Loksins Kastljós! Pétur Gunnarsson skrifar 31. október 2012 08:00 Umfjöllun Kastljóss um Raufarhöfn miðvikudaginn 24. október sl. sætti tíðindum. Stórtíðindum. Vandkvæði þessa bæjarfélags höfðu farið inn um annað eyrað og út hitt í umræðu undanfarinna daga. En nú brá svo við að sjónvarpið sendi frétta- og tökumann á vettvang til að hafa tal af bæjarbúum í eigin persónu og leiða okkur hinum staðhætti fyrir sjónir. Og sú sjón var stúdíósögu ríkari. Fyrrum stöndugt bæjarfélag hafði með viti firrtum fjármálagerningi glutrað frá sér bjargarmeðulunum og í kjölfarið misst frá sér fjórðung íbúanna. Eins og Reykjavík í smámynd. Það var eitthvað ofurraunsætt við þessa umfjöllun, við erum svo vön því að landsbyggðin sé utan sjónvarpsgeislans, því þótt Landinn hafi stóraukið upplifun okkar af þjóðinni þá er það fólk í sparifötunum og flíkar ekki vandkvæðum sínum á sunnudegi. Þetta var í miðri viku. Og svona ætti að vera hvert einasta kvöld. Að leyfa sjónvarpsgeislanum að nema allt landið, sem er áreiðanlega nauðsynlegur þáttur í að halda öllu landinu í byggð. Mér kæmi jafnvel ekki á óvart þótt byrjað hafi að rofa til á Raufarhöfn í kjölfarið, að fyrirtæki og félagasamtök hafi séð þar tækifæri til að eignast orlofshús, listamenn vinnuaðstöðu og einstaklingar sumarathvarf. Já, hver veit nema að í þessu Kastljósi felist leiðsögn fyrir Ísland allt: að byrjun á lausn hvers vanda felist í að sjá hann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Umfjöllun Kastljóss um Raufarhöfn miðvikudaginn 24. október sl. sætti tíðindum. Stórtíðindum. Vandkvæði þessa bæjarfélags höfðu farið inn um annað eyrað og út hitt í umræðu undanfarinna daga. En nú brá svo við að sjónvarpið sendi frétta- og tökumann á vettvang til að hafa tal af bæjarbúum í eigin persónu og leiða okkur hinum staðhætti fyrir sjónir. Og sú sjón var stúdíósögu ríkari. Fyrrum stöndugt bæjarfélag hafði með viti firrtum fjármálagerningi glutrað frá sér bjargarmeðulunum og í kjölfarið misst frá sér fjórðung íbúanna. Eins og Reykjavík í smámynd. Það var eitthvað ofurraunsætt við þessa umfjöllun, við erum svo vön því að landsbyggðin sé utan sjónvarpsgeislans, því þótt Landinn hafi stóraukið upplifun okkar af þjóðinni þá er það fólk í sparifötunum og flíkar ekki vandkvæðum sínum á sunnudegi. Þetta var í miðri viku. Og svona ætti að vera hvert einasta kvöld. Að leyfa sjónvarpsgeislanum að nema allt landið, sem er áreiðanlega nauðsynlegur þáttur í að halda öllu landinu í byggð. Mér kæmi jafnvel ekki á óvart þótt byrjað hafi að rofa til á Raufarhöfn í kjölfarið, að fyrirtæki og félagasamtök hafi séð þar tækifæri til að eignast orlofshús, listamenn vinnuaðstöðu og einstaklingar sumarathvarf. Já, hver veit nema að í þessu Kastljósi felist leiðsögn fyrir Ísland allt: að byrjun á lausn hvers vanda felist í að sjá hann?
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar