Meiri aga í efnahagsmálum Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp bandarískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauðsyn meiri aga. Meiri agi í efnahagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almannafjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þúsund heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu". Það er ekki agi í efnahagsmálum. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kauphækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í samfélaginu en í ljósi vona um framtíðarvöxt. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evrópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bankar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytendaverndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrirtæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangsefni að dylja slóð peninga í skattaskjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmálamennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norðmanna sem fyrirmyndar um samfélög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkaðar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvíslegum „hlutum" og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðkast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðilar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefnilega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmálamönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp bandarískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauðsyn meiri aga. Meiri agi í efnahagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almannafjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þúsund heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu". Það er ekki agi í efnahagsmálum. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kauphækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í samfélaginu en í ljósi vona um framtíðarvöxt. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evrópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bankar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytendaverndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrirtæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangsefni að dylja slóð peninga í skattaskjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmálamennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norðmanna sem fyrirmyndar um samfélög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkaðar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvíslegum „hlutum" og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðkast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðilar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefnilega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmálamönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun