Loftslagsvandinn kallar á þátttöku kvenna 19. desember 2012 06:00 Áhrif loftslagsbreytinga koma misjafnt niður á samfélögum og þjóðfélagshópum. Loftslagsbreytingar hafa líka ólík áhrif á kynin. Þetta á sérstaklega við í fátækari ríkjum, þar sem konur bera meginábyrgð á því að afla eldiviðar og drykkjarvatns fyrir heimilin og sinna bústörfum í meiri mæli en karlar. Þetta eru verk sem loftslagsbreytingar gera þyngri. Ísland hefur undanfarin ár haldið þessum sjónarmiðum á loft í alþjóðlegum viðræðum um Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna og er nú svo komið að kynjasjónarmið hafa verið ofin víða inn í ákvarðanir samningsins. Þetta þýðir ekki að líta eigi á konur fyrst og fremst sem þolendur loftslagsbreytinga. Konur eiga og verða að vera virkir gerendur í stefnumótun og verkefnum í loftslagsmálum. Einfalt og skýrt skref í þá átt er að tryggja jafna aðkomu kynjanna að viðræðum innan Loftslagssamningsins. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt sérstök ákvörðun um jafnréttismál, sem gengur fyrst og fremst út á að tryggja jafna þátttöku kynjanna í samningavinnunni. Konur eru um þriðjungur fulltrúa í sendinefndum ríkja á fundum loftslagssamningsins og í forsvari fyrir aðeins fjórðung sendinefndanna. Ísland var meðal flutningsmanna tillögunnar sem var unnin að frumkvæði Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og sýnir vel hverju öflugar konur geta komið til leiðar. Orð eru til alls fyrst en aðgerða er þörf. Í Doha kynntu fulltrúar Íslands verkefni sem unnið hefur verið í samstarfi við Úganda, sem miðar að því að þjálfa starfsmenn héraðsstjórna í að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, þannig að tillit sé tekið til ólíkra hlutverka og hlutskipta kynjanna. Um 80% íbúa Úganda stunda sjálfsþurftarbúskap, sem loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á. Konur sinna þeim störfum frekar en karlar, sem oft vinna frekar utan heimilisins. Byrðar loftslagsbreytinga lenda því í ríkari mæli á konum en körlum og viðbrögð stjórnvalda þurfa að endurspegla þá staðreynd. Viðbrögð við loftslagsvánni kalla á atbeina allra, af báðum kynjum. Þar þarf að stuðla að jafnrétti og aukinni virkni kvenna. Við megum vera stolt af aðkomu Íslands við að efla hlut kvenna í þessu risavaxna hagsmunamáli alls mannkyns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga koma misjafnt niður á samfélögum og þjóðfélagshópum. Loftslagsbreytingar hafa líka ólík áhrif á kynin. Þetta á sérstaklega við í fátækari ríkjum, þar sem konur bera meginábyrgð á því að afla eldiviðar og drykkjarvatns fyrir heimilin og sinna bústörfum í meiri mæli en karlar. Þetta eru verk sem loftslagsbreytingar gera þyngri. Ísland hefur undanfarin ár haldið þessum sjónarmiðum á loft í alþjóðlegum viðræðum um Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna og er nú svo komið að kynjasjónarmið hafa verið ofin víða inn í ákvarðanir samningsins. Þetta þýðir ekki að líta eigi á konur fyrst og fremst sem þolendur loftslagsbreytinga. Konur eiga og verða að vera virkir gerendur í stefnumótun og verkefnum í loftslagsmálum. Einfalt og skýrt skref í þá átt er að tryggja jafna aðkomu kynjanna að viðræðum innan Loftslagssamningsins. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt sérstök ákvörðun um jafnréttismál, sem gengur fyrst og fremst út á að tryggja jafna þátttöku kynjanna í samningavinnunni. Konur eru um þriðjungur fulltrúa í sendinefndum ríkja á fundum loftslagssamningsins og í forsvari fyrir aðeins fjórðung sendinefndanna. Ísland var meðal flutningsmanna tillögunnar sem var unnin að frumkvæði Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og sýnir vel hverju öflugar konur geta komið til leiðar. Orð eru til alls fyrst en aðgerða er þörf. Í Doha kynntu fulltrúar Íslands verkefni sem unnið hefur verið í samstarfi við Úganda, sem miðar að því að þjálfa starfsmenn héraðsstjórna í að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, þannig að tillit sé tekið til ólíkra hlutverka og hlutskipta kynjanna. Um 80% íbúa Úganda stunda sjálfsþurftarbúskap, sem loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á. Konur sinna þeim störfum frekar en karlar, sem oft vinna frekar utan heimilisins. Byrðar loftslagsbreytinga lenda því í ríkari mæli á konum en körlum og viðbrögð stjórnvalda þurfa að endurspegla þá staðreynd. Viðbrögð við loftslagsvánni kalla á atbeina allra, af báðum kynjum. Þar þarf að stuðla að jafnrétti og aukinni virkni kvenna. Við megum vera stolt af aðkomu Íslands við að efla hlut kvenna í þessu risavaxna hagsmunamáli alls mannkyns.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar