Telja bjóðendum mismunað - Fréttaskýring 27. október 2012 07:30 Hætt við Sex stjórnendur Eimskips áttu að fá kauprétt að tæplega 4,4 prósenta hlut í Eimskip með ríflegum afslætti. Fallið var frá kaupréttunum síðdegis á fimmtudag. Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips. fréttablaðið/stéfan Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrirvörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 prósent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaupréttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfaldlega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrirvarann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri aðilar hafi gert sambærileg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft samband við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinberlega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar formlegar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrirvörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 prósent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaupréttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfaldlega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrirvarann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri aðilar hafi gert sambærileg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft samband við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinberlega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar formlegar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira