Aron ætlar að byggja á góðum grunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2012 07:00 Aron segir draum vera að rætast hjá sér. Hann er stoltur að fá tækifæri til þess að stýra íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur Aron Kristjánsson var í gær ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins til ársins 2015. Sú ráðning kom fáum á óvart enda hefur það legið í loftinu lengi að Aron tæki við liðinu. Hinn sigursæli þjálfari Hauka fær það verðuga verkefni að feta í fótspor Guðmundar Guðmundssonar sem náð hefur sögulegum árangri með íslenska landsliðið. Ásamt því að þjálfa landsliðið mun Aron þjálfa Haukaliðið næsta vetur en láta svo af störfum til þess að einbeita sér alfarið að störfum fyrir HSÍ. „Viðræður hófust fyrri part sumars þegar það lá fyrir að Guðmundur myndi hætta. Viðræður fóru svo almennilega í gang eftir því sem leið á sumarið, gengu vel og við kláruðum þetta dæmi rétt fyrir Ólympíuleikana," sagði Aron en hann mun láta af einu af tveimur störfum sínum þar sem hann er farinn að þjálfa landsliðið. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. Hann segir að Haukar hafi ekki verið ánægðir með það. „Þeir skildu ekki af hverju ég gat ekki sinnt báðum störfum áfram. Ég er aftur á móti að fara að vinna uppbyggingu handboltans fyrir HSÍ en sú uppbygging þarf að fara að gerast." Þarf að efla þjálfaramenntun á ÍslandiÞað hefur oft verið talað um að gera hitt og þetta í uppbyggingu handboltans á Íslandi en oftar en ekki lítið gerst. Hvað þarf nákvæmlega að gera til þess að tryggja að framtíð íslenska landsliðsins verði áfram björt? „Við þurfum fyrst og fremst að efla þjálfaramenntun og fá fleiri þjálfara. Sú vinna er þegar farin í gang. Afreksstefnan utan um efnilega leikmenn þarf að vera í lagi og vinna með félögunum. Það þarf að vinna í líkamlega þættinum og þar höfum við oft setið eftir. Það þarf að byrja fyrr markvisst í þeim efnum. Svo er það andlegi hlutinn líka sem þarf að vinna í en gleymist oft. Það er hellingur sem þarf að gera hér á landi og ég hef talað fyrir þessu síðustu ár. Nú hef ég tækifæri til þess að gera eitthvað í málunum." Aron hefur áður lýst því yfir í viðtölum að það væri hans draumur að fá að þjálfa íslenska landsliðið. „Ég held að flesta þjálfara dreymi að þjálfa landslið sinnar þjóðar. Ég er engin undantekning frá því. Ég er ánægður og mjög stoltur að fá tækifæri til þess að stýra íslenska landsliðinu," sagði Aron en óttast hann ekkert að taka við af Guðmundi eftir allan þann árangur sem náðst hefur? „Það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. Guðmundur og þjálfarateymið stóð sig mjög vel sem og liðið. Það er samt skammt stórra högga á milli. Við höfum verið að vinna til verðlauna og svo lenda í því að nánast detta úr riðlakeppni á næsta móti. Samkeppnin er gríðarlega hörð í alþjóðaboltanum og það má lítið út af bregða svo hlutirnir fari á verri veg. Þegar allt smellur eigum við möguleika að vera á meðal þeirra allra fremstu." Aron segist ekki vita, frekar en aðrir, hvort Ólafur Stefánsson sé hættur í landsliðinu eða í handbolta yfir höfuð. Leikmenn eins og Guðjón Valur Sigurðsson hafa svo gefið í skyn að þeir ætli jafnvel að draga sig úr landsliðinu. „Ég bind vonir við að flestir leikmanna liðsins muni halda áfram. Mitt fyrsta verkefni er að heyra í strákunum og vonandi bjóða allir leikmenn áfram fram krafta sína. Ég mun leggja áherslu á það. Ætlunin er að byggja á þessum góða grunni en það verða einhverjar áherslubreytingar meðð nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju ætlar hann að breyta? „Þegar tími gefst til verðum við bæta við einni varnaraðferð til þess að auka fjölbreytileikann og vera með sterkara vopnabúr. Ég fer í það að leikgreina liðið núna og við sjáum svo hvað setur." Þarf að minnka bilið á milli góðu og efnilegu leikmannannaÞað styttist í kynslóðaskipti hjá landsliðinu. Margir af bestu landsliðsmönnum í sögu þjóðarinnar munu líklega hætta á næstu árum. Hvernig blasir framtíðin eftir það við Aroni? „Á næstu fimm árum verða einhver kynslóðaskipti. Það hefur orðið mikið bil á milli leikmanna landsliðsins síðustu ár, sem eru allt heimsklassamenn, og svo þeirra sem eru þar fyrir aftan. Það þarf að reyna að minnka bilið með því að finna verkefni fyrir þessa menn. Á einhvern hátt þarf að stytta leiðina og gera endurnýjunina markvissari," sagði Aron en á Ísland nógu góða leikmenn til þess að halda landsliðinu í fremstu röð næstu tíu ár? „Það eru efnilegir strákar að koma upp og spurning er hvernig menn halda á spöðunum. Það er eitt að vera efnilegur og annað að taka þetta alla leið og verða betri. Það krefst mikillar vinnu og það er spurningin. Íslenskir atvinnumenn eru þó vinsælir út af vinnusemi og hugarfari. Við verðum að vinna markvisst niður á við til þess að minnka bilið og styrkja ungu mennina," sagði Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Aron Kristjánsson var í gær ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins til ársins 2015. Sú ráðning kom fáum á óvart enda hefur það legið í loftinu lengi að Aron tæki við liðinu. Hinn sigursæli þjálfari Hauka fær það verðuga verkefni að feta í fótspor Guðmundar Guðmundssonar sem náð hefur sögulegum árangri með íslenska landsliðið. Ásamt því að þjálfa landsliðið mun Aron þjálfa Haukaliðið næsta vetur en láta svo af störfum til þess að einbeita sér alfarið að störfum fyrir HSÍ. „Viðræður hófust fyrri part sumars þegar það lá fyrir að Guðmundur myndi hætta. Viðræður fóru svo almennilega í gang eftir því sem leið á sumarið, gengu vel og við kláruðum þetta dæmi rétt fyrir Ólympíuleikana," sagði Aron en hann mun láta af einu af tveimur störfum sínum þar sem hann er farinn að þjálfa landsliðið. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. Hann segir að Haukar hafi ekki verið ánægðir með það. „Þeir skildu ekki af hverju ég gat ekki sinnt báðum störfum áfram. Ég er aftur á móti að fara að vinna uppbyggingu handboltans fyrir HSÍ en sú uppbygging þarf að fara að gerast." Þarf að efla þjálfaramenntun á ÍslandiÞað hefur oft verið talað um að gera hitt og þetta í uppbyggingu handboltans á Íslandi en oftar en ekki lítið gerst. Hvað þarf nákvæmlega að gera til þess að tryggja að framtíð íslenska landsliðsins verði áfram björt? „Við þurfum fyrst og fremst að efla þjálfaramenntun og fá fleiri þjálfara. Sú vinna er þegar farin í gang. Afreksstefnan utan um efnilega leikmenn þarf að vera í lagi og vinna með félögunum. Það þarf að vinna í líkamlega þættinum og þar höfum við oft setið eftir. Það þarf að byrja fyrr markvisst í þeim efnum. Svo er það andlegi hlutinn líka sem þarf að vinna í en gleymist oft. Það er hellingur sem þarf að gera hér á landi og ég hef talað fyrir þessu síðustu ár. Nú hef ég tækifæri til þess að gera eitthvað í málunum." Aron hefur áður lýst því yfir í viðtölum að það væri hans draumur að fá að þjálfa íslenska landsliðið. „Ég held að flesta þjálfara dreymi að þjálfa landslið sinnar þjóðar. Ég er engin undantekning frá því. Ég er ánægður og mjög stoltur að fá tækifæri til þess að stýra íslenska landsliðinu," sagði Aron en óttast hann ekkert að taka við af Guðmundi eftir allan þann árangur sem náðst hefur? „Það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. Guðmundur og þjálfarateymið stóð sig mjög vel sem og liðið. Það er samt skammt stórra högga á milli. Við höfum verið að vinna til verðlauna og svo lenda í því að nánast detta úr riðlakeppni á næsta móti. Samkeppnin er gríðarlega hörð í alþjóðaboltanum og það má lítið út af bregða svo hlutirnir fari á verri veg. Þegar allt smellur eigum við möguleika að vera á meðal þeirra allra fremstu." Aron segist ekki vita, frekar en aðrir, hvort Ólafur Stefánsson sé hættur í landsliðinu eða í handbolta yfir höfuð. Leikmenn eins og Guðjón Valur Sigurðsson hafa svo gefið í skyn að þeir ætli jafnvel að draga sig úr landsliðinu. „Ég bind vonir við að flestir leikmanna liðsins muni halda áfram. Mitt fyrsta verkefni er að heyra í strákunum og vonandi bjóða allir leikmenn áfram fram krafta sína. Ég mun leggja áherslu á það. Ætlunin er að byggja á þessum góða grunni en það verða einhverjar áherslubreytingar meðð nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju ætlar hann að breyta? „Þegar tími gefst til verðum við bæta við einni varnaraðferð til þess að auka fjölbreytileikann og vera með sterkara vopnabúr. Ég fer í það að leikgreina liðið núna og við sjáum svo hvað setur." Þarf að minnka bilið á milli góðu og efnilegu leikmannannaÞað styttist í kynslóðaskipti hjá landsliðinu. Margir af bestu landsliðsmönnum í sögu þjóðarinnar munu líklega hætta á næstu árum. Hvernig blasir framtíðin eftir það við Aroni? „Á næstu fimm árum verða einhver kynslóðaskipti. Það hefur orðið mikið bil á milli leikmanna landsliðsins síðustu ár, sem eru allt heimsklassamenn, og svo þeirra sem eru þar fyrir aftan. Það þarf að reyna að minnka bilið með því að finna verkefni fyrir þessa menn. Á einhvern hátt þarf að stytta leiðina og gera endurnýjunina markvissari," sagði Aron en á Ísland nógu góða leikmenn til þess að halda landsliðinu í fremstu röð næstu tíu ár? „Það eru efnilegir strákar að koma upp og spurning er hvernig menn halda á spöðunum. Það er eitt að vera efnilegur og annað að taka þetta alla leið og verða betri. Það krefst mikillar vinnu og það er spurningin. Íslenskir atvinnumenn eru þó vinsælir út af vinnusemi og hugarfari. Við verðum að vinna markvisst niður á við til þess að minnka bilið og styrkja ungu mennina," sagði Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira