Opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana Eva Hauksdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Í júlí síðastliðnum sátu undirritaðar stofnfund Félags áhugamanna um málefni flóttafólks. Eitt verkefna félagsins er að kanna hvort grunur um að útlendingum sé mismunað í réttarkerfinu sé á rökum reistur en af þeim dómum sem aðgengilegir eru á vefsíðu dómstólanna, er helst að sjá að dómar í skjalafalsmálum séu þyngri þegar útlendingar eiga í hlut. Til að draga þá ályktun þurfa þó fleiri gögn að liggja fyrir og var því send beiðni á Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, um afrit af öllum dómum sem fallið hefðu í skjalafalsmálum við dómstólinn á árunum 2002-2005. Tekið skal fram að þessi beiðni var ekki sett fram í nafni félagsins. Þremur vikum síðar var erindinu svarað á þá leið að sá sem óskaði eftir afriti af dómum yrði að sýna fram á að hann hefði lögvarinna hagsmuna að gæta, auk þess sem greiða þyrfti 250 kr. fyrir hvert blað. Sendandi bréfsins mótmælti með þeim rökum að dómar væru opinber gögn sem ættu að vera öllum aðgengilegir. Auk þess var farið fram á rökstuðning fyrir þessari upphæð, þar sem ekkert í lögum bendir til þess að þessi gjaldtaka sé heimil. Dómstjórinn féllst að lokum á að ekki þyrfti að sýna fram á lögvarða hagsmuni en hélt fast við gjaldtöku upp á 250 kr. á blað með vísan í lög um aukatekjur ríkissjóðs. Í umræddum lögum er þó ekki vikið einu orði að dómum í sakamálum, heldur er fjallað um dómgerðir í einkamálum og fullnusturétti svo sem aðfararbeiðnir, gjaldþrotaskipti, skilnaðarmál, forsjármál og matsbeiðnir. Við höfnuðum því þess vegna að gjaldtakan ætti við um sakamál auk þess að benda á að samkvæmt anda laganna og stjórnarskrárinnar væri eðlilegast að líta á dóma sem grunngögn lýðræðisins og þeir ættu því að falla undir upplýsingalög. Þessi túlkun fær stuðning í ýmsum gögnum meðal annars í gjaldskránni sem héraðsdómur vísar í, en þar er sérstaklega tekið fram að engin gjöld skuli taka í einkarefsimálum. Hvorki dómstjórinn né aðrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjaness hafa svarað þessum rökum, heldur vísa enn og aftur í reglur dómstólaráðs og lög um aukatekjur ríkissjóðs; gögn sem fjalla alls ekki um dóma í sakamálum. Þessi samskipti við Héraðsdóm Reykjaness vekja margar spurningar, þar á meðal þessar:Hvers vegna segir dómstjóri leikmanni sem biður um afrit af dómum að hann eigi ekki rétt á slíkum gögnum nema geta sýnt fram á lögvarða hagsmuni?Hversu margir hafa gefist upp á því að kynna sér dóma eftir að hafa fengið þessar röngu upplýsingar hjá dómstólum?Hvernig samræmast þessi vinnubrögð leiðbeiningarskyldu dómstjóra?Hvers vegna telja starfsmenn dómstólsins sér ekki skylt að útskýra með hvaða rökum þeir álíta að lög um aukatekjur ríkissjóðs nái yfir mál sem hvergi eru nefnd í þeim lögum?Ef dómar falla ekki undir upplýsingalög eins og önnur grunngögn sem talin eru mikilvæg fyrir lýðræðið, hvernig í ósköpunum eru þeir þá flokkaðir? Mikilvægasta spurningin er þó þessi:Hvernig ber að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar um að sakamálaréttarfar skuli vera opinbert ef ekki á þann veg að allir skuli, óháð fjárhagsstöðu sinni, eiga jafnan rétt til upplýsinga um opinber mál? Það samræmist ekki lýðræðislegri stjórnsýslu að almenningur þurfi að greiða meira en prentkostnað fyrir grunngögn sem skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Ef til vill eru 250 kr. ekki há fjárhæð fyrir þá sem biðja um afrit af örfáum blaðsíðum en þegar um er að ræða umfangsmikil mál getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda. Ætla má að flestir hafi hingað til sætt sig gagnrýnislaust við þetta gjald en hér er um að ræða slíkt hagsmunamál fyrir almenning að við höfum einsett okkur að fá botn í það hver réttur dómstóla til gjaldtöku er í raun. Málið var því kært til fjármálaráðuneytisins um miðjan september þar sem það er nú til skoðunar. Mikilvægt er að stjórnvöld og embættismenn átti sig á því að opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana. Þær eru eign almennings og í lýðræðisríki eiga leikmenn sem óska eftir afritum af opinberum gögnum að fá þau afhent undanbragðalaust. Þeir eiga ekki að þurfa að leggjast í lagalestur eða leita sér lögfræðiaðstoðar til þess að fá rétti sínum framgengt og það er með öllu óþolandi að slík vinnubrögð skuli viðgangast hjá dómstólum. Kæran til fjármálaráðuneytisins er almenningi aðgengileg á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/15xesOmwxNd8YU-3XNC5r-GeCNQPJlx_-URNoBCUbqiw/edit en þar er gerð nánari grein fyrir rökstuðningi okkar. Öll bréfasamskipti við Héraðsdóm Reykjaness sem vísað er til í þessari grein er að finna á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/136OU4dat7a_OO2rXqNVC6kK91j-pWoHOGfOZszzvXkI/edit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í júlí síðastliðnum sátu undirritaðar stofnfund Félags áhugamanna um málefni flóttafólks. Eitt verkefna félagsins er að kanna hvort grunur um að útlendingum sé mismunað í réttarkerfinu sé á rökum reistur en af þeim dómum sem aðgengilegir eru á vefsíðu dómstólanna, er helst að sjá að dómar í skjalafalsmálum séu þyngri þegar útlendingar eiga í hlut. Til að draga þá ályktun þurfa þó fleiri gögn að liggja fyrir og var því send beiðni á Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, um afrit af öllum dómum sem fallið hefðu í skjalafalsmálum við dómstólinn á árunum 2002-2005. Tekið skal fram að þessi beiðni var ekki sett fram í nafni félagsins. Þremur vikum síðar var erindinu svarað á þá leið að sá sem óskaði eftir afriti af dómum yrði að sýna fram á að hann hefði lögvarinna hagsmuna að gæta, auk þess sem greiða þyrfti 250 kr. fyrir hvert blað. Sendandi bréfsins mótmælti með þeim rökum að dómar væru opinber gögn sem ættu að vera öllum aðgengilegir. Auk þess var farið fram á rökstuðning fyrir þessari upphæð, þar sem ekkert í lögum bendir til þess að þessi gjaldtaka sé heimil. Dómstjórinn féllst að lokum á að ekki þyrfti að sýna fram á lögvarða hagsmuni en hélt fast við gjaldtöku upp á 250 kr. á blað með vísan í lög um aukatekjur ríkissjóðs. Í umræddum lögum er þó ekki vikið einu orði að dómum í sakamálum, heldur er fjallað um dómgerðir í einkamálum og fullnusturétti svo sem aðfararbeiðnir, gjaldþrotaskipti, skilnaðarmál, forsjármál og matsbeiðnir. Við höfnuðum því þess vegna að gjaldtakan ætti við um sakamál auk þess að benda á að samkvæmt anda laganna og stjórnarskrárinnar væri eðlilegast að líta á dóma sem grunngögn lýðræðisins og þeir ættu því að falla undir upplýsingalög. Þessi túlkun fær stuðning í ýmsum gögnum meðal annars í gjaldskránni sem héraðsdómur vísar í, en þar er sérstaklega tekið fram að engin gjöld skuli taka í einkarefsimálum. Hvorki dómstjórinn né aðrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjaness hafa svarað þessum rökum, heldur vísa enn og aftur í reglur dómstólaráðs og lög um aukatekjur ríkissjóðs; gögn sem fjalla alls ekki um dóma í sakamálum. Þessi samskipti við Héraðsdóm Reykjaness vekja margar spurningar, þar á meðal þessar:Hvers vegna segir dómstjóri leikmanni sem biður um afrit af dómum að hann eigi ekki rétt á slíkum gögnum nema geta sýnt fram á lögvarða hagsmuni?Hversu margir hafa gefist upp á því að kynna sér dóma eftir að hafa fengið þessar röngu upplýsingar hjá dómstólum?Hvernig samræmast þessi vinnubrögð leiðbeiningarskyldu dómstjóra?Hvers vegna telja starfsmenn dómstólsins sér ekki skylt að útskýra með hvaða rökum þeir álíta að lög um aukatekjur ríkissjóðs nái yfir mál sem hvergi eru nefnd í þeim lögum?Ef dómar falla ekki undir upplýsingalög eins og önnur grunngögn sem talin eru mikilvæg fyrir lýðræðið, hvernig í ósköpunum eru þeir þá flokkaðir? Mikilvægasta spurningin er þó þessi:Hvernig ber að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar um að sakamálaréttarfar skuli vera opinbert ef ekki á þann veg að allir skuli, óháð fjárhagsstöðu sinni, eiga jafnan rétt til upplýsinga um opinber mál? Það samræmist ekki lýðræðislegri stjórnsýslu að almenningur þurfi að greiða meira en prentkostnað fyrir grunngögn sem skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Ef til vill eru 250 kr. ekki há fjárhæð fyrir þá sem biðja um afrit af örfáum blaðsíðum en þegar um er að ræða umfangsmikil mál getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda. Ætla má að flestir hafi hingað til sætt sig gagnrýnislaust við þetta gjald en hér er um að ræða slíkt hagsmunamál fyrir almenning að við höfum einsett okkur að fá botn í það hver réttur dómstóla til gjaldtöku er í raun. Málið var því kært til fjármálaráðuneytisins um miðjan september þar sem það er nú til skoðunar. Mikilvægt er að stjórnvöld og embættismenn átti sig á því að opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana. Þær eru eign almennings og í lýðræðisríki eiga leikmenn sem óska eftir afritum af opinberum gögnum að fá þau afhent undanbragðalaust. Þeir eiga ekki að þurfa að leggjast í lagalestur eða leita sér lögfræðiaðstoðar til þess að fá rétti sínum framgengt og það er með öllu óþolandi að slík vinnubrögð skuli viðgangast hjá dómstólum. Kæran til fjármálaráðuneytisins er almenningi aðgengileg á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/15xesOmwxNd8YU-3XNC5r-GeCNQPJlx_-URNoBCUbqiw/edit en þar er gerð nánari grein fyrir rökstuðningi okkar. Öll bréfasamskipti við Héraðsdóm Reykjaness sem vísað er til í þessari grein er að finna á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/136OU4dat7a_OO2rXqNVC6kK91j-pWoHOGfOZszzvXkI/edit
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar