Vilt þú persónukjör í kosningum til Alþingis? Þorkell Helgason skrifar 20. september 2012 06:00 Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“ Við Alþingiskosningar er kosið um flokka og hefur svo verið í rúma hálfa öld. Kjósandi getur að vísu strikað út nöfn af þeim lista sem hann velur eða breytt röð frambjóðenda, en þetta er næsta gagnslaus athöfn. Aðeins einu sinni hefur það gerst að frambjóðandi hafi ekki náð þingsæti af þeim sökum. Það var fyrir margt löngu, árið 1946. Lengi hefur verið talað um að gefa kjósendum raunverulegan kost á að velja sér þingmannsefni. Skref var stigið í þá átt í kosningalögum frá árinu 2000. Núverandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um allróttækt kerfi persónukjörs árið 2009 en það dagaði uppi vegna málþófs. Stjórnlagaráð leggur til gagngerar breytingar á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Þar ber hæst að gerð er krafa um jafnt vægi atkvæða, en líka um virkt persónukjör. Kjósendum skal gert kleift að velja sér frambjóðendur, jafnvel af listum fleiri en eins flokks. Þeir mega líka merkja við einn lista, eins og nú, en teljast þá hafa lagt alla frambjóðendur listans að jöfnu.Rök fyrir JÁ við spurningunni Þeir sem vilja persónukjör í meira mæli en nú svara með jái. Verði það niðurstaða meirihluta kjósenda má ætla að persónukjörsákvæði stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar. Hver eru rökin og hvað vinnst?: Ÿ Mikill áhugi kom fram á þjóðfundinum 2010 á persónukjöri. Ÿ Þjóðinni er brýnt að fá góða þingmenn. Valið á fulltrúum hvers flokks skiptir ekki síður máli en valið á milli flokkanna sjálfra. Ÿ Kjósendur hér á landi hafa ekki haft raunverulegan kost á að velja sér frambjóðendur og orðið að merkja við lista eins og hann er að þeim réttur. Ÿ Þróunin í grannlöndunum er til aukinna áhrifa kjósenda á val á þingmönnum. Við höfum verið eftirbátar annarra og þróunin jafnvel á stundum verið í öfuga átt. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi velja kjósendur alfarið hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. Ÿ Með persónukjörstillögum stjórnlagaráðs er farinn meðalvegur þar sem flokkarnir ákveða áfram hvaða frambjóðendur standa til boða en kjósendur velja síðan á milli þeirra. Segja má að flokkarnir leggi réttina á hlaðborðið en kjósendur velji sér þá sem þeim finnast gómsætastir! Ÿ Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en fái litlu ráðið um hvaða einstaklingar veljast á þing? Ÿ Virðing Alþingis er lítil og áhugi á lýðræðinu dræmur. Með persónukjöri má snúa þessu við og vekja fólk til lýðræðislegrar þátttöku og ábyrgðar.Rök fyrir NEI við spurningunni Þeir sem segja nei eru væntanlega að lýsa blessun sinni yfir núverandi kerfi, þar sem röð þingsæta er ákveðin innan hvers flokks; stundum með prófkjörum, misjöfnum að gæðum. Á kjörstað standa síðan þessar pakkalausnir til boða. Rök þeirra sem vilja viðhalda þessu gætu verið eftirfarandi, hér ásamt gagnrökum pistilshöfundar: Ÿ Fullyrt er að persónukjör grafi undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlöndum þar sem alfarið eru kosnir einstaklingar en ekki flokkar, svo sem í Finnlandi eða á Írlandi. Ÿ Sagt er að kosningabarátta muni snúast um persónur en ekki stefnur ef tekið verður upp persónukjör. En þingmenn eru bundnir við sannfæringu sína en ekki við stefnumið úr kosningabaráttunni. Kjósendum er því brýnt að geta valið sér fulltrúa með heilbrigða skynsemi – og samviskusama sannfæringu! Ÿ Sagt er að þingmenn þurfi að vera innbyrðis samstíga, hver í sínum flokki, ella verði glundroði. Þetta þarf ekki að vera lögmál enda spurning um vinnubrögð og umræðumenningu. Benda má á að fulltrúum í stjórnlagaráði tókst prýðilega að ná saman og voru þó allir valdir sem einstaklingar, en ekki sem fulltrúar einhverra hópa.Ályktun Pistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni um persónukjör þannig að kjósendur fái raunveruleg áhrif við kjörborðið og þar með aukna lýðræðisvitund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“ Við Alþingiskosningar er kosið um flokka og hefur svo verið í rúma hálfa öld. Kjósandi getur að vísu strikað út nöfn af þeim lista sem hann velur eða breytt röð frambjóðenda, en þetta er næsta gagnslaus athöfn. Aðeins einu sinni hefur það gerst að frambjóðandi hafi ekki náð þingsæti af þeim sökum. Það var fyrir margt löngu, árið 1946. Lengi hefur verið talað um að gefa kjósendum raunverulegan kost á að velja sér þingmannsefni. Skref var stigið í þá átt í kosningalögum frá árinu 2000. Núverandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um allróttækt kerfi persónukjörs árið 2009 en það dagaði uppi vegna málþófs. Stjórnlagaráð leggur til gagngerar breytingar á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Þar ber hæst að gerð er krafa um jafnt vægi atkvæða, en líka um virkt persónukjör. Kjósendum skal gert kleift að velja sér frambjóðendur, jafnvel af listum fleiri en eins flokks. Þeir mega líka merkja við einn lista, eins og nú, en teljast þá hafa lagt alla frambjóðendur listans að jöfnu.Rök fyrir JÁ við spurningunni Þeir sem vilja persónukjör í meira mæli en nú svara með jái. Verði það niðurstaða meirihluta kjósenda má ætla að persónukjörsákvæði stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar. Hver eru rökin og hvað vinnst?: Ÿ Mikill áhugi kom fram á þjóðfundinum 2010 á persónukjöri. Ÿ Þjóðinni er brýnt að fá góða þingmenn. Valið á fulltrúum hvers flokks skiptir ekki síður máli en valið á milli flokkanna sjálfra. Ÿ Kjósendur hér á landi hafa ekki haft raunverulegan kost á að velja sér frambjóðendur og orðið að merkja við lista eins og hann er að þeim réttur. Ÿ Þróunin í grannlöndunum er til aukinna áhrifa kjósenda á val á þingmönnum. Við höfum verið eftirbátar annarra og þróunin jafnvel á stundum verið í öfuga átt. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi velja kjósendur alfarið hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. Ÿ Með persónukjörstillögum stjórnlagaráðs er farinn meðalvegur þar sem flokkarnir ákveða áfram hvaða frambjóðendur standa til boða en kjósendur velja síðan á milli þeirra. Segja má að flokkarnir leggi réttina á hlaðborðið en kjósendur velji sér þá sem þeim finnast gómsætastir! Ÿ Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en fái litlu ráðið um hvaða einstaklingar veljast á þing? Ÿ Virðing Alþingis er lítil og áhugi á lýðræðinu dræmur. Með persónukjöri má snúa þessu við og vekja fólk til lýðræðislegrar þátttöku og ábyrgðar.Rök fyrir NEI við spurningunni Þeir sem segja nei eru væntanlega að lýsa blessun sinni yfir núverandi kerfi, þar sem röð þingsæta er ákveðin innan hvers flokks; stundum með prófkjörum, misjöfnum að gæðum. Á kjörstað standa síðan þessar pakkalausnir til boða. Rök þeirra sem vilja viðhalda þessu gætu verið eftirfarandi, hér ásamt gagnrökum pistilshöfundar: Ÿ Fullyrt er að persónukjör grafi undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlöndum þar sem alfarið eru kosnir einstaklingar en ekki flokkar, svo sem í Finnlandi eða á Írlandi. Ÿ Sagt er að kosningabarátta muni snúast um persónur en ekki stefnur ef tekið verður upp persónukjör. En þingmenn eru bundnir við sannfæringu sína en ekki við stefnumið úr kosningabaráttunni. Kjósendum er því brýnt að geta valið sér fulltrúa með heilbrigða skynsemi – og samviskusama sannfæringu! Ÿ Sagt er að þingmenn þurfi að vera innbyrðis samstíga, hver í sínum flokki, ella verði glundroði. Þetta þarf ekki að vera lögmál enda spurning um vinnubrögð og umræðumenningu. Benda má á að fulltrúum í stjórnlagaráði tókst prýðilega að ná saman og voru þó allir valdir sem einstaklingar, en ekki sem fulltrúar einhverra hópa.Ályktun Pistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni um persónukjör þannig að kjósendur fái raunveruleg áhrif við kjörborðið og þar með aukna lýðræðisvitund.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun