Dagur þrjú á enda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 14:39 Mikið gekk á í dómssalnum í dag. Mynd/AFP Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið. Margt hefur gengið á í dómssalnum þessa þrjá daga og verjandinn Barry Roux hefur farið hamförum við að gagnrýna lögreglurannsóknina og krefst þess að Pistorius verði látinn laus. Verjandinn sagði að Pistorius hefði ekki haft neina ástæðu til að myrða kærustu sína, Reevu Steenkamp, og samband þeirra hafi verið ástríkt. Roux vísaði því einnig alfarið á bug að meintar hótanir Pistoriusar í garð manns á kappakstursbraut væru á rökum reistar. Hann hefði tekið óheppilega til orða og hefði ekki verið alvara þegar hann sagðist ætla að brjóta fætur mannsins. Gert var stutt hlé um klukkan hálf eitt vegna „yfirvofandi hættu utandyra" en skömmu síðar var haldið áfram án frekar útskýringa. Pistorius virtist þreyttur og blaðamenn á staðnum segja að hann hafi virst sofandi á köflum. Saksóknarinn Gerry Nel tók til máls og sagði framburð Pistoriusar ekki í samræmi við sönnunargögn á staðnum Hann segir ljóst að Pistorius hafi framið morð af yfirlögðu ráði og vilji halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Frásagnir hans af morðhótunum í sinn garð eigi ekki við rök að styðjast og engin gögn sýni fram á að þær hafi verið tilkynntar. Pistorius hafi logið til um þær til að fá samúð dómarans. Gæsluvarðhaldsréttarhöldin halda áfram á morgun og er nær ómögulegt að segja til um hver ákvörðun dómarans verður. Ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort lögreglumaðurinn Hilton Botha haldi áfram að fara fyrir rannsókninni, en hann er sjálfur til rannsóknar vegna gruns um morðtilraun. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið. Margt hefur gengið á í dómssalnum þessa þrjá daga og verjandinn Barry Roux hefur farið hamförum við að gagnrýna lögreglurannsóknina og krefst þess að Pistorius verði látinn laus. Verjandinn sagði að Pistorius hefði ekki haft neina ástæðu til að myrða kærustu sína, Reevu Steenkamp, og samband þeirra hafi verið ástríkt. Roux vísaði því einnig alfarið á bug að meintar hótanir Pistoriusar í garð manns á kappakstursbraut væru á rökum reistar. Hann hefði tekið óheppilega til orða og hefði ekki verið alvara þegar hann sagðist ætla að brjóta fætur mannsins. Gert var stutt hlé um klukkan hálf eitt vegna „yfirvofandi hættu utandyra" en skömmu síðar var haldið áfram án frekar útskýringa. Pistorius virtist þreyttur og blaðamenn á staðnum segja að hann hafi virst sofandi á köflum. Saksóknarinn Gerry Nel tók til máls og sagði framburð Pistoriusar ekki í samræmi við sönnunargögn á staðnum Hann segir ljóst að Pistorius hafi framið morð af yfirlögðu ráði og vilji halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Frásagnir hans af morðhótunum í sinn garð eigi ekki við rök að styðjast og engin gögn sýni fram á að þær hafi verið tilkynntar. Pistorius hafi logið til um þær til að fá samúð dómarans. Gæsluvarðhaldsréttarhöldin halda áfram á morgun og er nær ómögulegt að segja til um hver ákvörðun dómarans verður. Ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort lögreglumaðurinn Hilton Botha haldi áfram að fara fyrir rannsókninni, en hann er sjálfur til rannsóknar vegna gruns um morðtilraun.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18
Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58
Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29
Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00