Meðferð kvörtunarmála Geir Gunnlaugsson skrifar 29. desember 2012 08:00 Þriðja dag jóla birtist í leiðaraopnu Fréttablaðsins grein Árna Richards Árnasonar um málsmeðferð landlæknis á kvörtun hans til embættisins árið 2009. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni ber skoðanir sínar á borð fyrir landsmenn og efni hennar því flestum kunnugt. Eðli málsins samkvæmt getur landlæknir ekki fjallað efnislega um kvörtun Árna þar sem mál hans er enn í skoðun. Aftur á móti er í framhaldi greinar Árna Richards full ástæða til að lýsa fyrir lesendum málsmeðferð kvartana hjá Embætti landlæknis. Samkvæmt 12. grein laga um landlækni og lýðheilsu er heimilt „að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg. Kvörtun skal vera skrifleg og þar skal koma skýrt fram hvert sé tilefni hennar."Þverfaglegt teymi Þegar kvörtun berst Embætti landlæknis fer hún fyrir þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna og lögfræðinga sem greinir efni kvörtunarinnar og að hverjum hún beinist, heilbrigðisstarfsmanni, einum eða fleiri, eða stofnun. Kvartanda er send staðfesting á að kvörtun hans sé móttekin og úrvinnsla hennar fari í skilgreint ferli. Kvörtunin er síðan send þeim sem hún beinist að og hann beðinn um að gera grein fyrir málsatvikum og sínum sjónarmiðum. Aflað er allra nauðsynlegra gagna er varða málið. Umsögn óháðs sérfræðings um efni kvörtunarinnar og málavexti er mikilvægur hluti hinnar faglegu úrvinnslu. Hún er eftir því sem við á rituð af sérfræðingum sem starfa við embættið eða leitað er til sérfræðinga utan þess. Ætíð er metið hæfi þeirra sem fá málið til faglegrar úrvinnslu samkvæmt ákvæðum laga um stjórnsýslu. Þegar sérfræðingar hafa komist að niðurstöðu og skilað umsögnum eru þær sendar bæði til kvartanda og þess sem kvörtunin beinist að þannig að þeir hafi tök á að koma andmælum á framfæri telji þeir þörf á. Þau rök sem fram koma í andmælunum eru tekin til skoðunar og metið hvort þau hafi áhrif á álit landlæknis, sem hann ritar að lokinni málsmeðferð. Álitið er sent til allra aðila. Samkvæmt lögum geta þeir kært málsmeðferð embættisins til velferðarráðuneytisins en ekki hina efnislegu niðurstöðu embættisins í málinu. Starfsfólk embættisins vinnur úr kvörtunarmálum ítarlega og faglega með lögfræðilegri ráðgjöf um rétta og sanngjarna málsmeðferð.Óvíst um fullkomna sátt Það er augljóst að óvíst er að fullkomin sátt verði um niðurstöðu jafn flókinnar málsmeðferðar og hér er lýst. Málsaðili getur einatt fundið hjá sér ástæðu til að vera ósáttur við niðurstöðuna, hvort sem hann er heilbrigðisstarfsmaður sem kvartað er undan eða sá sem kvartar. Í þessu samhengi vill landlæknir leggja áherslu á að starfsmenn embættisins og þeir sérfræðingar sem embættið leitar til leggja sig alla fram um að vinna heiðarlega og af trúmennsku við úrvinnslu allra kvartana. Aftur á móti er mikil hætta á að æ erfiðara verði að fá sérfræðinga hér á landi til að taka að sér að gefa álit á flóknum læknisfræðilegum úrlausnarefnum ef þeir eiga von á að fá yfir sig ásakanir á borð við þær sem Árni Richard hefur í frammi í Fréttablaðinu nú 27. desember. Landlæknir kveinkar sér ekki undan málefnalegri umræðu um störf embættisins. Uppbyggileg gagnrýni getur stutt viðleitni starfsmanna til að gera gott starf betra. Ásakanir um gróf mannréttindabrot af hálfu embættisins dæma sig aftur á móti sjálfar. Þær endurspegla þó eðli þeirra flóknu viðfangsefna sem starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess eru að glíma við á hverjum degi. Landlæknir fullvissar landsmenn um að í þeirri vinnu hefur hann, starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess það eitt að leiðarljósi að vinna af trúmennsku og heiðarleika í samræmi við lögbundið hlutverk embættisins, í þágu lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðja dag jóla birtist í leiðaraopnu Fréttablaðsins grein Árna Richards Árnasonar um málsmeðferð landlæknis á kvörtun hans til embættisins árið 2009. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni ber skoðanir sínar á borð fyrir landsmenn og efni hennar því flestum kunnugt. Eðli málsins samkvæmt getur landlæknir ekki fjallað efnislega um kvörtun Árna þar sem mál hans er enn í skoðun. Aftur á móti er í framhaldi greinar Árna Richards full ástæða til að lýsa fyrir lesendum málsmeðferð kvartana hjá Embætti landlæknis. Samkvæmt 12. grein laga um landlækni og lýðheilsu er heimilt „að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg. Kvörtun skal vera skrifleg og þar skal koma skýrt fram hvert sé tilefni hennar."Þverfaglegt teymi Þegar kvörtun berst Embætti landlæknis fer hún fyrir þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna og lögfræðinga sem greinir efni kvörtunarinnar og að hverjum hún beinist, heilbrigðisstarfsmanni, einum eða fleiri, eða stofnun. Kvartanda er send staðfesting á að kvörtun hans sé móttekin og úrvinnsla hennar fari í skilgreint ferli. Kvörtunin er síðan send þeim sem hún beinist að og hann beðinn um að gera grein fyrir málsatvikum og sínum sjónarmiðum. Aflað er allra nauðsynlegra gagna er varða málið. Umsögn óháðs sérfræðings um efni kvörtunarinnar og málavexti er mikilvægur hluti hinnar faglegu úrvinnslu. Hún er eftir því sem við á rituð af sérfræðingum sem starfa við embættið eða leitað er til sérfræðinga utan þess. Ætíð er metið hæfi þeirra sem fá málið til faglegrar úrvinnslu samkvæmt ákvæðum laga um stjórnsýslu. Þegar sérfræðingar hafa komist að niðurstöðu og skilað umsögnum eru þær sendar bæði til kvartanda og þess sem kvörtunin beinist að þannig að þeir hafi tök á að koma andmælum á framfæri telji þeir þörf á. Þau rök sem fram koma í andmælunum eru tekin til skoðunar og metið hvort þau hafi áhrif á álit landlæknis, sem hann ritar að lokinni málsmeðferð. Álitið er sent til allra aðila. Samkvæmt lögum geta þeir kært málsmeðferð embættisins til velferðarráðuneytisins en ekki hina efnislegu niðurstöðu embættisins í málinu. Starfsfólk embættisins vinnur úr kvörtunarmálum ítarlega og faglega með lögfræðilegri ráðgjöf um rétta og sanngjarna málsmeðferð.Óvíst um fullkomna sátt Það er augljóst að óvíst er að fullkomin sátt verði um niðurstöðu jafn flókinnar málsmeðferðar og hér er lýst. Málsaðili getur einatt fundið hjá sér ástæðu til að vera ósáttur við niðurstöðuna, hvort sem hann er heilbrigðisstarfsmaður sem kvartað er undan eða sá sem kvartar. Í þessu samhengi vill landlæknir leggja áherslu á að starfsmenn embættisins og þeir sérfræðingar sem embættið leitar til leggja sig alla fram um að vinna heiðarlega og af trúmennsku við úrvinnslu allra kvartana. Aftur á móti er mikil hætta á að æ erfiðara verði að fá sérfræðinga hér á landi til að taka að sér að gefa álit á flóknum læknisfræðilegum úrlausnarefnum ef þeir eiga von á að fá yfir sig ásakanir á borð við þær sem Árni Richard hefur í frammi í Fréttablaðinu nú 27. desember. Landlæknir kveinkar sér ekki undan málefnalegri umræðu um störf embættisins. Uppbyggileg gagnrýni getur stutt viðleitni starfsmanna til að gera gott starf betra. Ásakanir um gróf mannréttindabrot af hálfu embættisins dæma sig aftur á móti sjálfar. Þær endurspegla þó eðli þeirra flóknu viðfangsefna sem starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess eru að glíma við á hverjum degi. Landlæknir fullvissar landsmenn um að í þeirri vinnu hefur hann, starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess það eitt að leiðarljósi að vinna af trúmennsku og heiðarleika í samræmi við lögbundið hlutverk embættisins, í þágu lands og þjóðar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun