Vinnur Halldór til verðlauna á Vetrarólympíuleikunum 2014? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 14:46 Halldór Helgason sýnir hér tilþrif á snjóbrettinu sínu. Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, ætlar að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem fara fram árið 2014. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Á leikunum í Sochi verður í fyrsta sinn keppt í grein sem nefnist "slopestyle" og mun Halldór ætla sér að reyna að komast inn á keppendalistann í henni. Halldór þykir líklegur til afreka í "slopestyle" þar sem snjóbrettamenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir á leið sinni niður brekkuna og þrír dómarar meta frammistöðuna. Halldór gæti hugsanlega blandað sér í baráttuna um verðlaun í þessari grein en Íslendingur hefur aldrei unnið verðlaun á Vetrarólympíuleikunum. Halldór Helgason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfni sína á snjóbretti á stórmótum út um allan heim. Hann hefur tekið þátt í "Slopestyle" og í stökki af risapalli á X-leikunum í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár. Almennt er litið á X-leikana sem sterkustu snjóbrettakeppni heims, jafnvel enn sterkari en sjálfa Ólympíuleikana. Halldór varð frægur á einni nóttu eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun í stökki af risapalli á X-leikunum árið 2010, en komst ekki í úrslit 2011 og 2012. Þá lenti hann í 8. og 7. sæti í "Slopestyle" árin 2010 og 2011 en komst ekki í úrslit í fyrra. Hann er aftur skráður til leiks í báðum flokkum á X-leikunum þetta árið en þeir fara fram í Aspen í Bandaríkjunum í lok janúar. Halldór þarf síðan að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins til þess að safna þeim fjölda FIS-stiga sem skila honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum en þar þurfa snjóbrettamenn að keppa á minnsta kosti fjórum mótum. Halldór keppir væntanlega á sínu fyrsta FIS-móti í Bandaríkjunum um aðra helgi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sigurstökk Halldórs á X-leikunum árið 2010. Íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, ætlar að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem fara fram árið 2014. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Á leikunum í Sochi verður í fyrsta sinn keppt í grein sem nefnist "slopestyle" og mun Halldór ætla sér að reyna að komast inn á keppendalistann í henni. Halldór þykir líklegur til afreka í "slopestyle" þar sem snjóbrettamenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir á leið sinni niður brekkuna og þrír dómarar meta frammistöðuna. Halldór gæti hugsanlega blandað sér í baráttuna um verðlaun í þessari grein en Íslendingur hefur aldrei unnið verðlaun á Vetrarólympíuleikunum. Halldór Helgason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfni sína á snjóbretti á stórmótum út um allan heim. Hann hefur tekið þátt í "Slopestyle" og í stökki af risapalli á X-leikunum í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár. Almennt er litið á X-leikana sem sterkustu snjóbrettakeppni heims, jafnvel enn sterkari en sjálfa Ólympíuleikana. Halldór varð frægur á einni nóttu eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun í stökki af risapalli á X-leikunum árið 2010, en komst ekki í úrslit 2011 og 2012. Þá lenti hann í 8. og 7. sæti í "Slopestyle" árin 2010 og 2011 en komst ekki í úrslit í fyrra. Hann er aftur skráður til leiks í báðum flokkum á X-leikunum þetta árið en þeir fara fram í Aspen í Bandaríkjunum í lok janúar. Halldór þarf síðan að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins til þess að safna þeim fjölda FIS-stiga sem skila honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum en þar þurfa snjóbrettamenn að keppa á minnsta kosti fjórum mótum. Halldór keppir væntanlega á sínu fyrsta FIS-móti í Bandaríkjunum um aðra helgi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sigurstökk Halldórs á X-leikunum árið 2010.
Íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira