Ráðning á þing 25. október 2012 06:00 Þau fyrirtæki sem vegnar hvað best til lengri tíma eiga það sameiginlegt að þeim stjórnar fólk sem tekst vel að draga fram ólík sjónarmið starfsmanna við ákvarðanatöku. Opnar spurningar og erfiðar vangaveltur eru þar boðnar velkomnar og sama á jafnvel við um ágreining. Þetta gerist ekki nema fyrirtækið hafi á að skipa öflugum stjórnendum með ólíkan bakgrunn og þankagang. Sem leið að þessu markmiði hafa fyrirtæki þróað með sér ýmsar aðferðir til að hæfustu einstaklingarnir manni hverja stöðu. Sérhæfð ráðningafyrirtæki aðstoða við að búa til góða liðsheild og fremstu fyrirtækin nota þróaðar aðferðir við ráðningar og frama starfsfólks til að finna þann rétta í starfið. Í þessu ljósi er fróðlegt að velta fyrir sér aðferðunum sem er beitt þegar skipað er á lista stjórnmálaflokka. Augljóst er, ekki síður en í rekstri fyrirtækja, að miklu máli skiptir að í stjórnmál veljist hæfir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og reynslu, bæði konur og karlar. Til að slíkt gerist er nauðsynlegt að ferlið sem notað er til að laða fólk til starfa í stjórnmálum stuðli að því að öflugt fólk hafi bæði áhuga og möguleika á að komast að og að reynsluheimur þeirra, sem að lokum mynda hóp kjörinna fulltrúa, sé sem fjölbreytilegastur. Af þessu er ljóst að vandasamt er að skipa fólk á framboðslista. Á Íslandi hafa forval og prófkjör verið áberandi síðustu áratugi hjá öllum flokkum vegna réttmætrar gagnrýni á skort á lýðræði við uppstillingar. Prófkjör, forval og persónukjör geta þó dregið úr fjölbreytni þeirra einstaklinga sem veljast til áhrifa innan stjórnmálaflokka til lengri tíma litið. Einstaklingar sem velja að taka þátt í þeim hanaslag sem persónukjör getur verið, eru líklegri til að eiga margt sameiginlegt á sama hátt og þeir sem tækju aldrei þátt í persónukjöri eru frekar af sama sauðahúsinu. Mun meiri líkur eru á að mannblendinn og opinskár einstaklingur taki þátt í prófkjöri en sá sem er hlédrægur, hógvær og ómannblendinn. Marga skortir þannig þá eiginleika sem nauðsynlegir eru til að taka þátt í prófkjörum en geta samt sem áður búið yfir eiginleikum sem gera þá að frábærum þing- eða sveitarstjórnarmönnum. Það er mjög mikilvægt að á Alþingi og í sveitarstjórnir, líkt og í bestu fyrirtækin, veljist fjölbreyttur hópur einstaklinga hvort sem þeir eru félagslyndir eða ómannblendnir, opinskáir eða feimnir. Svo fremi sem þeir séu öflugir. Uppstilling er einnig síður en svo gallalaus. Mun færri koma þannig að því að velja á lista og lýðræði því í lágmarki. Vandasami þátturinn í uppstillingarferlinu er að velja gott og víðsýnt fólk í valnefndir sem misnotar ekki aðstöðu sína og tryggir eingöngu pólitískum bandamönnum sínum sæti. Uppstilling getur þó virkað vel ef fulltrúar í valnefndum ná að hugsa til framtíðar og kalli, líkt og stjórnandi fyrirtækis, eftir öflugum en ólíkum einstaklingum sem spyrja ólíkra spurninga og ná til ólíkra hópa. Aukin krafa um persónukjör endurspeglar vilja kjósenda til að hafa aukin áhrif á hverjir verða kjörnir fulltrúar án þess að þurfa að taka þátt í forvali flokkanna. Flestir vilja hafa bein áhrif á val þingmanna og vilja jafnvel fá að stilla upp sínum eigin lista. Þetta er réttmæt krafa og eitthvað sem þingmenn verða að ræða ýtarlega hvernig megi útfæra. Vera má að þessi skortur á beinum áhrifum kjósenda sé hluti skýringarinnar á litlu trausti til Alþingis. Persónukjör gæti þó fælt enn frekar frá þann hóp frambjóðenda sem forðast hefðbundin prófkjör en gæti annars orðið þjóðinni öflugur liðsauki því það er enn vandasamara að kynna sig og sín sjónarmið fyrir heilli þjóð en litlum hluta hennar í prófkjöri. Besta leiðin væri að skipta reglulega um leiðir við val á þing- og sveitarstjórnarmönnum þannig að lýðræðið fái að njóta sín til skiptis við uppstillingu þar sem nýtt fólk úr ólíkum áttum er fengið til starfa. Færa má sterk rök fyrir því að flokkarnir verði einnig að sækja fólk út í samfélagið, fólk með ákveðinn bakgrunn sem að öllu jöfnu tæki aldrei þátt í prófkjörsslag. Hugsanlega mætti velja hluta listans með prófkjöri og hluta með uppstillingu eða reyna aðferð breska Íhaldsflokksins þar sem áhugasamir skila inn ferilskrá og fara í gegnum svipað ferli og þegar sótt er um starf í fyrirtæki. Mögulega þurfa flokkar að eiga í handraðanum skýrar reglur um nokkrar leiðir við val á lista sem gefa ólíkum einstaklingum tækifæri hverju sinni. En þar til fjölbreytnin eykst ættu flokksbundnir einstaklingar, sem ætla að velja fólk á framboðslista næstu vikur, að hafa í huga mikilvægi þess að öflugt fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu veljist til starfa á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Þau fyrirtæki sem vegnar hvað best til lengri tíma eiga það sameiginlegt að þeim stjórnar fólk sem tekst vel að draga fram ólík sjónarmið starfsmanna við ákvarðanatöku. Opnar spurningar og erfiðar vangaveltur eru þar boðnar velkomnar og sama á jafnvel við um ágreining. Þetta gerist ekki nema fyrirtækið hafi á að skipa öflugum stjórnendum með ólíkan bakgrunn og þankagang. Sem leið að þessu markmiði hafa fyrirtæki þróað með sér ýmsar aðferðir til að hæfustu einstaklingarnir manni hverja stöðu. Sérhæfð ráðningafyrirtæki aðstoða við að búa til góða liðsheild og fremstu fyrirtækin nota þróaðar aðferðir við ráðningar og frama starfsfólks til að finna þann rétta í starfið. Í þessu ljósi er fróðlegt að velta fyrir sér aðferðunum sem er beitt þegar skipað er á lista stjórnmálaflokka. Augljóst er, ekki síður en í rekstri fyrirtækja, að miklu máli skiptir að í stjórnmál veljist hæfir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og reynslu, bæði konur og karlar. Til að slíkt gerist er nauðsynlegt að ferlið sem notað er til að laða fólk til starfa í stjórnmálum stuðli að því að öflugt fólk hafi bæði áhuga og möguleika á að komast að og að reynsluheimur þeirra, sem að lokum mynda hóp kjörinna fulltrúa, sé sem fjölbreytilegastur. Af þessu er ljóst að vandasamt er að skipa fólk á framboðslista. Á Íslandi hafa forval og prófkjör verið áberandi síðustu áratugi hjá öllum flokkum vegna réttmætrar gagnrýni á skort á lýðræði við uppstillingar. Prófkjör, forval og persónukjör geta þó dregið úr fjölbreytni þeirra einstaklinga sem veljast til áhrifa innan stjórnmálaflokka til lengri tíma litið. Einstaklingar sem velja að taka þátt í þeim hanaslag sem persónukjör getur verið, eru líklegri til að eiga margt sameiginlegt á sama hátt og þeir sem tækju aldrei þátt í persónukjöri eru frekar af sama sauðahúsinu. Mun meiri líkur eru á að mannblendinn og opinskár einstaklingur taki þátt í prófkjöri en sá sem er hlédrægur, hógvær og ómannblendinn. Marga skortir þannig þá eiginleika sem nauðsynlegir eru til að taka þátt í prófkjörum en geta samt sem áður búið yfir eiginleikum sem gera þá að frábærum þing- eða sveitarstjórnarmönnum. Það er mjög mikilvægt að á Alþingi og í sveitarstjórnir, líkt og í bestu fyrirtækin, veljist fjölbreyttur hópur einstaklinga hvort sem þeir eru félagslyndir eða ómannblendnir, opinskáir eða feimnir. Svo fremi sem þeir séu öflugir. Uppstilling er einnig síður en svo gallalaus. Mun færri koma þannig að því að velja á lista og lýðræði því í lágmarki. Vandasami þátturinn í uppstillingarferlinu er að velja gott og víðsýnt fólk í valnefndir sem misnotar ekki aðstöðu sína og tryggir eingöngu pólitískum bandamönnum sínum sæti. Uppstilling getur þó virkað vel ef fulltrúar í valnefndum ná að hugsa til framtíðar og kalli, líkt og stjórnandi fyrirtækis, eftir öflugum en ólíkum einstaklingum sem spyrja ólíkra spurninga og ná til ólíkra hópa. Aukin krafa um persónukjör endurspeglar vilja kjósenda til að hafa aukin áhrif á hverjir verða kjörnir fulltrúar án þess að þurfa að taka þátt í forvali flokkanna. Flestir vilja hafa bein áhrif á val þingmanna og vilja jafnvel fá að stilla upp sínum eigin lista. Þetta er réttmæt krafa og eitthvað sem þingmenn verða að ræða ýtarlega hvernig megi útfæra. Vera má að þessi skortur á beinum áhrifum kjósenda sé hluti skýringarinnar á litlu trausti til Alþingis. Persónukjör gæti þó fælt enn frekar frá þann hóp frambjóðenda sem forðast hefðbundin prófkjör en gæti annars orðið þjóðinni öflugur liðsauki því það er enn vandasamara að kynna sig og sín sjónarmið fyrir heilli þjóð en litlum hluta hennar í prófkjöri. Besta leiðin væri að skipta reglulega um leiðir við val á þing- og sveitarstjórnarmönnum þannig að lýðræðið fái að njóta sín til skiptis við uppstillingu þar sem nýtt fólk úr ólíkum áttum er fengið til starfa. Færa má sterk rök fyrir því að flokkarnir verði einnig að sækja fólk út í samfélagið, fólk með ákveðinn bakgrunn sem að öllu jöfnu tæki aldrei þátt í prófkjörsslag. Hugsanlega mætti velja hluta listans með prófkjöri og hluta með uppstillingu eða reyna aðferð breska Íhaldsflokksins þar sem áhugasamir skila inn ferilskrá og fara í gegnum svipað ferli og þegar sótt er um starf í fyrirtæki. Mögulega þurfa flokkar að eiga í handraðanum skýrar reglur um nokkrar leiðir við val á lista sem gefa ólíkum einstaklingum tækifæri hverju sinni. En þar til fjölbreytnin eykst ættu flokksbundnir einstaklingar, sem ætla að velja fólk á framboðslista næstu vikur, að hafa í huga mikilvægi þess að öflugt fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu veljist til starfa á Alþingi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar