Körfubolti

Johnson tekur ekki í mál að sleppa Kings til Seattle

KJ gefur ekkert eftir í pólitíkinni.
KJ gefur ekkert eftir í pólitíkinni.
Kevin Johnson, fyrrum stórstjarna Phoenix Suns í NBA-deildinni og núverandi borgarstjóri í Sacramento, er ekki sáttur við það borgin sé við það að missa NBA-liðið sitt.

Lið Sacramento Kings er sagt vera á leiðinni til Seattle og Johnson ætlar að gera allt sem hann getur til þess að stöðva það.

Johnson er búinn að næla í tvo fjársterka aðila sem ætla að hjálpa honum. Þeir eru meðal annars til í að byggja nýja höll.

"Með fullri virðingu fyrir Seattle þá er það alveg ljóst að þeir fá ekki þetta lið. Það er ekki möguleiki. Þeir fá ekki okkar lið," sagði Johnson ákveðinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×