Svo fáir voru þeir… Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust. Af þeim fáu, sem tjáð hafa sig með skiljanlegum rökum þykir mér einkum og sér í lagi rík ástæða til þess að svara þeim Karli Sigfússyni og Guðmundi Andra Thorssyni. Þeim þakka ég. Ánægjulegt að eiga við þá orðastað. Hrunið og aldurshóparnir Í grein sinni sýnir Karl skilmerkilega hvernig hrunið hefur leikið ýmsa aldurshópa þegar einvörðungu er skoðuð bókfærð eignastaða þeirra. Þar kemur m.a. fram, að eignastöðu ungs fólks hefur hrakað meira en eignastöðu eldra fólks skv. skattframtölum meðan eignaverð hefur haldist óbreytt og nettóeignin því farið minnkandi – og jafnvel orðið minni en engin. Allt er það rétt og satt. Ástæðan? Hún er einfaldlega sú, að ungt fólk í blóma lífsins skuldaði meira en gamla fólkið á sínu ævikvöldi. Þegar bókfærðar skuldir jukust vegna hruns ónýtrar myntar hækkuðu bókfærðar skuldir í hrunkrónunni mest hjá þeim sem mest skulduðu – en minna hjá hinum sem höfðu að mestu greitt sínar skuldir á langri ævi. Niðurstaðan hefur óhjákvæmilega orðið sú, að eignastaða ungs fólks hefur versnað en sýnist hafa batnað hjá gamla fólkinu – en mæld í miklu verðminni krónum en var fyrir hrun. Mæld í nær ónýtri mynt. Þegar prósentureikningur er svo brúkaður virðast eignir eldra fólks vera orðnar stærri hluti heildarbókfærðra eigna en áður var. Karl lætur í það skína, að þarna hafi eignir verið fluttar frá ungu fólki til þeirra eldri. Slíkt er fjarstæða. Enginn slíkur eignaflutningur hefur átt sér stað milli kynslóða. „Prósentan er vond fyrir bændur", sagði Sveinn gamli þingmaður í Firði. Góður verkfræðingur má ekki teygja prósentureikninginn langt út yfir rifmörk. Áhrifin á lífeyrisréttinn Einna stærstur hluti eigna eldri kynslóðarinnar er lífeyrisrétturinn. Hann er ekki bókfærður hjá ríkisskattstjóra. Hversu mikil eignaskerðing varð á þeim rétti vegna hrunsins? Hversu mikilli tekjuskerðingu hefur sú eignaskerðing valdið gömlu fólki nú þegar – og hversu mikil á hún eftir að verða? Hversu stór hópur eldra – og yngra – fólks hefur tapað öllum sparnaði sínum vegna hruns peningamarkaðssjóðanna og hverjir stjórnuðu þeim? Hve margt fólk í sjávarbyggðunum kringum landið situr nú uppi eignalaust eða eignalítið vegna brasks nokkurra einstaklinga með sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Telst það ekki vera „forsendubrestur"? Á unga kynslóðin þá að bæta hinni eldri tjónið – nú eða höfuðborgarbúar eignatap fólks sjávarbyggðanna? Ef ekki á þá eldri kynslóðin frekar að bæta tjón þeirra yngri eða íbúar Raufarhafna þessa lands íbúum á höfuðborgarsvæðinu sinn „forsendubrest"? Allir urðu fyrir tjóni Við skulum kalla hrunið hrun en ekki „svokallað hrun" eða „forsendubrest". Hrunið hefur valdið öllum íbúum þessa lands gífurlegu tjóni, bæði ungum og gömlum. Unga fólkið á sér þó tækifærin fram undan. Það á lífið fram undan með öllum sínum möguleikum til sóknar til betri lífskjara og ugglaust mun sú barátta skila árangri. Hún er nú þegar farin að gera það. Gamla fólkið á lífið að baki. Engin ný tækifæri bíða þess – hvorki hér á landi né annars staðar. Það verður einfaldlega að taka því sem á það hrynur eins og hverju öðru hundsbiti. Getur það virkilega verið að fólk eins og Karl Sigfússon og Guðmundur Andri Thorsson ætlist til þess að yngra fólki sé bættur skaði þess með því að skerða enn frekar en orðið er lífeyrisréttindi „afa og ömmu"? Viðbrögð hinna sjálfhverfu „Sjálfhverfa kynslóðin" er ekki samnefni „hrunkynslóðar". Sjálfhverft er fólkið af því það er stöðugt talandi um eigin hag og eigin vandamál en lætur sig aðra litlu varða. Á þessu vildi ég vekja athygli, um þetta vildi ég tala og hef gert. Fyrir það dynja nú á mér skammirnar. Frá hverjum? Frá þessu hinu sama fólki. Ég bjóst við því. Ég er ekkert hræddur við það. Mér þykir tjáningarréttur minn vera meira virði. En Karl Sigfússon og Guðmundur Andri. Hafið þið þökk fyrir ykkar skrif. Þau voru efnisleg og málefnaleg. Tveir einstaklingar af öllum þessum fjölda. Svo fáir voru þeir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust. Af þeim fáu, sem tjáð hafa sig með skiljanlegum rökum þykir mér einkum og sér í lagi rík ástæða til þess að svara þeim Karli Sigfússyni og Guðmundi Andra Thorssyni. Þeim þakka ég. Ánægjulegt að eiga við þá orðastað. Hrunið og aldurshóparnir Í grein sinni sýnir Karl skilmerkilega hvernig hrunið hefur leikið ýmsa aldurshópa þegar einvörðungu er skoðuð bókfærð eignastaða þeirra. Þar kemur m.a. fram, að eignastöðu ungs fólks hefur hrakað meira en eignastöðu eldra fólks skv. skattframtölum meðan eignaverð hefur haldist óbreytt og nettóeignin því farið minnkandi – og jafnvel orðið minni en engin. Allt er það rétt og satt. Ástæðan? Hún er einfaldlega sú, að ungt fólk í blóma lífsins skuldaði meira en gamla fólkið á sínu ævikvöldi. Þegar bókfærðar skuldir jukust vegna hruns ónýtrar myntar hækkuðu bókfærðar skuldir í hrunkrónunni mest hjá þeim sem mest skulduðu – en minna hjá hinum sem höfðu að mestu greitt sínar skuldir á langri ævi. Niðurstaðan hefur óhjákvæmilega orðið sú, að eignastaða ungs fólks hefur versnað en sýnist hafa batnað hjá gamla fólkinu – en mæld í miklu verðminni krónum en var fyrir hrun. Mæld í nær ónýtri mynt. Þegar prósentureikningur er svo brúkaður virðast eignir eldra fólks vera orðnar stærri hluti heildarbókfærðra eigna en áður var. Karl lætur í það skína, að þarna hafi eignir verið fluttar frá ungu fólki til þeirra eldri. Slíkt er fjarstæða. Enginn slíkur eignaflutningur hefur átt sér stað milli kynslóða. „Prósentan er vond fyrir bændur", sagði Sveinn gamli þingmaður í Firði. Góður verkfræðingur má ekki teygja prósentureikninginn langt út yfir rifmörk. Áhrifin á lífeyrisréttinn Einna stærstur hluti eigna eldri kynslóðarinnar er lífeyrisrétturinn. Hann er ekki bókfærður hjá ríkisskattstjóra. Hversu mikil eignaskerðing varð á þeim rétti vegna hrunsins? Hversu mikilli tekjuskerðingu hefur sú eignaskerðing valdið gömlu fólki nú þegar – og hversu mikil á hún eftir að verða? Hversu stór hópur eldra – og yngra – fólks hefur tapað öllum sparnaði sínum vegna hruns peningamarkaðssjóðanna og hverjir stjórnuðu þeim? Hve margt fólk í sjávarbyggðunum kringum landið situr nú uppi eignalaust eða eignalítið vegna brasks nokkurra einstaklinga með sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Telst það ekki vera „forsendubrestur"? Á unga kynslóðin þá að bæta hinni eldri tjónið – nú eða höfuðborgarbúar eignatap fólks sjávarbyggðanna? Ef ekki á þá eldri kynslóðin frekar að bæta tjón þeirra yngri eða íbúar Raufarhafna þessa lands íbúum á höfuðborgarsvæðinu sinn „forsendubrest"? Allir urðu fyrir tjóni Við skulum kalla hrunið hrun en ekki „svokallað hrun" eða „forsendubrest". Hrunið hefur valdið öllum íbúum þessa lands gífurlegu tjóni, bæði ungum og gömlum. Unga fólkið á sér þó tækifærin fram undan. Það á lífið fram undan með öllum sínum möguleikum til sóknar til betri lífskjara og ugglaust mun sú barátta skila árangri. Hún er nú þegar farin að gera það. Gamla fólkið á lífið að baki. Engin ný tækifæri bíða þess – hvorki hér á landi né annars staðar. Það verður einfaldlega að taka því sem á það hrynur eins og hverju öðru hundsbiti. Getur það virkilega verið að fólk eins og Karl Sigfússon og Guðmundur Andri Thorsson ætlist til þess að yngra fólki sé bættur skaði þess með því að skerða enn frekar en orðið er lífeyrisréttindi „afa og ömmu"? Viðbrögð hinna sjálfhverfu „Sjálfhverfa kynslóðin" er ekki samnefni „hrunkynslóðar". Sjálfhverft er fólkið af því það er stöðugt talandi um eigin hag og eigin vandamál en lætur sig aðra litlu varða. Á þessu vildi ég vekja athygli, um þetta vildi ég tala og hef gert. Fyrir það dynja nú á mér skammirnar. Frá hverjum? Frá þessu hinu sama fólki. Ég bjóst við því. Ég er ekkert hræddur við það. Mér þykir tjáningarréttur minn vera meira virði. En Karl Sigfússon og Guðmundur Andri. Hafið þið þökk fyrir ykkar skrif. Þau voru efnisleg og málefnaleg. Tveir einstaklingar af öllum þessum fjölda. Svo fáir voru þeir.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar