„Ég varð að vernda Reevu“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2013 16:52 Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. Það var þungt yfir spretthlauparanum þegar hann lýsti atburðum hinnar afdrifaríku nætur, en saksóknar gefa Pistorius það að sök að hafa skotið Steenkamp fjórum skotum í gegn um baðherbergishurð. "Ég er mjög meðvitaður um að fólk brýst inn til annars fólks í þeim tilgangi að fremja glæpi. Ég hef fengið morðhótanir í gegnum tíðina og sef því með níu millimetra skammbyssu undir rúminu." Þetta er brot úr vitnisburði Pistorius hjá dómaranum, en hann segist hafa farið á fætur til þess að loka rennihurð, en þá heyrt skarkala sem barst frá baðherberginu og því hefði hann talið að einhver hefði brotist inn til hans. "Ég var ekki með gervifæturna áfasta og fannst ég því afar berskjaldaður. Ég varð að vernda Reevu og sjálfa mig," hélt Pistorius áfram. "Ég kveikti ekki ljósið. Ég færði mig í átt að baðherberginu og öskraði í áttina að hurðinni. Ég stóð á stubbunum þegar ég skaut úr byssunni í gegn um baðherbergishurðina og æpti á Reevu og sagði heni að hringja á lögregluna."Aðstandendur Pistorius í dómssalnum."Hún dó í fanginu á mér" Þá segist Pistorius hafa farið aftur inn í svefnherbergi og að þá hafi honum dottið í hug sá möguleiki að það gæti hafa verið Steencamp sem væri inni á baðherberginu. "Þetta var hryllilegt. Ég sparkaði upp hurðinni og hringdi á hjálp. Ég bar hana niður stigann þar sem mér var sagt að bíða ekki eftir sjúkraliðum. Hún dó í fanginu á mér. Eftir á að hyggja, þá tel ég að Reeva hafi farið inn á baðherbergi á meðan ég lokaði rennihurðinni." Saksóknarar leggjast gegn því að Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjalds, en þeir telja að morðið hafi verið af yfirlögðu ráði. Oscar Pistorius Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. Það var þungt yfir spretthlauparanum þegar hann lýsti atburðum hinnar afdrifaríku nætur, en saksóknar gefa Pistorius það að sök að hafa skotið Steenkamp fjórum skotum í gegn um baðherbergishurð. "Ég er mjög meðvitaður um að fólk brýst inn til annars fólks í þeim tilgangi að fremja glæpi. Ég hef fengið morðhótanir í gegnum tíðina og sef því með níu millimetra skammbyssu undir rúminu." Þetta er brot úr vitnisburði Pistorius hjá dómaranum, en hann segist hafa farið á fætur til þess að loka rennihurð, en þá heyrt skarkala sem barst frá baðherberginu og því hefði hann talið að einhver hefði brotist inn til hans. "Ég var ekki með gervifæturna áfasta og fannst ég því afar berskjaldaður. Ég varð að vernda Reevu og sjálfa mig," hélt Pistorius áfram. "Ég kveikti ekki ljósið. Ég færði mig í átt að baðherberginu og öskraði í áttina að hurðinni. Ég stóð á stubbunum þegar ég skaut úr byssunni í gegn um baðherbergishurðina og æpti á Reevu og sagði heni að hringja á lögregluna."Aðstandendur Pistorius í dómssalnum."Hún dó í fanginu á mér" Þá segist Pistorius hafa farið aftur inn í svefnherbergi og að þá hafi honum dottið í hug sá möguleiki að það gæti hafa verið Steencamp sem væri inni á baðherberginu. "Þetta var hryllilegt. Ég sparkaði upp hurðinni og hringdi á hjálp. Ég bar hana niður stigann þar sem mér var sagt að bíða ekki eftir sjúkraliðum. Hún dó í fanginu á mér. Eftir á að hyggja, þá tel ég að Reeva hafi farið inn á baðherbergi á meðan ég lokaði rennihurðinni." Saksóknarar leggjast gegn því að Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjalds, en þeir telja að morðið hafi verið af yfirlögðu ráði.
Oscar Pistorius Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira