Hann hefur verið að bjóða upp á ótrúlegar troðslur í upphitun leikja upp á síðkastið og í kjölfarið hafa fjölmargir haft orð á því að hann verði að vera með á næsta ári.
Þar á meðal er sjálfur Magic Johnson, goðsögn LA Lakers, en hann hefur lofað því að sigurvegarinn í keppni með James fái eina milljón dollara.
"Láttu ekki svona LeBron. Vertu með. Þú verður bara að gera það. Ég set milljón dollara á borðið. Gerðu það vertu með. Ég mæti á hverju ári og er til í að taka milljón með mér," sagði Johnson.
Núverandi sigurvegari fær 100 þúsund dollara þannig að milljón dollara bónusinn ætti að vera freistandi.