Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? 14. febrúar 2013 13:55 Oscar Pistarius Mynd/AFP Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim en Pistorius var handtekinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa skotið kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum. Fyrstu fregnir af málinu voru á þá leið að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann taldi að hún væri innbrotsþjófur. Suður-Afrískir fjölmiðlar segja að morðvettvangurinn sé svefnherbergið – hún hafi ætlað að koma honum á óvart tilefni Valentínusardagsins en honum hafi brugðið mjög og skotið hana. Talsmaður lögreglunnar segir að málið sé rannsakað sem morðmál og að þær fregnir, að Pistorius hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur, séu ekki komnar frá lögreglunni. Lögreglan segir einnig að undanfarið hafi hún sinnt nokkrum útköllum vegna deilna á milli parsins á heimilinu. Staðfest hefur verið að þau voru ein í húsinu þegar skotunum var hleypt af í nótt. „Það voru vitni þessu sem við erum að yfirheyra. Þá erum við einnig að tala við nágranna og fólk sem heyrði „hluti" í gærkvöldi og í morgun þegar skotárásin átti sér stað," segir talsmaður lögreglunnar. Það virðist því óljóst hvort að spretthlauparinn hafi skotið kærustuna fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram. Steenkamp var skotin fjórum sinnum, þar af í höfuðið, bringu og handlegg. Hún var látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fannst 9mm skammbyssa á vettvangi.Reeva Steenkamp starfaði sem fyrirsætaMynd/AFPPistorius og Steenkamp byrjuðu saman í lok nóvember á síðasta ári, en hún vann sem fyrirsæta og er menntaður lögfræðingur. Talsmaður hennar sagði í samtali við Sky News að fjölskyldan væri í losti. „Hún var yndislegasta manneskja í heimi. Mjög hæfileika rík og skýr stelpa. Þau voru mjög hamingjusöm saman," segir talsmaðurinn. Í viðtali, sem birtist í dagblaði í Suður-Afríku um helgina, sagði hún að Pistorius væri heiðarlegur og góðhjartaður maður. Oscar Pistorius er einn frægast íþróttamaður Suður-Afríku. Hann var fyrsti fatlaði maðurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum, en það gerði hann í sumar þegar hann tók þátt í 400 metra boðhlaupi, ásamt sveit sinni. Þegar hann var 11 mánaða voru báðir fótleggir hans fjarlægðir vegna fæðingargalla. Á síðasta ári útnefndi tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnnum í heimi. Glæpatíðnin í Suður-Afríku er rosalega há en þar eru framin um 50 ofbeldisglæpir á hverjum einasta degi. Algegnt er að fólk geymi byssu á heimili sínu til að verja sig gegn innbrotsþjófum. 13 af hverjum 100 íbúum í landinu eiga byssu. Pistorius var einn af þeim, hann geymdi skammbyssu við rúmið sitt og hríðskotabyssu við svefnherbergisgluggann, ásamt hafnabolta- og krikketkylfu, samkvæmt frétt Sky News. Oscar Pistorius Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim en Pistorius var handtekinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa skotið kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum. Fyrstu fregnir af málinu voru á þá leið að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann taldi að hún væri innbrotsþjófur. Suður-Afrískir fjölmiðlar segja að morðvettvangurinn sé svefnherbergið – hún hafi ætlað að koma honum á óvart tilefni Valentínusardagsins en honum hafi brugðið mjög og skotið hana. Talsmaður lögreglunnar segir að málið sé rannsakað sem morðmál og að þær fregnir, að Pistorius hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur, séu ekki komnar frá lögreglunni. Lögreglan segir einnig að undanfarið hafi hún sinnt nokkrum útköllum vegna deilna á milli parsins á heimilinu. Staðfest hefur verið að þau voru ein í húsinu þegar skotunum var hleypt af í nótt. „Það voru vitni þessu sem við erum að yfirheyra. Þá erum við einnig að tala við nágranna og fólk sem heyrði „hluti" í gærkvöldi og í morgun þegar skotárásin átti sér stað," segir talsmaður lögreglunnar. Það virðist því óljóst hvort að spretthlauparinn hafi skotið kærustuna fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram. Steenkamp var skotin fjórum sinnum, þar af í höfuðið, bringu og handlegg. Hún var látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fannst 9mm skammbyssa á vettvangi.Reeva Steenkamp starfaði sem fyrirsætaMynd/AFPPistorius og Steenkamp byrjuðu saman í lok nóvember á síðasta ári, en hún vann sem fyrirsæta og er menntaður lögfræðingur. Talsmaður hennar sagði í samtali við Sky News að fjölskyldan væri í losti. „Hún var yndislegasta manneskja í heimi. Mjög hæfileika rík og skýr stelpa. Þau voru mjög hamingjusöm saman," segir talsmaðurinn. Í viðtali, sem birtist í dagblaði í Suður-Afríku um helgina, sagði hún að Pistorius væri heiðarlegur og góðhjartaður maður. Oscar Pistorius er einn frægast íþróttamaður Suður-Afríku. Hann var fyrsti fatlaði maðurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum, en það gerði hann í sumar þegar hann tók þátt í 400 metra boðhlaupi, ásamt sveit sinni. Þegar hann var 11 mánaða voru báðir fótleggir hans fjarlægðir vegna fæðingargalla. Á síðasta ári útnefndi tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnnum í heimi. Glæpatíðnin í Suður-Afríku er rosalega há en þar eru framin um 50 ofbeldisglæpir á hverjum einasta degi. Algegnt er að fólk geymi byssu á heimili sínu til að verja sig gegn innbrotsþjófum. 13 af hverjum 100 íbúum í landinu eiga byssu. Pistorius var einn af þeim, hann geymdi skammbyssu við rúmið sitt og hríðskotabyssu við svefnherbergisgluggann, ásamt hafnabolta- og krikketkylfu, samkvæmt frétt Sky News.
Oscar Pistorius Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent