

Meirihluti fyrirtækja gerir upp í evrum
Þegar Alþingi ákvað árið 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu var eitt af markmiðunum að kanna möguleika á því að taka upp evru og koma þannig á stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í evrópsku efnahagslífi og aðildarviðræðurnar dregist á langinn. En það hefur ekkert breyst varðandi þá staðreynd að íslenskt efnahagslíf er í fjötrum gjaldeyrishafta og fátt bendir til annars en að við þurfum á utanaðkomandi aðstoð að halda til að koma okkur út úr þeirri úlfakreppu.
Hvort það er aðild að Evrópusambandinu sem getur aðstoðað okkur á eftir að koma í ljós því ekki er búið að ljúka viðræðunum. En eina leiðin til að komast að því er að ganga þá götu til enda sem Alþingi ákvað fyrir rúmum þremur árum. Síðan er það íslensku þjóðarinnar að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún er sátt við það sem úr þeim viðræðum kemur.
Það er því sorgleg staðreynd að til séu pólitískir flokkar og hagsmunasamtök sem hamast eins og rjúpan við staurinn að útiloka íslenska þjóð frá því að kjósa um þetta stóra hagsmunamál íslensks almennings. Ekki er ljóst hverra erinda sumir forráðamenn þessara afla ganga því þeir hafa lýst því yfir að þeir myndu alltaf segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hve hagstæður samningur við ESB væri fyrir íslenskt samfélag! Mikil er ábyrgð þeirra manna sem halda þessu blákalt fram.
Nýlega kom hópur áhrifafólks úr atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni, háskólasamfélaginu og öllum helstu stjórnmálaöflunum saman og sendi frá sér mjög beinskeytta yfirlýsingu. Þar er meðal annars skorað á stjórnvöld að halda áfram með aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið og að taka upp ný vinnubrögð í íslenskri pólitík. Lokaorð þeirrar yfirlýsingar eru mjög sterk og langar mig að gera þau að mínum lokaorðum í þessari grein;
„Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar."
Skoðun

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Sjallar og lyklaborðið
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt
Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar

„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Verndun vatns og stjórn vatnamála
Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar

Gegn hernaði hvers konar
Gunnar Björgvinsson skrifar

Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru
Ingrid Kuhlman skrifar

Þriggja stiga þögn
Bjarni Karlsson skrifar

Nú þarf að gyrða sig í brók
Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Lesblindir og stuðningur í skólum
Snævar Ívarsson skrifar

Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd
Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar

Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri
Huld Magnúsdóttir skrifar

Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót?
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar

Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit
Halldór Reynisson skrifar

Kosningar í september
Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar

Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku
Hallgrímur Óskarsson skrifar

Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti
Halla Björg Evans skrifar

Skýr stefna um málfrelsi
Róbert H. Haraldsson skrifar

Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks
Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar

Munar þig um 5-7 milljónir árlega?
Jón Pétur Zimzen skrifar

Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun
Þorsteinn R. Hermannsson skrifar

Eflum traustið
Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar

Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin?
Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar

Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Seljum börnum nikótín!
Hugi Halldórsson skrifar

Sundrung á vinstri væng
Jökull Sólberg Auðunsson skrifar

Þegar samfélagið missir vinnuna
Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar

Akademískt frelsi og ókurteisi
Kolbeinn H. Stefánsson skrifar

Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu?
Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar

Yfir hverju er verið að brosa?
Árni Kristjánsson skrifar