
Stórbóndinn Grímsstöðum næsti forseti Íslands
Að undanförnu hefur land skolfið undir fótum Norðlendinga. En einnig hafa margir Norðlendingar fengið kuldahroll við tilhugsunina um væntanlega undiritun samnings við kínverskan kaupahéðin um kaup hans á Grímsstöðum á Fjöllum.
Kínverjum er lagið að hugsa stórt og til langs tíma með hnattræna fjárfestingu í huga.
Því er ólíklegt að þeir muni láta staðar numið verði kaupin á Grímsstöðum að veruleika. Hér eru engir aukvisar á ferðinni og því skal engan undra þótt almenningur hvetji til aðgæslu við samningagerðina.
Veltum fyrir okkur hver geti orðið þróun íslenska þjóðfélagsins verði samningurinn undirritaður.
Ÿ Kínverjar (K) munu ekki verða til viðtals um síðari tíma breytingar á undirrituðum samningi.
Ÿ K. munu flytja til landsins allt það efni sem við verður komið og húsgögn til bygginga sinna, ásamt vinnuafli til langframa. Til flutninganna munu þeir nýta eiginn flugvéla-og farskipakost ásamt því að flytja ferðamenn að heiman og heim.
Ÿ Á tíu ára fresti, næstu 50 árin, munu K. bjóða landsmönnum tugi milljarða til framkvæmda í dreifbýlinu, s .s. til hafnargerðar, flugvalla, hótela og virkjana, auk vegagerðar.
Ÿ Þannig eignast þeir m.a. verðmæt landsvæði fyrir sveltandi og landsnauða kínverska bændur, allan kvóta sjávarútvegins og svæði til rekstrar stórtækrar fiskiræktar í fjörðum landsins.
Ÿ Íslendingum mun fækka á næstu áratugum, aðallega um miðja öldina, en þá mun bresta á fólksflótti frá landinu. Tímasetningin helst í hendur við aukin tök kínverskra stjórnvalda á íslenska þjóðlífinu sem gefur þeim vald til að flytja til landsins nokkra tugi þúsunda landbúnaðarverkafólks til stórfellrar framleiðslu á matvælum.
Ÿ Er líður á öldina mun meiri hluti landsmanna verða kominn af innflytjendum í 2. eða 3. ættlið
og þeir því verma helstu valdastóla íslensks samfélags, s.s.á alþingi og í stjórnarráði.
Ÿ Erlendum ferðamönnum, öðrum en frá Kína, mun fækka eftir að K. hafa náð tangarhaldi á ferðaskrifstofum og hótelum landsins.
Ÿ Að 99 árum liðnum mun þjóðin hafa gleymt hver á landið sem K. tóku á leigu á sínum tíma enda verða K þá búnir að ná yfirráðum yfir atvinnulífinu í landinu.
Ÿ Verklýðsfélög verða aflögð en stjórn sérhvers fyrirtækis mun ákveða launakjör starfsmanna sinna.
Ÿ Kínverskan, sú sem yfirstéttin í Peking talar, mun þá fá sama vægi og íslenskan í skólakerfinu. Saga lands og þjóðar verður kennd í skötulíki miðað við það sem áður var, þar sem hún hefur að mestu vikið fyrir árþúsunda sögu heimsveldisins.
Þingeyingar hafa verið sómi þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, um aldir. Síst vil ég trúa þeim til að verða fyrstir landsmanna til að hvetja til að reistur verði minnisvarði um yfirtöku heimsveldis á heimahögumþeirra, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þróun íslensks þjóðfélags um aldir.
Svo mikill er glampinn í augum sumra fylgismanna samningsgerðarinnar að engu er líkara en að þeir geti hugsað sér Huang Nubo sem næsta húsbónda að Bessastöðum.
Fullyrða má að hnignun íslenska þjóðfélagsins hefjist er Huang Nubo tekur fyrstu skóflustunguna að höfuðbóli sínu að Grímsstöðum á Fjöllum.
Skoðun

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar