Lögfræðingur í Flórída er búinn að kæra NBA-liðið San Antonio Spurs í kjölfar þess að þjálfarinn, Gregg Popovich, hvíldi fjóra lykilleikmenn í leiknum gegn Miami Heat.
Lögfræðingurinn vill meina að Popovich hafi brotið lög með því að senda þá Tim Duncan, Manu Ginobili, Danny Green og Tony Parker heim í stað þess að spila þeim í leiknum sem var sýndur út um allt land.
Lögfræðingurinn segist hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og talar um vörusvik. Þetta hafi verið eins og að fara á steikhús en fá bara samloku.
Yfirmenn NBA-deildarinnar voru ekki heldur hrifnir af þessu uppátæki og sektuðu Popovich um 250 þúsund dollara fyrir þessar þjálfunaraðferðir.
Lögfræðingur kærir San Antonio fyrir að hvíla leikmenn

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn