Stórbóndinn Grímsstöðum næsti forseti Íslands Guðmundur Guðmundsson skrifar 13. október 2012 06:00 Kaup Huang Nubo á Grímsstöðum eru ekki einkamál Norðlendinga, ekki frekar en að Reykvíkingar hafi einir um framtíð Reykjavíkurflugvallar að segja. Að undanförnu hefur land skolfið undir fótum Norðlendinga. En einnig hafa margir Norðlendingar fengið kuldahroll við tilhugsunina um væntanlega undiritun samnings við kínverskan kaupahéðin um kaup hans á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjum er lagið að hugsa stórt og til langs tíma með hnattræna fjárfestingu í huga. Því er ólíklegt að þeir muni láta staðar numið verði kaupin á Grímsstöðum að veruleika. Hér eru engir aukvisar á ferðinni og því skal engan undra þótt almenningur hvetji til aðgæslu við samningagerðina. Veltum fyrir okkur hver geti orðið þróun íslenska þjóðfélagsins verði samningurinn undirritaður. Ÿ Kínverjar (K) munu ekki verða til viðtals um síðari tíma breytingar á undirrituðum samningi. Ÿ K. munu flytja til landsins allt það efni sem við verður komið og húsgögn til bygginga sinna, ásamt vinnuafli til langframa. Til flutninganna munu þeir nýta eiginn flugvéla-og farskipakost ásamt því að flytja ferðamenn að heiman og heim. Ÿ Á tíu ára fresti, næstu 50 árin, munu K. bjóða landsmönnum tugi milljarða til framkvæmda í dreifbýlinu, s .s. til hafnargerðar, flugvalla, hótela og virkjana, auk vegagerðar. Ÿ Þannig eignast þeir m.a. verðmæt landsvæði fyrir sveltandi og landsnauða kínverska bændur, allan kvóta sjávarútvegins og svæði til rekstrar stórtækrar fiskiræktar í fjörðum landsins. Ÿ Íslendingum mun fækka á næstu áratugum, aðallega um miðja öldina, en þá mun bresta á fólksflótti frá landinu. Tímasetningin helst í hendur við aukin tök kínverskra stjórnvalda á íslenska þjóðlífinu sem gefur þeim vald til að flytja til landsins nokkra tugi þúsunda landbúnaðarverkafólks til stórfellrar framleiðslu á matvælum. Ÿ Er líður á öldina mun meiri hluti landsmanna verða kominn af innflytjendum í 2. eða 3. ættlið og þeir því verma helstu valdastóla íslensks samfélags, s.s.á alþingi og í stjórnarráði. Ÿ Erlendum ferðamönnum, öðrum en frá Kína, mun fækka eftir að K. hafa náð tangarhaldi á ferðaskrifstofum og hótelum landsins. Ÿ Að 99 árum liðnum mun þjóðin hafa gleymt hver á landið sem K. tóku á leigu á sínum tíma enda verða K þá búnir að ná yfirráðum yfir atvinnulífinu í landinu. Ÿ Verklýðsfélög verða aflögð en stjórn sérhvers fyrirtækis mun ákveða launakjör starfsmanna sinna. Ÿ Kínverskan, sú sem yfirstéttin í Peking talar, mun þá fá sama vægi og íslenskan í skólakerfinu. Saga lands og þjóðar verður kennd í skötulíki miðað við það sem áður var, þar sem hún hefur að mestu vikið fyrir árþúsunda sögu heimsveldisins. Þingeyingar hafa verið sómi þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, um aldir. Síst vil ég trúa þeim til að verða fyrstir landsmanna til að hvetja til að reistur verði minnisvarði um yfirtöku heimsveldis á heimahögumþeirra, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þróun íslensks þjóðfélags um aldir. Svo mikill er glampinn í augum sumra fylgismanna samningsgerðarinnar að engu er líkara en að þeir geti hugsað sér Huang Nubo sem næsta húsbónda að Bessastöðum. Fullyrða má að hnignun íslenska þjóðfélagsins hefjist er Huang Nubo tekur fyrstu skóflustunguna að höfuðbóli sínu að Grímsstöðum á Fjöllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Kaup Huang Nubo á Grímsstöðum eru ekki einkamál Norðlendinga, ekki frekar en að Reykvíkingar hafi einir um framtíð Reykjavíkurflugvallar að segja. Að undanförnu hefur land skolfið undir fótum Norðlendinga. En einnig hafa margir Norðlendingar fengið kuldahroll við tilhugsunina um væntanlega undiritun samnings við kínverskan kaupahéðin um kaup hans á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjum er lagið að hugsa stórt og til langs tíma með hnattræna fjárfestingu í huga. Því er ólíklegt að þeir muni láta staðar numið verði kaupin á Grímsstöðum að veruleika. Hér eru engir aukvisar á ferðinni og því skal engan undra þótt almenningur hvetji til aðgæslu við samningagerðina. Veltum fyrir okkur hver geti orðið þróun íslenska þjóðfélagsins verði samningurinn undirritaður. Ÿ Kínverjar (K) munu ekki verða til viðtals um síðari tíma breytingar á undirrituðum samningi. Ÿ K. munu flytja til landsins allt það efni sem við verður komið og húsgögn til bygginga sinna, ásamt vinnuafli til langframa. Til flutninganna munu þeir nýta eiginn flugvéla-og farskipakost ásamt því að flytja ferðamenn að heiman og heim. Ÿ Á tíu ára fresti, næstu 50 árin, munu K. bjóða landsmönnum tugi milljarða til framkvæmda í dreifbýlinu, s .s. til hafnargerðar, flugvalla, hótela og virkjana, auk vegagerðar. Ÿ Þannig eignast þeir m.a. verðmæt landsvæði fyrir sveltandi og landsnauða kínverska bændur, allan kvóta sjávarútvegins og svæði til rekstrar stórtækrar fiskiræktar í fjörðum landsins. Ÿ Íslendingum mun fækka á næstu áratugum, aðallega um miðja öldina, en þá mun bresta á fólksflótti frá landinu. Tímasetningin helst í hendur við aukin tök kínverskra stjórnvalda á íslenska þjóðlífinu sem gefur þeim vald til að flytja til landsins nokkra tugi þúsunda landbúnaðarverkafólks til stórfellrar framleiðslu á matvælum. Ÿ Er líður á öldina mun meiri hluti landsmanna verða kominn af innflytjendum í 2. eða 3. ættlið og þeir því verma helstu valdastóla íslensks samfélags, s.s.á alþingi og í stjórnarráði. Ÿ Erlendum ferðamönnum, öðrum en frá Kína, mun fækka eftir að K. hafa náð tangarhaldi á ferðaskrifstofum og hótelum landsins. Ÿ Að 99 árum liðnum mun þjóðin hafa gleymt hver á landið sem K. tóku á leigu á sínum tíma enda verða K þá búnir að ná yfirráðum yfir atvinnulífinu í landinu. Ÿ Verklýðsfélög verða aflögð en stjórn sérhvers fyrirtækis mun ákveða launakjör starfsmanna sinna. Ÿ Kínverskan, sú sem yfirstéttin í Peking talar, mun þá fá sama vægi og íslenskan í skólakerfinu. Saga lands og þjóðar verður kennd í skötulíki miðað við það sem áður var, þar sem hún hefur að mestu vikið fyrir árþúsunda sögu heimsveldisins. Þingeyingar hafa verið sómi þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, um aldir. Síst vil ég trúa þeim til að verða fyrstir landsmanna til að hvetja til að reistur verði minnisvarði um yfirtöku heimsveldis á heimahögumþeirra, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þróun íslensks þjóðfélags um aldir. Svo mikill er glampinn í augum sumra fylgismanna samningsgerðarinnar að engu er líkara en að þeir geti hugsað sér Huang Nubo sem næsta húsbónda að Bessastöðum. Fullyrða má að hnignun íslenska þjóðfélagsins hefjist er Huang Nubo tekur fyrstu skóflustunguna að höfuðbóli sínu að Grímsstöðum á Fjöllum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun