Var að undirbúa óvænta Valentínusargjöf 14. febrúar 2013 10:53 Oscar Pistorius ásamt Reevu Steenkamp nýlega. Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð. Eins og greint var frá í morgun skaut hann kærustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoria snemma í morgun en fjölmiðlar segja að hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur. Kærastan hét Reeva Steenkamp og var þrítug þegar hún lést í nótt. Þau höfðu verið saman í tvo mánuði. Breska ríkisútvarpið segir að hún hafi verið með nokkur skotsár á höfði og á efri hluta líkamans. Sjúkraflutningamenn náðu ekki að bjarga lífi hennar og lést hún á heimili íþróttahetjunnar. 9mm skammbyssa fannst á vettvangi. Breska blaðið The Guardian segir að líklegt sé að Steenkamp hafi verið að undirbúa óvænta Valentínusargjöf þegar Pistorius vaknaði og taldi að innbrotsþjófur hafi verið á heimilinu. Í gærkvöldi setti hún eftirfarandi skilaboð á Twitter: „Hvað ætlið þið að gera fyrir ástina ykkar á morgun?" og í svari til vinar á samskiptasíðunni stuttu síðar sagði hún: „Það hljómar mjög vel! Wow þetta er það sem þetta snýst um! Þetta á að vera dagur ástarinnar fyrir alla, megi hann vera ánægjulegur!"Fyrir utan heimili Pistorius í morgunMynd/APUmboðsmaður hans Peet van Zyl var á leið til Pretoria þegar Daily Mail náði á hann í morgun. „Ég vona að ég geti spjallað við hann á lögreglustöðinni. Oscar er hógvær og viðkunnalegur náungi – Ég er viss um að það sem gerðist hafi verið hræðileg mistök af hans hálfu en ég hef ekki smáatriðin á hreinu eins og stendur," sagði hann við blaðið. Pistorius er einn af þekktustu íþróttamönnum í Suður Afríku en hann var fyrsti spretthlauparinn í sögunni til að taka þátt í hlaupi á Ólympíuleikum þótt hann hafi misst báða fætur sína. Þetta var í 4x400 boðhlaupinu á Ólympíuleikunum í London síðasta sumar. Hann tekur þátt í spretthlaupum á gervifótum sem stoðtækjaframleiðandinn Össur smíðar fyrir hann. Oscar Pistorius Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð. Eins og greint var frá í morgun skaut hann kærustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoria snemma í morgun en fjölmiðlar segja að hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur. Kærastan hét Reeva Steenkamp og var þrítug þegar hún lést í nótt. Þau höfðu verið saman í tvo mánuði. Breska ríkisútvarpið segir að hún hafi verið með nokkur skotsár á höfði og á efri hluta líkamans. Sjúkraflutningamenn náðu ekki að bjarga lífi hennar og lést hún á heimili íþróttahetjunnar. 9mm skammbyssa fannst á vettvangi. Breska blaðið The Guardian segir að líklegt sé að Steenkamp hafi verið að undirbúa óvænta Valentínusargjöf þegar Pistorius vaknaði og taldi að innbrotsþjófur hafi verið á heimilinu. Í gærkvöldi setti hún eftirfarandi skilaboð á Twitter: „Hvað ætlið þið að gera fyrir ástina ykkar á morgun?" og í svari til vinar á samskiptasíðunni stuttu síðar sagði hún: „Það hljómar mjög vel! Wow þetta er það sem þetta snýst um! Þetta á að vera dagur ástarinnar fyrir alla, megi hann vera ánægjulegur!"Fyrir utan heimili Pistorius í morgunMynd/APUmboðsmaður hans Peet van Zyl var á leið til Pretoria þegar Daily Mail náði á hann í morgun. „Ég vona að ég geti spjallað við hann á lögreglustöðinni. Oscar er hógvær og viðkunnalegur náungi – Ég er viss um að það sem gerðist hafi verið hræðileg mistök af hans hálfu en ég hef ekki smáatriðin á hreinu eins og stendur," sagði hann við blaðið. Pistorius er einn af þekktustu íþróttamönnum í Suður Afríku en hann var fyrsti spretthlauparinn í sögunni til að taka þátt í hlaupi á Ólympíuleikum þótt hann hafi misst báða fætur sína. Þetta var í 4x400 boðhlaupinu á Ólympíuleikunum í London síðasta sumar. Hann tekur þátt í spretthlaupum á gervifótum sem stoðtækjaframleiðandinn Össur smíðar fyrir hann.
Oscar Pistorius Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira