Varnarsamvinna og Norðurlöndin Einar Benediktsson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Íslendingar eiga því láni að fagna á þessu herrans ári að ekki steðjar hætta að landinu af hernaðarógn. Öðru máli gegndi vissulega á árum kalda stríðsins þegar Ísland skipaði sér í varnarsamstarf lýðræðisþjóða í Atlanshafsbandalaginu. Aðildin varð mesta átakamál íslenskra stjórnmála en öfgaöfl á vinstri vængnum með Þjóðviljann sem málgagn börðust af ákefð gegn varnarliðinu og NATO sem tryggði friðinn. Og eitthvað eimir enn eftir af NATO-óvild, ef merkja má ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, í RÚV 30.11. um þátttöku Svía og Finna í loftrýmisgæslunni sem um samdist við brottför Bandaríkjahers héðan 2006. Norðurlandaríkin hafa stigið það spor, þeim og öðrum til gæfu og gagns, að eiga samstarf á sviði varnarmála á tímum umróts í heimsmálum. Upphaf þessa máls var skýrsla nefndar sem Thorvald Stoltenberg stýrði og er sögulegt frumkvæði um nýtt átak Norðurlandaríkjanna. Við brottför Bandaríkjahers frá Keflavík 2006 má heita að öll umræða á Íslandi um öryggismál hafi dottið í dúnalogn og margt tekið að falla í gleymsku. Friður eða alþjóðlegur stöðugleiki eru markmið, sem vinna verður að með þjóðum sem við eigum með hugsjónalega samleið um þjóðfélagslegt frelsi. Ekkert er sjálfgefið varðandi þá ógn, sem að kann að steðja og ræða ber á grundvelli greininga sem Íslendingar sjálfir geta lagt til. Þetta var eitt hlutverk Varnarmálastofnunar sem illu heilli var lögð niður. Raunveruleikinn býður ekki upp á annað en árvekni. Ísland er við norðurskautið, sem er ríkt af ónýttri orku, og þess er skammt að bíða að við verðum í alfaraleið mikilla sjóflutninga. Lega okkar dregur að sér aðra sem hér vilja varanlega aðstöðu og gætu gengið hart fram. Þá eru á ferðinni nýjar ógnir eins og skipulögð glæpastarfsemi, hryðjuverk, umhverfisslys og fjarskipta- eða netárásir. Orkuöryggi má heita lífsskilyrði í einangruðu landi. Í NATO eru Eistlendingar í broddi fylkingar varðandi samvinnu um netöryggi enda orðið fyrir árásum Rússa á því sviði. Árni Þór boðar skýrslu um þjóðaröryggi þar sem vænta má að sú eina sýnilega vernd sem við njótum, loftrýmiseftirlit af hálfu vinaríkja, verði afþökkuð. Hvernig verður samvinnu varðandi norðurskautið háttað? Vonandi sendi skáldið Huang Nabo okkur lokakveðjuna í Der Spiegel fyrir nokkrum dögum. Þá snertir aðild að ESB einnig öryggismál. Þótt Evrópusambandið sé ekki varnarbandalag felst óumdeilanlega öryggi í að vera innan sameiginlegra landamæra þess. Efnahagslegt öryggi Íslands er háð þátttöku í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tryggir ekki það meginmarkmið, hvorki í náinni bráð eða til framtíðar. Það krefst ESB-aðildar sem þjóðinni ber að samþykkja eða hafna þegar fyrir liggur samningur þar um, sem tekur tillit til séraðstæðna okkar. Verða alþingiskosningarnar 2013 örlagatími um stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga því láni að fagna á þessu herrans ári að ekki steðjar hætta að landinu af hernaðarógn. Öðru máli gegndi vissulega á árum kalda stríðsins þegar Ísland skipaði sér í varnarsamstarf lýðræðisþjóða í Atlanshafsbandalaginu. Aðildin varð mesta átakamál íslenskra stjórnmála en öfgaöfl á vinstri vængnum með Þjóðviljann sem málgagn börðust af ákefð gegn varnarliðinu og NATO sem tryggði friðinn. Og eitthvað eimir enn eftir af NATO-óvild, ef merkja má ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, í RÚV 30.11. um þátttöku Svía og Finna í loftrýmisgæslunni sem um samdist við brottför Bandaríkjahers héðan 2006. Norðurlandaríkin hafa stigið það spor, þeim og öðrum til gæfu og gagns, að eiga samstarf á sviði varnarmála á tímum umróts í heimsmálum. Upphaf þessa máls var skýrsla nefndar sem Thorvald Stoltenberg stýrði og er sögulegt frumkvæði um nýtt átak Norðurlandaríkjanna. Við brottför Bandaríkjahers frá Keflavík 2006 má heita að öll umræða á Íslandi um öryggismál hafi dottið í dúnalogn og margt tekið að falla í gleymsku. Friður eða alþjóðlegur stöðugleiki eru markmið, sem vinna verður að með þjóðum sem við eigum með hugsjónalega samleið um þjóðfélagslegt frelsi. Ekkert er sjálfgefið varðandi þá ógn, sem að kann að steðja og ræða ber á grundvelli greininga sem Íslendingar sjálfir geta lagt til. Þetta var eitt hlutverk Varnarmálastofnunar sem illu heilli var lögð niður. Raunveruleikinn býður ekki upp á annað en árvekni. Ísland er við norðurskautið, sem er ríkt af ónýttri orku, og þess er skammt að bíða að við verðum í alfaraleið mikilla sjóflutninga. Lega okkar dregur að sér aðra sem hér vilja varanlega aðstöðu og gætu gengið hart fram. Þá eru á ferðinni nýjar ógnir eins og skipulögð glæpastarfsemi, hryðjuverk, umhverfisslys og fjarskipta- eða netárásir. Orkuöryggi má heita lífsskilyrði í einangruðu landi. Í NATO eru Eistlendingar í broddi fylkingar varðandi samvinnu um netöryggi enda orðið fyrir árásum Rússa á því sviði. Árni Þór boðar skýrslu um þjóðaröryggi þar sem vænta má að sú eina sýnilega vernd sem við njótum, loftrýmiseftirlit af hálfu vinaríkja, verði afþökkuð. Hvernig verður samvinnu varðandi norðurskautið háttað? Vonandi sendi skáldið Huang Nabo okkur lokakveðjuna í Der Spiegel fyrir nokkrum dögum. Þá snertir aðild að ESB einnig öryggismál. Þótt Evrópusambandið sé ekki varnarbandalag felst óumdeilanlega öryggi í að vera innan sameiginlegra landamæra þess. Efnahagslegt öryggi Íslands er háð þátttöku í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tryggir ekki það meginmarkmið, hvorki í náinni bráð eða til framtíðar. Það krefst ESB-aðildar sem þjóðinni ber að samþykkja eða hafna þegar fyrir liggur samningur þar um, sem tekur tillit til séraðstæðna okkar. Verða alþingiskosningarnar 2013 örlagatími um stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum?
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun