Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur aftur fyrir dómara í dag en þá verður tekin fyrir beiðni hans um að verða látinn laus úr haldi gegn tryggingu.
Reiknað er með að upplýst verði um fleiri atriði í kringum morð hans á kærustu sinni Reevu Steenkamp í réttarhaldinu í dag. Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að saksóknarar í morðmálinu gegn Pistorius vilji ekki að hann verði látinn laus gegn tryggingu en þeir hyggjast kæra hann fyrir morð af yfirlögðu ráði.
Útför Steenkamp verður síðan haldin í Port Elizabeth síðar í dag.
