Meirihluti fyrirtækja gerir upp í evrum Andrés Pétursson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Í nýlegri frétt í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, kemur fram að árið 2011 hafi í fyrsta skipti meirihluti íslenskra fyrirtækja sem gera upp í erlendri mynt ákveðið að gera upp ársreikning sinn í evrum. Hingað til hefur Bandaríkjadollarinn verið vinsælasta uppgjörsmyntin. Þetta er áhugaverð staðreynd því dómsdagsspámenn í bloggheimum og einstaka fjölmiðill hafa í langan tíma reynt að sannfæra íslenskan almenning að evran sé ótækur gjaldmiðill og að Evrópa standi í ljósum logum. Það er greinilegt að þessi íslensku stórfyrirtæki eru ekki á sama máli. Þegar Alþingi ákvað árið 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu var eitt af markmiðunum að kanna möguleika á því að taka upp evru og koma þannig á stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í evrópsku efnahagslífi og aðildarviðræðurnar dregist á langinn. En það hefur ekkert breyst varðandi þá staðreynd að íslenskt efnahagslíf er í fjötrum gjaldeyrishafta og fátt bendir til annars en að við þurfum á utanaðkomandi aðstoð að halda til að koma okkur út úr þeirri úlfakreppu. Hvort það er aðild að Evrópusambandinu sem getur aðstoðað okkur á eftir að koma í ljós því ekki er búið að ljúka viðræðunum. En eina leiðin til að komast að því er að ganga þá götu til enda sem Alþingi ákvað fyrir rúmum þremur árum. Síðan er það íslensku þjóðarinnar að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún er sátt við það sem úr þeim viðræðum kemur. Það er því sorgleg staðreynd að til séu pólitískir flokkar og hagsmunasamtök sem hamast eins og rjúpan við staurinn að útiloka íslenska þjóð frá því að kjósa um þetta stóra hagsmunamál íslensks almennings. Ekki er ljóst hverra erinda sumir forráðamenn þessara afla ganga því þeir hafa lýst því yfir að þeir myndu alltaf segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hve hagstæður samningur við ESB væri fyrir íslenskt samfélag! Mikil er ábyrgð þeirra manna sem halda þessu blákalt fram. Nýlega kom hópur áhrifafólks úr atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni, háskólasamfélaginu og öllum helstu stjórnmálaöflunum saman og sendi frá sér mjög beinskeytta yfirlýsingu. Þar er meðal annars skorað á stjórnvöld að halda áfram með aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið og að taka upp ný vinnubrögð í íslenskri pólitík. Lokaorð þeirrar yfirlýsingar eru mjög sterk og langar mig að gera þau að mínum lokaorðum í þessari grein; „Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, kemur fram að árið 2011 hafi í fyrsta skipti meirihluti íslenskra fyrirtækja sem gera upp í erlendri mynt ákveðið að gera upp ársreikning sinn í evrum. Hingað til hefur Bandaríkjadollarinn verið vinsælasta uppgjörsmyntin. Þetta er áhugaverð staðreynd því dómsdagsspámenn í bloggheimum og einstaka fjölmiðill hafa í langan tíma reynt að sannfæra íslenskan almenning að evran sé ótækur gjaldmiðill og að Evrópa standi í ljósum logum. Það er greinilegt að þessi íslensku stórfyrirtæki eru ekki á sama máli. Þegar Alþingi ákvað árið 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu var eitt af markmiðunum að kanna möguleika á því að taka upp evru og koma þannig á stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í evrópsku efnahagslífi og aðildarviðræðurnar dregist á langinn. En það hefur ekkert breyst varðandi þá staðreynd að íslenskt efnahagslíf er í fjötrum gjaldeyrishafta og fátt bendir til annars en að við þurfum á utanaðkomandi aðstoð að halda til að koma okkur út úr þeirri úlfakreppu. Hvort það er aðild að Evrópusambandinu sem getur aðstoðað okkur á eftir að koma í ljós því ekki er búið að ljúka viðræðunum. En eina leiðin til að komast að því er að ganga þá götu til enda sem Alþingi ákvað fyrir rúmum þremur árum. Síðan er það íslensku þjóðarinnar að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún er sátt við það sem úr þeim viðræðum kemur. Það er því sorgleg staðreynd að til séu pólitískir flokkar og hagsmunasamtök sem hamast eins og rjúpan við staurinn að útiloka íslenska þjóð frá því að kjósa um þetta stóra hagsmunamál íslensks almennings. Ekki er ljóst hverra erinda sumir forráðamenn þessara afla ganga því þeir hafa lýst því yfir að þeir myndu alltaf segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hve hagstæður samningur við ESB væri fyrir íslenskt samfélag! Mikil er ábyrgð þeirra manna sem halda þessu blákalt fram. Nýlega kom hópur áhrifafólks úr atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni, háskólasamfélaginu og öllum helstu stjórnmálaöflunum saman og sendi frá sér mjög beinskeytta yfirlýsingu. Þar er meðal annars skorað á stjórnvöld að halda áfram með aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið og að taka upp ný vinnubrögð í íslenskri pólitík. Lokaorð þeirrar yfirlýsingar eru mjög sterk og langar mig að gera þau að mínum lokaorðum í þessari grein; „Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar."
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun