Körfubolti

Kviknaði í hreyfli á flugvél Bulls | Cuban lánaði liðinu vél

Noah og félagar í Bulls eru vonandi búnir að jafna sig eftir erfiða lífsreynslu.
Noah og félagar í Bulls eru vonandi búnir að jafna sig eftir erfiða lífsreynslu.
Það fór um leikmenn körfuboltaboltaliðsins Chicago Bulls um síðustu helgi. Þá lenti flugvél þeirra í miklum erfiðleikum er einn hreyfill vélarinnar bilaði með miklum látum.

Atvikið átti sér stað í flugtaki. Þá virtist einn hreyfillinn springa og mikið neistaflug varð í honum. Flugmennirnir urðu ekki varir við fyrstu sprenginguna og fóru á loft.

Fimm mínútum eftir flugtak heyrðust tvær aðrar sprengingar í hreyflinum og var kviknað í honum. Þá var vélinni snúið við og henni lent aftur í Chicago.

Farþegar hafa viðurkennt að hafa verið skíthræddir. Þeir héldu margir hverjir að þessi flugferð yrði þeirra síðasta í lífinu.

Bulls fékk lánaða vél hjá íshokkýliði borgarinnar daginn eftir og mætti í leikinn á réttum tíma.

Er þeir spiluðu síðan í Texas lánaði Mark Cuban, eigandi Dallas, liðinu flugvél og kunnu Bulls-menn honum bestu þakkir fyrir.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×