Auknar kröfur Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. september 2012 06:00 Á ferðum vegna framboðs til embættis forseta Íslands barst Alþingi oft í tal. Vissulega telja margir ýmislegt athugavert við störf þess og enn fremur að verulega vanti upp á traustið og virðinguna. Helst var fundið að flýtimeðferð sumra stærri mála, málþófi, óvönduðum málflutningi, málafjölda og skorti á frumkvæði eða þekkingu í mikilvægum málum. Flestir töldu það einbert mál þingsins og stjórnmálaflokkanna að hlusta á gagnrýnina, ræða vandann og taka hressilega til á vinnustaðnum. Ástæða þeirrar afstöðu er sú vissa að aðkoma annarra að málinu er í orði en ekki á borði, og gildir einu hvort um er að ræða stjórnmálafræðing, Jón og Gunnu eða forseta Íslands. Í stöku tilviki komu upp raddir sem lýstu því að „forsetinn þyrfti að taka í lurginn á þingmönnum“ en við umræður kom jafnan í ljós að hann hefur ekki annað til ráða en umvandanir eða ábendingar. Telja verður sennilegast að þær yrðu auðveldlega að nöldri eða endurtekningum sem fljótt tapa merkingu. Þegar sitjandi forseti heldur því fram að þjóðin hafi nokkrar áhyggjur af þingstörfum, er óþarft að draga orðin í efa en öðru máli gegnir um staðhæfingar um að verði ekki tekið á vandanum „munu áfram aukast kröfur um afskipti hans af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast“. Fyrir því segist hann hafa boðskap margra, bæði „kjósenda og einstakra frambjóðenda, í aðdraganda kosninganna“. Sú staðhæfing er ekki studd rökum. En hvað sem því líður verður að staðhæfa ýmislegt á móti, með dálitlum rökum. Bein afskipti forseta af lagasetningu felast í málskotsréttinum margumtalaða en ekki neinu öðru. Sitjandi forseti getur þá, samkvæmt nýföllnum orðum, fjölgað nei-unum við frumvörpum samþykktum á Alþingi. Ekki verður séð að það leysi vanda þess. Þarna er stjórnarskráin skýr. Vilji hann leggja fram frumvarp (sbr. 25 gr. stjórnarskrárinnar), verður það aðeins gert með fulltingi forsætisráðherra sbr. 13. greinina: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík. Vandséð er hvað það læknar innan þings eða hvort forsetafrumvarp fengist lagt fram, í hvaða tilgangi og hvaða meðferð það fengi. Aftur er stjórnarskráin skýr. Og varla á forsetinn við setningu bráðabirgðalaga (sbr. 28. gr.). Forseti minnir réttilega á í ræðu sinni við setningu Alþingis að með lögum skuli land byggja. Nú skuldar hann öllum víðtækar skýringar á staðhæfingunni um hvernig hann sér fyrir sér auknar kröfur um eigin afskipti af lagasetningu og hvaða úrræði hans þær kalla á. Um það verða gerðar kröfur á haustmánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á ferðum vegna framboðs til embættis forseta Íslands barst Alþingi oft í tal. Vissulega telja margir ýmislegt athugavert við störf þess og enn fremur að verulega vanti upp á traustið og virðinguna. Helst var fundið að flýtimeðferð sumra stærri mála, málþófi, óvönduðum málflutningi, málafjölda og skorti á frumkvæði eða þekkingu í mikilvægum málum. Flestir töldu það einbert mál þingsins og stjórnmálaflokkanna að hlusta á gagnrýnina, ræða vandann og taka hressilega til á vinnustaðnum. Ástæða þeirrar afstöðu er sú vissa að aðkoma annarra að málinu er í orði en ekki á borði, og gildir einu hvort um er að ræða stjórnmálafræðing, Jón og Gunnu eða forseta Íslands. Í stöku tilviki komu upp raddir sem lýstu því að „forsetinn þyrfti að taka í lurginn á þingmönnum“ en við umræður kom jafnan í ljós að hann hefur ekki annað til ráða en umvandanir eða ábendingar. Telja verður sennilegast að þær yrðu auðveldlega að nöldri eða endurtekningum sem fljótt tapa merkingu. Þegar sitjandi forseti heldur því fram að þjóðin hafi nokkrar áhyggjur af þingstörfum, er óþarft að draga orðin í efa en öðru máli gegnir um staðhæfingar um að verði ekki tekið á vandanum „munu áfram aukast kröfur um afskipti hans af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast“. Fyrir því segist hann hafa boðskap margra, bæði „kjósenda og einstakra frambjóðenda, í aðdraganda kosninganna“. Sú staðhæfing er ekki studd rökum. En hvað sem því líður verður að staðhæfa ýmislegt á móti, með dálitlum rökum. Bein afskipti forseta af lagasetningu felast í málskotsréttinum margumtalaða en ekki neinu öðru. Sitjandi forseti getur þá, samkvæmt nýföllnum orðum, fjölgað nei-unum við frumvörpum samþykktum á Alþingi. Ekki verður séð að það leysi vanda þess. Þarna er stjórnarskráin skýr. Vilji hann leggja fram frumvarp (sbr. 25 gr. stjórnarskrárinnar), verður það aðeins gert með fulltingi forsætisráðherra sbr. 13. greinina: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík. Vandséð er hvað það læknar innan þings eða hvort forsetafrumvarp fengist lagt fram, í hvaða tilgangi og hvaða meðferð það fengi. Aftur er stjórnarskráin skýr. Og varla á forsetinn við setningu bráðabirgðalaga (sbr. 28. gr.). Forseti minnir réttilega á í ræðu sinni við setningu Alþingis að með lögum skuli land byggja. Nú skuldar hann öllum víðtækar skýringar á staðhæfingunni um hvernig hann sér fyrir sér auknar kröfur um eigin afskipti af lagasetningu og hvaða úrræði hans þær kalla á. Um það verða gerðar kröfur á haustmánuðum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun