Óskar Bjarni: Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2012 07:30 Samstarf Óskars Bjarna og Guðmundar var mjög farsælt. Mynd/Vilhelm Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Guðmundar Guðmundssonar síðustu fjögur ár. Hann ákvað að láta af því starfi eftir Ólympíuleikana. Fannst það góður tímapunktur þar sem hann var þess utan að taka að sér spennandi þjálfarastarf í Danmörku. Óskari Bjarna hefur nú snúist hugur og flest bendir til þess að hann verði aðstoðarlandsliðsþjálfari Arons Kristjánssonar. Þegar er búið að ganga frá því að Gunnar Magnússon verði áfram í þjálfarateyminu en HSÍ vill halda bæði Gunnari og Óskari Bjarna enda hafi þeir staðið sig vel og eru í metum hjá leikmönnum liðsins. „Ólympíuleikarnir áttu að vera endapunktur. Ég verð samt að viðurkenna að mig langar til þess að vera í kringum þetta. Mig langar að vera með Aroni og strákunum og reyna að púsla þessu öllu saman hjá mér," sagði Óskar Bjarni en hann hefur virkilega notið þess að vinna með landsliðinu. „Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu og því erfitt að hætta. Þetta er það skemmtilegt og gefandi." Knútur Hauksson, formaður HSÍ, sagði á blaðamannafundi í gær að reynt hefði verið að ganga frá málunum í gær en það hefði ekki gengið upp alveg strax. „Það eru talsverðar líkur á því að þetta gangi upp. Það eru allir að vinna í því að láta málið ganga upp. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Guðmundar Guðmundssonar síðustu fjögur ár. Hann ákvað að láta af því starfi eftir Ólympíuleikana. Fannst það góður tímapunktur þar sem hann var þess utan að taka að sér spennandi þjálfarastarf í Danmörku. Óskari Bjarna hefur nú snúist hugur og flest bendir til þess að hann verði aðstoðarlandsliðsþjálfari Arons Kristjánssonar. Þegar er búið að ganga frá því að Gunnar Magnússon verði áfram í þjálfarateyminu en HSÍ vill halda bæði Gunnari og Óskari Bjarna enda hafi þeir staðið sig vel og eru í metum hjá leikmönnum liðsins. „Ólympíuleikarnir áttu að vera endapunktur. Ég verð samt að viðurkenna að mig langar til þess að vera í kringum þetta. Mig langar að vera með Aroni og strákunum og reyna að púsla þessu öllu saman hjá mér," sagði Óskar Bjarni en hann hefur virkilega notið þess að vinna með landsliðinu. „Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu og því erfitt að hætta. Þetta er það skemmtilegt og gefandi." Knútur Hauksson, formaður HSÍ, sagði á blaðamannafundi í gær að reynt hefði verið að ganga frá málunum í gær en það hefði ekki gengið upp alveg strax. „Það eru talsverðar líkur á því að þetta gangi upp. Það eru allir að vinna í því að láta málið ganga upp. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira