Telja bjóðendum mismunað - Fréttaskýring 27. október 2012 07:30 Hætt við Sex stjórnendur Eimskips áttu að fá kauprétt að tæplega 4,4 prósenta hlut í Eimskip með ríflegum afslætti. Fallið var frá kaupréttunum síðdegis á fimmtudag. Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips. fréttablaðið/stéfan Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrirvörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 prósent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaupréttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfaldlega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrirvarann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri aðilar hafi gert sambærileg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft samband við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinberlega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar formlegar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrirvörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 prósent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaupréttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfaldlega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrirvarann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri aðilar hafi gert sambærileg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft samband við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinberlega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar formlegar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira