Meðferð kvörtunarmála Geir Gunnlaugsson skrifar 29. desember 2012 08:00 Þriðja dag jóla birtist í leiðaraopnu Fréttablaðsins grein Árna Richards Árnasonar um málsmeðferð landlæknis á kvörtun hans til embættisins árið 2009. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni ber skoðanir sínar á borð fyrir landsmenn og efni hennar því flestum kunnugt. Eðli málsins samkvæmt getur landlæknir ekki fjallað efnislega um kvörtun Árna þar sem mál hans er enn í skoðun. Aftur á móti er í framhaldi greinar Árna Richards full ástæða til að lýsa fyrir lesendum málsmeðferð kvartana hjá Embætti landlæknis. Samkvæmt 12. grein laga um landlækni og lýðheilsu er heimilt „að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg. Kvörtun skal vera skrifleg og þar skal koma skýrt fram hvert sé tilefni hennar."Þverfaglegt teymi Þegar kvörtun berst Embætti landlæknis fer hún fyrir þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna og lögfræðinga sem greinir efni kvörtunarinnar og að hverjum hún beinist, heilbrigðisstarfsmanni, einum eða fleiri, eða stofnun. Kvartanda er send staðfesting á að kvörtun hans sé móttekin og úrvinnsla hennar fari í skilgreint ferli. Kvörtunin er síðan send þeim sem hún beinist að og hann beðinn um að gera grein fyrir málsatvikum og sínum sjónarmiðum. Aflað er allra nauðsynlegra gagna er varða málið. Umsögn óháðs sérfræðings um efni kvörtunarinnar og málavexti er mikilvægur hluti hinnar faglegu úrvinnslu. Hún er eftir því sem við á rituð af sérfræðingum sem starfa við embættið eða leitað er til sérfræðinga utan þess. Ætíð er metið hæfi þeirra sem fá málið til faglegrar úrvinnslu samkvæmt ákvæðum laga um stjórnsýslu. Þegar sérfræðingar hafa komist að niðurstöðu og skilað umsögnum eru þær sendar bæði til kvartanda og þess sem kvörtunin beinist að þannig að þeir hafi tök á að koma andmælum á framfæri telji þeir þörf á. Þau rök sem fram koma í andmælunum eru tekin til skoðunar og metið hvort þau hafi áhrif á álit landlæknis, sem hann ritar að lokinni málsmeðferð. Álitið er sent til allra aðila. Samkvæmt lögum geta þeir kært málsmeðferð embættisins til velferðarráðuneytisins en ekki hina efnislegu niðurstöðu embættisins í málinu. Starfsfólk embættisins vinnur úr kvörtunarmálum ítarlega og faglega með lögfræðilegri ráðgjöf um rétta og sanngjarna málsmeðferð.Óvíst um fullkomna sátt Það er augljóst að óvíst er að fullkomin sátt verði um niðurstöðu jafn flókinnar málsmeðferðar og hér er lýst. Málsaðili getur einatt fundið hjá sér ástæðu til að vera ósáttur við niðurstöðuna, hvort sem hann er heilbrigðisstarfsmaður sem kvartað er undan eða sá sem kvartar. Í þessu samhengi vill landlæknir leggja áherslu á að starfsmenn embættisins og þeir sérfræðingar sem embættið leitar til leggja sig alla fram um að vinna heiðarlega og af trúmennsku við úrvinnslu allra kvartana. Aftur á móti er mikil hætta á að æ erfiðara verði að fá sérfræðinga hér á landi til að taka að sér að gefa álit á flóknum læknisfræðilegum úrlausnarefnum ef þeir eiga von á að fá yfir sig ásakanir á borð við þær sem Árni Richard hefur í frammi í Fréttablaðinu nú 27. desember. Landlæknir kveinkar sér ekki undan málefnalegri umræðu um störf embættisins. Uppbyggileg gagnrýni getur stutt viðleitni starfsmanna til að gera gott starf betra. Ásakanir um gróf mannréttindabrot af hálfu embættisins dæma sig aftur á móti sjálfar. Þær endurspegla þó eðli þeirra flóknu viðfangsefna sem starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess eru að glíma við á hverjum degi. Landlæknir fullvissar landsmenn um að í þeirri vinnu hefur hann, starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess það eitt að leiðarljósi að vinna af trúmennsku og heiðarleika í samræmi við lögbundið hlutverk embættisins, í þágu lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þriðja dag jóla birtist í leiðaraopnu Fréttablaðsins grein Árna Richards Árnasonar um málsmeðferð landlæknis á kvörtun hans til embættisins árið 2009. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni ber skoðanir sínar á borð fyrir landsmenn og efni hennar því flestum kunnugt. Eðli málsins samkvæmt getur landlæknir ekki fjallað efnislega um kvörtun Árna þar sem mál hans er enn í skoðun. Aftur á móti er í framhaldi greinar Árna Richards full ástæða til að lýsa fyrir lesendum málsmeðferð kvartana hjá Embætti landlæknis. Samkvæmt 12. grein laga um landlækni og lýðheilsu er heimilt „að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg. Kvörtun skal vera skrifleg og þar skal koma skýrt fram hvert sé tilefni hennar."Þverfaglegt teymi Þegar kvörtun berst Embætti landlæknis fer hún fyrir þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna og lögfræðinga sem greinir efni kvörtunarinnar og að hverjum hún beinist, heilbrigðisstarfsmanni, einum eða fleiri, eða stofnun. Kvartanda er send staðfesting á að kvörtun hans sé móttekin og úrvinnsla hennar fari í skilgreint ferli. Kvörtunin er síðan send þeim sem hún beinist að og hann beðinn um að gera grein fyrir málsatvikum og sínum sjónarmiðum. Aflað er allra nauðsynlegra gagna er varða málið. Umsögn óháðs sérfræðings um efni kvörtunarinnar og málavexti er mikilvægur hluti hinnar faglegu úrvinnslu. Hún er eftir því sem við á rituð af sérfræðingum sem starfa við embættið eða leitað er til sérfræðinga utan þess. Ætíð er metið hæfi þeirra sem fá málið til faglegrar úrvinnslu samkvæmt ákvæðum laga um stjórnsýslu. Þegar sérfræðingar hafa komist að niðurstöðu og skilað umsögnum eru þær sendar bæði til kvartanda og þess sem kvörtunin beinist að þannig að þeir hafi tök á að koma andmælum á framfæri telji þeir þörf á. Þau rök sem fram koma í andmælunum eru tekin til skoðunar og metið hvort þau hafi áhrif á álit landlæknis, sem hann ritar að lokinni málsmeðferð. Álitið er sent til allra aðila. Samkvæmt lögum geta þeir kært málsmeðferð embættisins til velferðarráðuneytisins en ekki hina efnislegu niðurstöðu embættisins í málinu. Starfsfólk embættisins vinnur úr kvörtunarmálum ítarlega og faglega með lögfræðilegri ráðgjöf um rétta og sanngjarna málsmeðferð.Óvíst um fullkomna sátt Það er augljóst að óvíst er að fullkomin sátt verði um niðurstöðu jafn flókinnar málsmeðferðar og hér er lýst. Málsaðili getur einatt fundið hjá sér ástæðu til að vera ósáttur við niðurstöðuna, hvort sem hann er heilbrigðisstarfsmaður sem kvartað er undan eða sá sem kvartar. Í þessu samhengi vill landlæknir leggja áherslu á að starfsmenn embættisins og þeir sérfræðingar sem embættið leitar til leggja sig alla fram um að vinna heiðarlega og af trúmennsku við úrvinnslu allra kvartana. Aftur á móti er mikil hætta á að æ erfiðara verði að fá sérfræðinga hér á landi til að taka að sér að gefa álit á flóknum læknisfræðilegum úrlausnarefnum ef þeir eiga von á að fá yfir sig ásakanir á borð við þær sem Árni Richard hefur í frammi í Fréttablaðinu nú 27. desember. Landlæknir kveinkar sér ekki undan málefnalegri umræðu um störf embættisins. Uppbyggileg gagnrýni getur stutt viðleitni starfsmanna til að gera gott starf betra. Ásakanir um gróf mannréttindabrot af hálfu embættisins dæma sig aftur á móti sjálfar. Þær endurspegla þó eðli þeirra flóknu viðfangsefna sem starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess eru að glíma við á hverjum degi. Landlæknir fullvissar landsmenn um að í þeirri vinnu hefur hann, starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess það eitt að leiðarljósi að vinna af trúmennsku og heiðarleika í samræmi við lögbundið hlutverk embættisins, í þágu lands og þjóðar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun