Að æfa sig í foreldrahlutverkinu 18. desember 2012 06:00 Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn". Verkefnið, sem er vinsælt hjá nemendum, felst í því að drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn" allan sólarhringinn í tvo daga. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Kennsluaðferðin er sú sem hentar flestum, að læra með því að gera. Þátttaka drengja og stúlkna er nálægt því jöfn og er því um jákvætt jafnréttisverkefni að ræða. Markmiðið með „Hugsað um barn" raunveruleikanáminu er gera einstaklinga meðvitaða um þá ábyrgð og álag sem fylgir því að annast ungbarn, en vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast. Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, fjölluðu um verkefnið „Hugsað um barn" í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur verkefnisins. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hugmyndir um foreldrahlutverkið. Foreldrar voru almennt ánægðir með verkefnið, töldu það hafa góð áhrif á samskipi þeirra við unglingana og það opnaði fyrir umræður um kynferðismál." Í aukinni hættu Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu á námserfiðleikum og eins eru þau í meiri hættu á að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hjúkrunarfræði- og kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið í námi sínu. Allir hóparnir mæla með verkefninu. Verkefnið hlaut fjórar tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2009. Rauði kross Íslands og Brekkubæjarskóli hlutu tilnefningu fyrir þátttöku í verkefninu. Einnig hlaut verkefnið tilnefningu árin 2005 og 2006. Foreldrahelgarnar eru alltaf jafn skemmtilegar. Krakkarnir stofna oft til foreldrahópa þar sem þeir koma saman með börnin. Stelpurnar eru yfirleitt mun spenntari en strákarnir fyrir helgina, en útkoman er yfirleitt þannig að þeir eru mjög ánægðir að helginni lokinni. Ég varð vör við það þegar ég þurfti að fara að aðstoða einn strák með barnið sitt, sem honum fannst gráta full mikið, að á heimili hans voru saman komnir nokkrir bekkjarfélagar. Þeir sátu saman inni í herbegi og voru að dást að barni hver annars. Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það verða til tækifæri fyrir innihaldsrík samskipti. Reynsla unglingsins af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið" og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum kemur til hugar er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins. Einnig er ómetanlegt að nota áhuga nemenda á málefninu í umræðu um mikilvægi heilbrigðis í bráð og lengd, þeim og börnum þeirra í framtíðinni til heilla. Unglingar kynnast því hvernig það er að vera „foreldri" í stuttan tíma og ábyrgðinni og álaginu sem því fylgir að fullnægja þörfum ungbarns og þeir fá fræðslu um kynheilbrigði út frá víðara sjónarhorni en hefur verið hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn". Verkefnið, sem er vinsælt hjá nemendum, felst í því að drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn" allan sólarhringinn í tvo daga. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Kennsluaðferðin er sú sem hentar flestum, að læra með því að gera. Þátttaka drengja og stúlkna er nálægt því jöfn og er því um jákvætt jafnréttisverkefni að ræða. Markmiðið með „Hugsað um barn" raunveruleikanáminu er gera einstaklinga meðvitaða um þá ábyrgð og álag sem fylgir því að annast ungbarn, en vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast. Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, fjölluðu um verkefnið „Hugsað um barn" í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur verkefnisins. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hugmyndir um foreldrahlutverkið. Foreldrar voru almennt ánægðir með verkefnið, töldu það hafa góð áhrif á samskipi þeirra við unglingana og það opnaði fyrir umræður um kynferðismál." Í aukinni hættu Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu á námserfiðleikum og eins eru þau í meiri hættu á að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hjúkrunarfræði- og kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið í námi sínu. Allir hóparnir mæla með verkefninu. Verkefnið hlaut fjórar tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2009. Rauði kross Íslands og Brekkubæjarskóli hlutu tilnefningu fyrir þátttöku í verkefninu. Einnig hlaut verkefnið tilnefningu árin 2005 og 2006. Foreldrahelgarnar eru alltaf jafn skemmtilegar. Krakkarnir stofna oft til foreldrahópa þar sem þeir koma saman með börnin. Stelpurnar eru yfirleitt mun spenntari en strákarnir fyrir helgina, en útkoman er yfirleitt þannig að þeir eru mjög ánægðir að helginni lokinni. Ég varð vör við það þegar ég þurfti að fara að aðstoða einn strák með barnið sitt, sem honum fannst gráta full mikið, að á heimili hans voru saman komnir nokkrir bekkjarfélagar. Þeir sátu saman inni í herbegi og voru að dást að barni hver annars. Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það verða til tækifæri fyrir innihaldsrík samskipti. Reynsla unglingsins af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið" og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum kemur til hugar er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins. Einnig er ómetanlegt að nota áhuga nemenda á málefninu í umræðu um mikilvægi heilbrigðis í bráð og lengd, þeim og börnum þeirra í framtíðinni til heilla. Unglingar kynnast því hvernig það er að vera „foreldri" í stuttan tíma og ábyrgðinni og álaginu sem því fylgir að fullnægja þörfum ungbarns og þeir fá fræðslu um kynheilbrigði út frá víðara sjónarhorni en hefur verið hingað til.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun