Missir á meðgöngu og barnsmissir Guðbjartur Hannesson skrifar 15. október 2012 06:00 Í dag, 15. október, stendur stuðningshópurinn Englarnir okkar fyrir minningarathöfn um missi á meðgöngu og barnsmissi í Hallgrímskirkju. Athöfnin hefst kl. 19.30. Það er von hópsins að dagurinn verði eftirleiðis helgaður hinni hljóðu sorg sem slíkum missi fylgir. Þegar barn er í vændum er tilhlökkunin venjulega mikil, allar væntingar standa til þess að í heiminn verði borinn einstaklingur sem foreldrar og aðrir aðstandendur eiga eftir að njóta framtíðarinnar með. Á hverju ári verður þó fjöldi fólks fyrir þeirri djúpu sorg að framtíð þessa litla einstaklings verður að engu, þegar barnið fæðist andvana, of snemma til að eiga sér líf, eða deyr eftir fæðingu. Eftir sitja foreldrarnir með brostnar vonir, tóma vöggu og þunga sorg sem engin orð duga til að lýsa. Þó eigum við orð sem lýsa börnum án foreldra, mökum án maka en ekkert orð yfir það að vera foreldri sem misst hefur barn. Sorgin vegna framtíðarinnar sem ekki varð er þó ekki einungis foreldranna. Hún er líka sorg ömmu og afa, systkina, frænda, frænku og vinanna. Allt þetta fólk upplifir sorgina með ástvinum sínum. Viðbrögð og viðmót gagnvart þeim sem verða fyrir þessari sáru reynslu hefur á undanförnum árum og áratugum breyst mikið til batnaðar. Áður fyrr var reynt að ?hlífa? fólki við sorginni með því að láta sem ekkert hefði gerst og því eru margir sem ekki hafa fengið tækifæri til að vinna úr missi sínum og sorg. Eins eiga margir erfitt með að sýna hluttekningu sína, finna ekki orðin eða vita ekki hvað er viðeigandi í þessum erfiðu aðstæðum. Framtak stuðningshópsins Englanna okkar er mikilvægt, því með opinni umræðu vill hópurinn styðja við aðstandendur þeirra sem missa með því að sýna hluttekningu í sorginni. Orð eru oft óþörf, nærvera, faðmlag eða hlýtt handtak segir svo margt. Um leið og ég þakka samtökunum Englunum okkar þetta þarfa framtak, vil ég á þessum degi hvetja þá sem um sárt eiga að binda eftir missi á meðgöngu eða barnsmissi að sækja athöfnina í Hallgrímskirkju eða nýta daginn með þeim hætti sem hverjum þykir best hæfa tilfinningum sínum við þessar aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 15. október, stendur stuðningshópurinn Englarnir okkar fyrir minningarathöfn um missi á meðgöngu og barnsmissi í Hallgrímskirkju. Athöfnin hefst kl. 19.30. Það er von hópsins að dagurinn verði eftirleiðis helgaður hinni hljóðu sorg sem slíkum missi fylgir. Þegar barn er í vændum er tilhlökkunin venjulega mikil, allar væntingar standa til þess að í heiminn verði borinn einstaklingur sem foreldrar og aðrir aðstandendur eiga eftir að njóta framtíðarinnar með. Á hverju ári verður þó fjöldi fólks fyrir þeirri djúpu sorg að framtíð þessa litla einstaklings verður að engu, þegar barnið fæðist andvana, of snemma til að eiga sér líf, eða deyr eftir fæðingu. Eftir sitja foreldrarnir með brostnar vonir, tóma vöggu og þunga sorg sem engin orð duga til að lýsa. Þó eigum við orð sem lýsa börnum án foreldra, mökum án maka en ekkert orð yfir það að vera foreldri sem misst hefur barn. Sorgin vegna framtíðarinnar sem ekki varð er þó ekki einungis foreldranna. Hún er líka sorg ömmu og afa, systkina, frænda, frænku og vinanna. Allt þetta fólk upplifir sorgina með ástvinum sínum. Viðbrögð og viðmót gagnvart þeim sem verða fyrir þessari sáru reynslu hefur á undanförnum árum og áratugum breyst mikið til batnaðar. Áður fyrr var reynt að ?hlífa? fólki við sorginni með því að láta sem ekkert hefði gerst og því eru margir sem ekki hafa fengið tækifæri til að vinna úr missi sínum og sorg. Eins eiga margir erfitt með að sýna hluttekningu sína, finna ekki orðin eða vita ekki hvað er viðeigandi í þessum erfiðu aðstæðum. Framtak stuðningshópsins Englanna okkar er mikilvægt, því með opinni umræðu vill hópurinn styðja við aðstandendur þeirra sem missa með því að sýna hluttekningu í sorginni. Orð eru oft óþörf, nærvera, faðmlag eða hlýtt handtak segir svo margt. Um leið og ég þakka samtökunum Englunum okkar þetta þarfa framtak, vil ég á þessum degi hvetja þá sem um sárt eiga að binda eftir missi á meðgöngu eða barnsmissi að sækja athöfnina í Hallgrímskirkju eða nýta daginn með þeim hætti sem hverjum þykir best hæfa tilfinningum sínum við þessar aðstæður.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun