NBA: Golden State vann Clippers og Lakers tapar enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2013 09:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Los Angeles liðin töpuðu bæði leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Brooklyn Nets vann New York Knicks í uppgjöri New York liðanna en þau unnu því bæði tvisvar í fjórum innbyrðisleikjum sínum á tímabilinu.Kirk Hinrich skoraði 22 stig og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 95-83 sigur á Los Angeles Lakers en þetta var níunda tap Lakers í síðustu ellefu leikjum. Staðan var 75-75 en Chicago náði þá 18-4 spretti og gerði út um leikinn. Marco Belinelli skoraði 8 af 15 stigum sínum á þessum kafla. Lakers hefur nú tapað sex útileikjum í röð en það heppnaðist ekki hjá Mike D'Antoni að láta Pau Gasol koma inn af bekknum.Steve Nash var stigahæstur hjá Lakers með 18 stig en Kobe Bryant skoraði 16 stig (0 af 6 í 3ja stiga) og Dwight Howard var bara með 8 stig. Gasol kom með 15 stig og 12 fráköst á 25 mínútum af bekknum.Jarrett Jack skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 106-99 heimasigur á Los Angeles Clippers. Stephen Curry (28 stig, 6 af 8 í 3ja stiga) skoraði fjóra þrista í fjórða leikhluta en Warriors-liðið var sjö stigum undir þegar aðeins 11 mínútur voru eftir af leiknum. Los Angeles Clippers skoraði aðeins tvær körfur á síðustu 3:40 í leiknum. Blake Griffin var með 26 stig og 13 fráköst fyrir Clippers og Jamal Crawford kom með 24 stig inn af bekknum.Joe Johnson skoraði sigurkörfuna 22 sekúndum fyrir leikslok þegar Brooklyn Nets vann 88-85 sigur á nágrönnum sínum í New York Knicks. Johnson skoraði alls 25 stig í leiknum en Deron Williams var með 14 stig og 12 stoðsendingar og bæði Brook Lopez (14 stig og 11 fráköst) og Kris Humphries (11 stig og 13 fráköst) voru með tvennur. Carmelo Anthony var með 29 stig og 7 stoðsendingar fyrir New York en klikkaði á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum. J.R. Smith skoraði 16 stig og Amare Stoudemire var með 15 stig. Brooklyn Nets er nú búið að vinna 11 af 13 leikjum sínum síðan að P.J. Carlesimo tók við af Avery Johnson.Tim Duncan var með 24 stig og 17 fráköst og Tony Parker bætti við 20 stigum þegar San Antonio Spurs vann 90-85 útisigur á Philadelphia 76ers en þetta var fimmti sigur Spurs í röð. Evan Turner var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Philadelphia.James Harden skoraði 29 stig í 100-94 sigri Houston Rockets á Charlotte Bobcats en Houston endaði þar sjö leikja taphrinu sína.Jordan Crawford tryggði Washington Wizards 98-95 sigur á Portland Trail Blazers með þriggja stiga flautukörfu.George Hill tryggði Indiana Pacers 82-81 sigur á Memphis Grizzlies á vítalínunni þegar 1,1 sekúnda var eftir.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Indiana Pacers 81-82 New Orleans Hornets - Sacramento Kings 114-105 Charlotte Bobcats - Houston Rockets 94-100 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 104-96 New York Knicks - Brooklyn Nets 85-88 Golden State Warriors - Los Angeles Clippers 106-99 Philadelphia 76ers - San Antonio Spurs 85-90 Chicago Bulls - Los Angeles Lakers 95-83 Portland Trail BlazersvWashington Wizards 95-98 NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Los Angeles liðin töpuðu bæði leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Brooklyn Nets vann New York Knicks í uppgjöri New York liðanna en þau unnu því bæði tvisvar í fjórum innbyrðisleikjum sínum á tímabilinu.Kirk Hinrich skoraði 22 stig og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 95-83 sigur á Los Angeles Lakers en þetta var níunda tap Lakers í síðustu ellefu leikjum. Staðan var 75-75 en Chicago náði þá 18-4 spretti og gerði út um leikinn. Marco Belinelli skoraði 8 af 15 stigum sínum á þessum kafla. Lakers hefur nú tapað sex útileikjum í röð en það heppnaðist ekki hjá Mike D'Antoni að láta Pau Gasol koma inn af bekknum.Steve Nash var stigahæstur hjá Lakers með 18 stig en Kobe Bryant skoraði 16 stig (0 af 6 í 3ja stiga) og Dwight Howard var bara með 8 stig. Gasol kom með 15 stig og 12 fráköst á 25 mínútum af bekknum.Jarrett Jack skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 106-99 heimasigur á Los Angeles Clippers. Stephen Curry (28 stig, 6 af 8 í 3ja stiga) skoraði fjóra þrista í fjórða leikhluta en Warriors-liðið var sjö stigum undir þegar aðeins 11 mínútur voru eftir af leiknum. Los Angeles Clippers skoraði aðeins tvær körfur á síðustu 3:40 í leiknum. Blake Griffin var með 26 stig og 13 fráköst fyrir Clippers og Jamal Crawford kom með 24 stig inn af bekknum.Joe Johnson skoraði sigurkörfuna 22 sekúndum fyrir leikslok þegar Brooklyn Nets vann 88-85 sigur á nágrönnum sínum í New York Knicks. Johnson skoraði alls 25 stig í leiknum en Deron Williams var með 14 stig og 12 stoðsendingar og bæði Brook Lopez (14 stig og 11 fráköst) og Kris Humphries (11 stig og 13 fráköst) voru með tvennur. Carmelo Anthony var með 29 stig og 7 stoðsendingar fyrir New York en klikkaði á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum. J.R. Smith skoraði 16 stig og Amare Stoudemire var með 15 stig. Brooklyn Nets er nú búið að vinna 11 af 13 leikjum sínum síðan að P.J. Carlesimo tók við af Avery Johnson.Tim Duncan var með 24 stig og 17 fráköst og Tony Parker bætti við 20 stigum þegar San Antonio Spurs vann 90-85 útisigur á Philadelphia 76ers en þetta var fimmti sigur Spurs í röð. Evan Turner var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Philadelphia.James Harden skoraði 29 stig í 100-94 sigri Houston Rockets á Charlotte Bobcats en Houston endaði þar sjö leikja taphrinu sína.Jordan Crawford tryggði Washington Wizards 98-95 sigur á Portland Trail Blazers með þriggja stiga flautukörfu.George Hill tryggði Indiana Pacers 82-81 sigur á Memphis Grizzlies á vítalínunni þegar 1,1 sekúnda var eftir.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Indiana Pacers 81-82 New Orleans Hornets - Sacramento Kings 114-105 Charlotte Bobcats - Houston Rockets 94-100 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 104-96 New York Knicks - Brooklyn Nets 85-88 Golden State Warriors - Los Angeles Clippers 106-99 Philadelphia 76ers - San Antonio Spurs 85-90 Chicago Bulls - Los Angeles Lakers 95-83 Portland Trail BlazersvWashington Wizards 95-98
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira