Það er ekki kalt á okkar toppi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 08:00 Íris Mist Magnúsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum eru búin að undirbúa sig vel fyrir Evrópumótið sem hefst á miðvikudaginn. Mynd/Anton Þær slógu í gegn fyrir tveimur árum þegar þær urðu Evrópumeistarar í Svíþjóð og hafa síðan verið duglegar að kynna sportið fyrir landsmönnum. Í dag vita örugglega allir landsmenn hverjar gullstelpurnar úr Gerplu eru en um komandi helgi kemur í ljós hvort þær geta komið aftur með gullið til Íslands. Fram undan er Evrópumótið sem fer fram í Árósum í Danmörku. Það hefst á miðvikudaginn og lýkur síðan með úrslitum á sunnudaginn. Íris Mist Magnúsdóttir er sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska liðinu en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið hásin skömmu fyrir Norðurlandamótið í fyrra. Stelpurnar urðu Norðurlandameistarar án hennar og Íris er ekki í vafa um að liðið sé tilbúið í titilvörnina enda að hennar mati með betra lið en fyrir tveimur árum. „Liðið er miklu betra núna," sagði Íris Mist og ítrekar orð sín. „Það er yfirburða mikið betra núna. Við erum komnar með fullt af yngri stelpum sem eru ógeðslega góðar. Það eru líka komnar nýjar stelpur inn í liðið og svo eru allar með sem voru fyrir tveimur árum. Það eru allar í liðinu búnar að ná ótrúlegum framförum og við erum allar búnar að vera duglegar að æfa," segir Íris Mist en hún segir það mikilvægt að liðið sé að fara í rétta átt og stefni alltaf hærra. Vandamálið hafi aðallega legið hjá þjálfurunum sem þurftu að skera niður hópinn. „Við vorum 23 að æfa og það þurfti að skera okkur niður í 16. Það er örugglega erfiðasta verkefnið sem þjálfararnir hafa fengið á ævinni," segir Íris en síðan fara aðeins tólf inn á gólfið í einu. „Það er mjög mikil framför hjá öllum og liðið hefur aldrei verið svona sterkt. Ég hef aldrei haft eins mikla trú á okkur," segir Íris. En er ekki kalt á toppnum? „Það er ekki kalt á okkar toppi. Það er alltaf sagt að það sé kalt á toppnum en er ekki bara enn þá kaldara í 2. og 3. sætinu?" segir Íris létt og hún segir stelpurnar ætla að nýta pressuna á réttan hátt. „Það var líka pressa á okkur á Norðurlandamótinu í fyrra þegar við mættum þangað sem Evrópumeistarar. Það þýðir ekkert að vera að pæla í því en auðvitað er maður alltaf með þetta á bak við eyrað. Það er bara góð pressa ef maður ákveður það að nýta hana á réttan hátt," segir Íris. Stelpurnar fara langt á stemningu og samheldni en þær geta ekki útlokað þá staðreynd að allt verður að ganga upp ætli þær að ná í gullið. „Það má ekkert klikka en við erum búnar að æfa þannig að við ætlum ekki að láta neitt klikka," segir Íris og hún telur að liðið græði mikið á því að vera búnar að vera svona mikið saman. „Þær sænsku hittast kannski einu sinni í mánuði en við fáum möguleika á að æfa saman sex sinnum í viku og vera saman eftir æfingu og fyrir æfingu. Við fórum saman til Ítalíu í æfingabúðir í sumar og æfðum þar saman allan daginn. Við fórum líka saman hringinn og þetta hefur styrkt hópinn svakalega mikið," segir Íris og metnaður hennar og stelpnanna leynir sér ekki. „Það er ógeðslega gaman að æfa og undirbúa sig fyrir það að verða Evrópumeistari og það er miklu skemmtilegra en að vera bara að stefna að því að fara á Evrópumót. Það er líka skemmtilegra þegar allir eru með hausinn á sama stað og eru að stefna að sama markmiði," segir Íris. Íslenska liðið endaði í öðru sæti á Evrópumótinu í Belgíu fyrir fjórum árum og tók síðan gullið fyrir tveimur árum. Þær eiga möguleika á því að endurskrifa söguna með því að taka tvö EM-gull í röð. Eftir samtalið við Írisi er ég ekki frá því að það sé í lagi að vera bjartsýnn á að gullið sé aftur á leiðinni til Íslands á sunnudaginn. Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Þær slógu í gegn fyrir tveimur árum þegar þær urðu Evrópumeistarar í Svíþjóð og hafa síðan verið duglegar að kynna sportið fyrir landsmönnum. Í dag vita örugglega allir landsmenn hverjar gullstelpurnar úr Gerplu eru en um komandi helgi kemur í ljós hvort þær geta komið aftur með gullið til Íslands. Fram undan er Evrópumótið sem fer fram í Árósum í Danmörku. Það hefst á miðvikudaginn og lýkur síðan með úrslitum á sunnudaginn. Íris Mist Magnúsdóttir er sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska liðinu en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið hásin skömmu fyrir Norðurlandamótið í fyrra. Stelpurnar urðu Norðurlandameistarar án hennar og Íris er ekki í vafa um að liðið sé tilbúið í titilvörnina enda að hennar mati með betra lið en fyrir tveimur árum. „Liðið er miklu betra núna," sagði Íris Mist og ítrekar orð sín. „Það er yfirburða mikið betra núna. Við erum komnar með fullt af yngri stelpum sem eru ógeðslega góðar. Það eru líka komnar nýjar stelpur inn í liðið og svo eru allar með sem voru fyrir tveimur árum. Það eru allar í liðinu búnar að ná ótrúlegum framförum og við erum allar búnar að vera duglegar að æfa," segir Íris Mist en hún segir það mikilvægt að liðið sé að fara í rétta átt og stefni alltaf hærra. Vandamálið hafi aðallega legið hjá þjálfurunum sem þurftu að skera niður hópinn. „Við vorum 23 að æfa og það þurfti að skera okkur niður í 16. Það er örugglega erfiðasta verkefnið sem þjálfararnir hafa fengið á ævinni," segir Íris en síðan fara aðeins tólf inn á gólfið í einu. „Það er mjög mikil framför hjá öllum og liðið hefur aldrei verið svona sterkt. Ég hef aldrei haft eins mikla trú á okkur," segir Íris. En er ekki kalt á toppnum? „Það er ekki kalt á okkar toppi. Það er alltaf sagt að það sé kalt á toppnum en er ekki bara enn þá kaldara í 2. og 3. sætinu?" segir Íris létt og hún segir stelpurnar ætla að nýta pressuna á réttan hátt. „Það var líka pressa á okkur á Norðurlandamótinu í fyrra þegar við mættum þangað sem Evrópumeistarar. Það þýðir ekkert að vera að pæla í því en auðvitað er maður alltaf með þetta á bak við eyrað. Það er bara góð pressa ef maður ákveður það að nýta hana á réttan hátt," segir Íris. Stelpurnar fara langt á stemningu og samheldni en þær geta ekki útlokað þá staðreynd að allt verður að ganga upp ætli þær að ná í gullið. „Það má ekkert klikka en við erum búnar að æfa þannig að við ætlum ekki að láta neitt klikka," segir Íris og hún telur að liðið græði mikið á því að vera búnar að vera svona mikið saman. „Þær sænsku hittast kannski einu sinni í mánuði en við fáum möguleika á að æfa saman sex sinnum í viku og vera saman eftir æfingu og fyrir æfingu. Við fórum saman til Ítalíu í æfingabúðir í sumar og æfðum þar saman allan daginn. Við fórum líka saman hringinn og þetta hefur styrkt hópinn svakalega mikið," segir Íris og metnaður hennar og stelpnanna leynir sér ekki. „Það er ógeðslega gaman að æfa og undirbúa sig fyrir það að verða Evrópumeistari og það er miklu skemmtilegra en að vera bara að stefna að því að fara á Evrópumót. Það er líka skemmtilegra þegar allir eru með hausinn á sama stað og eru að stefna að sama markmiði," segir Íris. Íslenska liðið endaði í öðru sæti á Evrópumótinu í Belgíu fyrir fjórum árum og tók síðan gullið fyrir tveimur árum. Þær eiga möguleika á því að endurskrifa söguna með því að taka tvö EM-gull í röð. Eftir samtalið við Írisi er ég ekki frá því að það sé í lagi að vera bjartsýnn á að gullið sé aftur á leiðinni til Íslands á sunnudaginn.
Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira