Loksins Kastljós! Pétur Gunnarsson skrifar 31. október 2012 08:00 Umfjöllun Kastljóss um Raufarhöfn miðvikudaginn 24. október sl. sætti tíðindum. Stórtíðindum. Vandkvæði þessa bæjarfélags höfðu farið inn um annað eyrað og út hitt í umræðu undanfarinna daga. En nú brá svo við að sjónvarpið sendi frétta- og tökumann á vettvang til að hafa tal af bæjarbúum í eigin persónu og leiða okkur hinum staðhætti fyrir sjónir. Og sú sjón var stúdíósögu ríkari. Fyrrum stöndugt bæjarfélag hafði með viti firrtum fjármálagerningi glutrað frá sér bjargarmeðulunum og í kjölfarið misst frá sér fjórðung íbúanna. Eins og Reykjavík í smámynd. Það var eitthvað ofurraunsætt við þessa umfjöllun, við erum svo vön því að landsbyggðin sé utan sjónvarpsgeislans, því þótt Landinn hafi stóraukið upplifun okkar af þjóðinni þá er það fólk í sparifötunum og flíkar ekki vandkvæðum sínum á sunnudegi. Þetta var í miðri viku. Og svona ætti að vera hvert einasta kvöld. Að leyfa sjónvarpsgeislanum að nema allt landið, sem er áreiðanlega nauðsynlegur þáttur í að halda öllu landinu í byggð. Mér kæmi jafnvel ekki á óvart þótt byrjað hafi að rofa til á Raufarhöfn í kjölfarið, að fyrirtæki og félagasamtök hafi séð þar tækifæri til að eignast orlofshús, listamenn vinnuaðstöðu og einstaklingar sumarathvarf. Já, hver veit nema að í þessu Kastljósi felist leiðsögn fyrir Ísland allt: að byrjun á lausn hvers vanda felist í að sjá hann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun Kastljóss um Raufarhöfn miðvikudaginn 24. október sl. sætti tíðindum. Stórtíðindum. Vandkvæði þessa bæjarfélags höfðu farið inn um annað eyrað og út hitt í umræðu undanfarinna daga. En nú brá svo við að sjónvarpið sendi frétta- og tökumann á vettvang til að hafa tal af bæjarbúum í eigin persónu og leiða okkur hinum staðhætti fyrir sjónir. Og sú sjón var stúdíósögu ríkari. Fyrrum stöndugt bæjarfélag hafði með viti firrtum fjármálagerningi glutrað frá sér bjargarmeðulunum og í kjölfarið misst frá sér fjórðung íbúanna. Eins og Reykjavík í smámynd. Það var eitthvað ofurraunsætt við þessa umfjöllun, við erum svo vön því að landsbyggðin sé utan sjónvarpsgeislans, því þótt Landinn hafi stóraukið upplifun okkar af þjóðinni þá er það fólk í sparifötunum og flíkar ekki vandkvæðum sínum á sunnudegi. Þetta var í miðri viku. Og svona ætti að vera hvert einasta kvöld. Að leyfa sjónvarpsgeislanum að nema allt landið, sem er áreiðanlega nauðsynlegur þáttur í að halda öllu landinu í byggð. Mér kæmi jafnvel ekki á óvart þótt byrjað hafi að rofa til á Raufarhöfn í kjölfarið, að fyrirtæki og félagasamtök hafi séð þar tækifæri til að eignast orlofshús, listamenn vinnuaðstöðu og einstaklingar sumarathvarf. Já, hver veit nema að í þessu Kastljósi felist leiðsögn fyrir Ísland allt: að byrjun á lausn hvers vanda felist í að sjá hann?
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar