Icesave skýrir fylgismun milli kannana Karen Kjartansdóttir skrifar 1. febrúar 2013 20:17 Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Sjálfstæðisflokkurinn missir sex prósentustig á tveimur vikum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins segir það vissulega verri niðurstöðu en sést hefur að undanförnu í könnunum. Icesave málið hreyfi vissulega við fólki en mestu skipti sé hvernig staðið sé að málum á næstu mánuðum. „Eftir sem áður, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn - kjölfestan í íslensku stjórnmálalífi. Mér finnst athyglisvert að sjá þessar miklu hreyfingar. Þær koma ekki mikið við fylgi Sjálfstæðisflokksins en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera að missa fylgi til Bjartar Framtíðar. Framsóknarflokkurinn er síðan auðvitað að styrkja sig," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurvegari þessarar könnunnar, ef svo má segja, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Skýr afstaða flokksins í Icesave-málinu eflaust haft sitt að segja. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi getur þetta haft góð áhrif á stjórnmálin, ef að hinir flokkarnir sjá í þessu tækifæri frekar en ógn. Ef þeir bregðast við með því að færa sig nær málflutningi okkar í stað þess að ráðast gegn okkur," segir Sigmundir Davíð. „Þó svo að Icesave hafi eflaust haft áhrif á þessa niðurstöðu þá geri ég ráð fyrir að fólk hafi líka sett það mál í samhengi við önnur sem við höfum verið að berjast fyrir. Ekki síst stöðu heimilanna." Eins og í síðustu könnun mælist Björt framtíð þriðja stærsta stjórnmálaaflið. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta er í góðu samræmi við það sem við höfum lagt upp með. Við erum búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Þetta er hægt og bítandi að bæta við sig og allt stefnir í rétta átt," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður Bjartar Framtíðar. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vel mætti merkja og ákveðin púls sem væri í samfélaginu eftir Icesave-dóminn hann léti nægja í bili að flokkur hans bætti við sig fylgi. „Ef þessi niðurstaða sem þið sýnið hér þá blasir við að það yrði samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að þjóðin þurfi ekki á því að halda. Menn skulu bara rifja upp söguna, og forsöguna fyrir Icesacve. Af hverju lentum við í Icesave," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Sjálfstæðisflokkurinn missir sex prósentustig á tveimur vikum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins segir það vissulega verri niðurstöðu en sést hefur að undanförnu í könnunum. Icesave málið hreyfi vissulega við fólki en mestu skipti sé hvernig staðið sé að málum á næstu mánuðum. „Eftir sem áður, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn - kjölfestan í íslensku stjórnmálalífi. Mér finnst athyglisvert að sjá þessar miklu hreyfingar. Þær koma ekki mikið við fylgi Sjálfstæðisflokksins en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera að missa fylgi til Bjartar Framtíðar. Framsóknarflokkurinn er síðan auðvitað að styrkja sig," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurvegari þessarar könnunnar, ef svo má segja, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Skýr afstaða flokksins í Icesave-málinu eflaust haft sitt að segja. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi getur þetta haft góð áhrif á stjórnmálin, ef að hinir flokkarnir sjá í þessu tækifæri frekar en ógn. Ef þeir bregðast við með því að færa sig nær málflutningi okkar í stað þess að ráðast gegn okkur," segir Sigmundir Davíð. „Þó svo að Icesave hafi eflaust haft áhrif á þessa niðurstöðu þá geri ég ráð fyrir að fólk hafi líka sett það mál í samhengi við önnur sem við höfum verið að berjast fyrir. Ekki síst stöðu heimilanna." Eins og í síðustu könnun mælist Björt framtíð þriðja stærsta stjórnmálaaflið. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta er í góðu samræmi við það sem við höfum lagt upp með. Við erum búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Þetta er hægt og bítandi að bæta við sig og allt stefnir í rétta átt," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður Bjartar Framtíðar. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vel mætti merkja og ákveðin púls sem væri í samfélaginu eftir Icesave-dóminn hann léti nægja í bili að flokkur hans bætti við sig fylgi. „Ef þessi niðurstaða sem þið sýnið hér þá blasir við að það yrði samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að þjóðin þurfi ekki á því að halda. Menn skulu bara rifja upp söguna, og forsöguna fyrir Icesacve. Af hverju lentum við í Icesave," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira