Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? 14. febrúar 2013 13:55 Oscar Pistarius Mynd/AFP Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim en Pistorius var handtekinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa skotið kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum. Fyrstu fregnir af málinu voru á þá leið að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann taldi að hún væri innbrotsþjófur. Suður-Afrískir fjölmiðlar segja að morðvettvangurinn sé svefnherbergið – hún hafi ætlað að koma honum á óvart tilefni Valentínusardagsins en honum hafi brugðið mjög og skotið hana. Talsmaður lögreglunnar segir að málið sé rannsakað sem morðmál og að þær fregnir, að Pistorius hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur, séu ekki komnar frá lögreglunni. Lögreglan segir einnig að undanfarið hafi hún sinnt nokkrum útköllum vegna deilna á milli parsins á heimilinu. Staðfest hefur verið að þau voru ein í húsinu þegar skotunum var hleypt af í nótt. „Það voru vitni þessu sem við erum að yfirheyra. Þá erum við einnig að tala við nágranna og fólk sem heyrði „hluti" í gærkvöldi og í morgun þegar skotárásin átti sér stað," segir talsmaður lögreglunnar. Það virðist því óljóst hvort að spretthlauparinn hafi skotið kærustuna fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram. Steenkamp var skotin fjórum sinnum, þar af í höfuðið, bringu og handlegg. Hún var látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fannst 9mm skammbyssa á vettvangi.Reeva Steenkamp starfaði sem fyrirsætaMynd/AFPPistorius og Steenkamp byrjuðu saman í lok nóvember á síðasta ári, en hún vann sem fyrirsæta og er menntaður lögfræðingur. Talsmaður hennar sagði í samtali við Sky News að fjölskyldan væri í losti. „Hún var yndislegasta manneskja í heimi. Mjög hæfileika rík og skýr stelpa. Þau voru mjög hamingjusöm saman," segir talsmaðurinn. Í viðtali, sem birtist í dagblaði í Suður-Afríku um helgina, sagði hún að Pistorius væri heiðarlegur og góðhjartaður maður. Oscar Pistorius er einn frægast íþróttamaður Suður-Afríku. Hann var fyrsti fatlaði maðurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum, en það gerði hann í sumar þegar hann tók þátt í 400 metra boðhlaupi, ásamt sveit sinni. Þegar hann var 11 mánaða voru báðir fótleggir hans fjarlægðir vegna fæðingargalla. Á síðasta ári útnefndi tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnnum í heimi. Glæpatíðnin í Suður-Afríku er rosalega há en þar eru framin um 50 ofbeldisglæpir á hverjum einasta degi. Algegnt er að fólk geymi byssu á heimili sínu til að verja sig gegn innbrotsþjófum. 13 af hverjum 100 íbúum í landinu eiga byssu. Pistorius var einn af þeim, hann geymdi skammbyssu við rúmið sitt og hríðskotabyssu við svefnherbergisgluggann, ásamt hafnabolta- og krikketkylfu, samkvæmt frétt Sky News. Oscar Pistorius Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim en Pistorius var handtekinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa skotið kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum. Fyrstu fregnir af málinu voru á þá leið að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann taldi að hún væri innbrotsþjófur. Suður-Afrískir fjölmiðlar segja að morðvettvangurinn sé svefnherbergið – hún hafi ætlað að koma honum á óvart tilefni Valentínusardagsins en honum hafi brugðið mjög og skotið hana. Talsmaður lögreglunnar segir að málið sé rannsakað sem morðmál og að þær fregnir, að Pistorius hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur, séu ekki komnar frá lögreglunni. Lögreglan segir einnig að undanfarið hafi hún sinnt nokkrum útköllum vegna deilna á milli parsins á heimilinu. Staðfest hefur verið að þau voru ein í húsinu þegar skotunum var hleypt af í nótt. „Það voru vitni þessu sem við erum að yfirheyra. Þá erum við einnig að tala við nágranna og fólk sem heyrði „hluti" í gærkvöldi og í morgun þegar skotárásin átti sér stað," segir talsmaður lögreglunnar. Það virðist því óljóst hvort að spretthlauparinn hafi skotið kærustuna fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram. Steenkamp var skotin fjórum sinnum, þar af í höfuðið, bringu og handlegg. Hún var látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fannst 9mm skammbyssa á vettvangi.Reeva Steenkamp starfaði sem fyrirsætaMynd/AFPPistorius og Steenkamp byrjuðu saman í lok nóvember á síðasta ári, en hún vann sem fyrirsæta og er menntaður lögfræðingur. Talsmaður hennar sagði í samtali við Sky News að fjölskyldan væri í losti. „Hún var yndislegasta manneskja í heimi. Mjög hæfileika rík og skýr stelpa. Þau voru mjög hamingjusöm saman," segir talsmaðurinn. Í viðtali, sem birtist í dagblaði í Suður-Afríku um helgina, sagði hún að Pistorius væri heiðarlegur og góðhjartaður maður. Oscar Pistorius er einn frægast íþróttamaður Suður-Afríku. Hann var fyrsti fatlaði maðurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum, en það gerði hann í sumar þegar hann tók þátt í 400 metra boðhlaupi, ásamt sveit sinni. Þegar hann var 11 mánaða voru báðir fótleggir hans fjarlægðir vegna fæðingargalla. Á síðasta ári útnefndi tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnnum í heimi. Glæpatíðnin í Suður-Afríku er rosalega há en þar eru framin um 50 ofbeldisglæpir á hverjum einasta degi. Algegnt er að fólk geymi byssu á heimili sínu til að verja sig gegn innbrotsþjófum. 13 af hverjum 100 íbúum í landinu eiga byssu. Pistorius var einn af þeim, hann geymdi skammbyssu við rúmið sitt og hríðskotabyssu við svefnherbergisgluggann, ásamt hafnabolta- og krikketkylfu, samkvæmt frétt Sky News.
Oscar Pistorius Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira