils.



Flest stig í sögu NBA:

1. Kareem Abdul-Jabbar 38.387

2. Karl Malone 36.928

3. Michael Jordan 32.292

4. Wilt Chamberlain 31.419

5. Kobe Bryant 31.415

6. Shaquille O'Neal 28.596

7. Moses Malone 27.409

8. Elvin Hayes 27.313

9. Hakeem Olajuwon 26.946

10. Oscar Robertson 26.710

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×