Ben Stiller og samkeppnishæfni Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Fréttir af Ben Stiller og fylgdarliði hans hafa verið áberandi á síðustu vikum og mánuðum. Það er ekki hægt annað en vera stoltur af athyglinni sem vakin er á landinu okkar með veru hans og annarra kvikmyndastjarna hér. En það er vert að minna sig á það af hverju þau eru hér. Við viljum gjarnan tengja það beint við okkar stórbrotna landslag og fögru náttúru sem að sjálfsögðu eiga þar stóran þátt. En fyrst og fremst komum við til greina sem tökustaður fyrir stórmyndir eins og „The Secret life of Walter Mitty" vegna laga um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar sem sett voru árið 1999. Lögin byggja á því að veita endurgreiðslu á 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem fellur til á Íslandi. Við setningu þessara laga varð Ísland samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Það þarf ekki að taka fram hversu mikil og góð áhrif lögin hafa haft á greinina en í dag starfa um 800 manns við kvikmyndagerð á Íslandi og eru þar ótalin öll þau afleiddu störf sem falla til en talið er að þau séu allt að þrisvar sinnum fleiri. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að missa fólkið okkar úr landi í þessari grein – miklu frekar höfum við verið að fá fólkið okkar aftur heim sem starfað hefur við kvikmyndagerð erlendis. Staða kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi í dag er staðfesting á því að þegar ríkisvaldið sleppir tökunum, lækkar álögur og leyfir einkaframtakinu að njóta sín þá njóta allir góðs af því. Nú stendur til að hækka álögur á ferðaþjónustu þannig að nánast verður útilokað fyrir fyrirtækin að vera áfram samkeppnishæf alþjóðlega. Það gilda nákvæmlega sömu lögmál í ferðaþjónustunni og að markaðssetja Ísland sem tökustað. Ef skattaumhverfið er ekki samkeppnishæft þá komum við ekki til greina – við erum ekki á listanum. Ef við ætlum að nýta þann meðbyr sem Ben Stiller og félagar hans hafa veitt okkur þá hækkum við ekki álögur á ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Fréttir af Ben Stiller og fylgdarliði hans hafa verið áberandi á síðustu vikum og mánuðum. Það er ekki hægt annað en vera stoltur af athyglinni sem vakin er á landinu okkar með veru hans og annarra kvikmyndastjarna hér. En það er vert að minna sig á það af hverju þau eru hér. Við viljum gjarnan tengja það beint við okkar stórbrotna landslag og fögru náttúru sem að sjálfsögðu eiga þar stóran þátt. En fyrst og fremst komum við til greina sem tökustaður fyrir stórmyndir eins og „The Secret life of Walter Mitty" vegna laga um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar sem sett voru árið 1999. Lögin byggja á því að veita endurgreiðslu á 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem fellur til á Íslandi. Við setningu þessara laga varð Ísland samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Það þarf ekki að taka fram hversu mikil og góð áhrif lögin hafa haft á greinina en í dag starfa um 800 manns við kvikmyndagerð á Íslandi og eru þar ótalin öll þau afleiddu störf sem falla til en talið er að þau séu allt að þrisvar sinnum fleiri. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að missa fólkið okkar úr landi í þessari grein – miklu frekar höfum við verið að fá fólkið okkar aftur heim sem starfað hefur við kvikmyndagerð erlendis. Staða kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi í dag er staðfesting á því að þegar ríkisvaldið sleppir tökunum, lækkar álögur og leyfir einkaframtakinu að njóta sín þá njóta allir góðs af því. Nú stendur til að hækka álögur á ferðaþjónustu þannig að nánast verður útilokað fyrir fyrirtækin að vera áfram samkeppnishæf alþjóðlega. Það gilda nákvæmlega sömu lögmál í ferðaþjónustunni og að markaðssetja Ísland sem tökustað. Ef skattaumhverfið er ekki samkeppnishæft þá komum við ekki til greina – við erum ekki á listanum. Ef við ætlum að nýta þann meðbyr sem Ben Stiller og félagar hans hafa veitt okkur þá hækkum við ekki álögur á ferðaþjónustu.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun