Auðjöfur kaupir hlut í Orku Energy Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. nóvember 2012 16:00 Richard F. Chandler Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Orka Energy var stofnað snemma á síðasta ári. Eigandi þess Orka Energy Pte. Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapore. Það er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna þess. Í ágúst 2011 keypti Orka Energy félagið Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Kaupverðið var um 1,6 milljarðar króna fyrir allt hlutaféð miðað við það verð sem OR fékk fyrir sinn tæplega fimmtungshlut. Það keypti einnig aðrar eignir sem höfðu verið inni í útrásararmi OR, REI. Um er að ræða Iceland America Energy og fjórðungshlut í Envent Holding ehf., sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Enex-Kína, sem nú heitir Orka Energy China ehf., á 49 prósenta hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGE). Það vinnur að þróun, og til framtíðar rekstri, jarðvarmaorkuvera í Kína. Hitt 51 prósentið í félaginu er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, sem er fimmta stærsta fyrirtæki í heimi. Það er að öllu leyti í eigu kínverska ríkisins. Hjá SGE starfa um 260 manns og fyrirtækið hitar sem stendur upp um sex milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Það stefnir að því að auka þá hitaframleiðslu í 100 milljón fermetra fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Þann 20. apríl heimsótti fjölmenn sendinefnd Kínverja Ísland heim í tengslum við komu Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins. Á meðal þeirra sem hingað komu var stjórnarformaður Sinopec, Fui Chengyu. Hann og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifuðu við það tilefni undir samkomulag sem breikkaði samstarfsgrundvöll fyrirtækjanna tveggja umtalsvert. Í júní keypti RCC síðan 33 prósent í móðurfélagi Orku Energy. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var kaupverðið um tólf milljónir dala, 1,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu sem RCC sendi frá sér vegna þessa var haft eftir Richard F. Chandler, stjórnarformanni RCC, að félögin tvö hefðu sömu sýn á að virkja jarðvarmaorku. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Orku Energy, vildi ekki tjá sig um starfsemi fyrirtækisins umfram það sem fram kom í tilkynningu RCC í júní síðastliðnum. Forsetinn styður Orka Energy og Orka Energy styður forsetannÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur komið umtalsvert við sögu í samskiptum Orku Energy við kínverska fyrirtækið Sinopec. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins átti hann fund með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, í Singapore hinn 24. febrúar síðastliðinn. Þar ræddu þeir um "eflingu jarðhitanýtingar í Kína, á Filippseyjum og víðar". Þann 20. apríl birtist síðan önnur frétt á heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar segir að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að "Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir í Kína, sem m.a. felur í sér stærstu hitaveitur heims[…]Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við Ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið á Íslandi, að forgangsmáli í orkustefnu fyrirtækisins á komandi árum og áratugum". Orka Energy var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta síðastliðið sumar. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur í kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er í eigu Gunnars Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna.Fui Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifa undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu í apríl síðastliðnum. Forsætisráðherrarnir Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með. Illugi og Orka Energy Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Orka Energy var stofnað snemma á síðasta ári. Eigandi þess Orka Energy Pte. Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapore. Það er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna þess. Í ágúst 2011 keypti Orka Energy félagið Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Kaupverðið var um 1,6 milljarðar króna fyrir allt hlutaféð miðað við það verð sem OR fékk fyrir sinn tæplega fimmtungshlut. Það keypti einnig aðrar eignir sem höfðu verið inni í útrásararmi OR, REI. Um er að ræða Iceland America Energy og fjórðungshlut í Envent Holding ehf., sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Enex-Kína, sem nú heitir Orka Energy China ehf., á 49 prósenta hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGE). Það vinnur að þróun, og til framtíðar rekstri, jarðvarmaorkuvera í Kína. Hitt 51 prósentið í félaginu er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, sem er fimmta stærsta fyrirtæki í heimi. Það er að öllu leyti í eigu kínverska ríkisins. Hjá SGE starfa um 260 manns og fyrirtækið hitar sem stendur upp um sex milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Það stefnir að því að auka þá hitaframleiðslu í 100 milljón fermetra fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Þann 20. apríl heimsótti fjölmenn sendinefnd Kínverja Ísland heim í tengslum við komu Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins. Á meðal þeirra sem hingað komu var stjórnarformaður Sinopec, Fui Chengyu. Hann og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifuðu við það tilefni undir samkomulag sem breikkaði samstarfsgrundvöll fyrirtækjanna tveggja umtalsvert. Í júní keypti RCC síðan 33 prósent í móðurfélagi Orku Energy. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var kaupverðið um tólf milljónir dala, 1,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu sem RCC sendi frá sér vegna þessa var haft eftir Richard F. Chandler, stjórnarformanni RCC, að félögin tvö hefðu sömu sýn á að virkja jarðvarmaorku. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Orku Energy, vildi ekki tjá sig um starfsemi fyrirtækisins umfram það sem fram kom í tilkynningu RCC í júní síðastliðnum. Forsetinn styður Orka Energy og Orka Energy styður forsetannÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur komið umtalsvert við sögu í samskiptum Orku Energy við kínverska fyrirtækið Sinopec. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins átti hann fund með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, í Singapore hinn 24. febrúar síðastliðinn. Þar ræddu þeir um "eflingu jarðhitanýtingar í Kína, á Filippseyjum og víðar". Þann 20. apríl birtist síðan önnur frétt á heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar segir að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að "Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir í Kína, sem m.a. felur í sér stærstu hitaveitur heims[…]Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við Ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið á Íslandi, að forgangsmáli í orkustefnu fyrirtækisins á komandi árum og áratugum". Orka Energy var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta síðastliðið sumar. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur í kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er í eigu Gunnars Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna.Fui Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifa undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu í apríl síðastliðnum. Forsætisráðherrarnir Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira