ESB-aðild og íslensk menning Einar Benediktsson skrifar 21. ágúst 2012 06:00 Samstarf að því er varðar menntun, menningarmál og æskulýðsmál er ein af grunnstoðum Evrópusambandsins. Ísland hóf þátttöku í verkefnum þess varðandi menntun og starfsþjálfun þegar árið 1990. Frá 1994 með tilkomu EES-samningsins hefur fjöldi Íslendinga tekið þátt í símenntunaráætlun ESB og komið hefur verið á aðgerðaáætlun um símenntun sem er mikilvægur liður í baráttu gegn atvinnuleysi. Landsskrifstofa Menntaáætlunar ESB annast ýmsar undiráætlanir, þ.m.t. Comenius, Erasmus, Grundtvig og Leonardo sem skipuleggja skólaheimsóknir, nemenda- og kennaraskipti, samvinnu um námsefni o.fl. Þúsundir íslenskra nemenda, kennara og skólastjórnenda hafa tekið þátt í þessu samstarfi. Íslendingar taka sömuleiðis virkan þátt í ESB-samstarfi í málefnum er varða ungt fólk í gegnum aðgerðaáætlun ESB í æskulýðsmálum. Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin styrkir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára og þá sem starfa með ungu fólki. Þá tekur Ísland þátt í menningaráætlun ESB og því hafa íslenskir listamenn notið góðs af menningarstyrkjum, t.d. í kvikmyndagerð í gegnum Media-áætlunina en einnig á öðrum sviðum svo sem bókmenntaþýðingum og með samstarfi við tónlistarmenn og leikhópa. n Um 20.000 Íslendingar hafa tekið þátt í evrópskum samstarfsverkefnum n Mestu fé var veitt í verkefni er tengjast rannsóknum og þróun en um þriðjungur til stuðnings verkefnum á sviði menntunar og menningar. nÞátttaka ungmenna í áætlun ESB á sviði æskulýðsmála hefur verið afar góð en frá árinu 2001 hafa um 600 Íslendingar notið góðs af henni árlega. Þátttaka okkar í menntunar- og menningarstarfsemi Evrópusambandsins undanfarinn aldarfjórðung er til marks um getu Íslendinga í umsvifamiklu alþjóðasamstarfi sem varðar framtíðarheill þjóðfélagsins. Þetta geta samningamenn okkar lagt fram stoltir í Brussel. Upplýsingagjöfin í aðildarviðræðunum og ofangreint er fengið þaðan, hún er afar þýðingarmikil leið til upplýsinga við stjórnsýslu Evrópu um jafningjann sem Ísland er í menntunar- og menningarmálum. Jafningjar í samstarfi nútímans, en í öllu meiri og veglegri stöðu frá fornu fari. Við aðild að Evrópusambandinu yrði íslenska þar opinbert mál, eins og aðrar þjóðtungur. Það er einmitt stefna ESB að varðveita og efla tungumál þjóðanna og minnihlutahópa. Málið í Lúxemborg er skínandi dæmi um það. Framtíðarstaða íslenskunnar innan Evrópusambandsins yrði tvímælalaust sterkari en ella.Hlutur íslenskrar menningar í Evrópu Menning Íslendinga og íslensk menning er tvennt aðskilið, svo sem Sigurður Nordal bendir á. Hið íslenska, skerfur Íslendinga til heimsmenningarinnar, er í fornbókmenntum og orðsins list. Nordal bendir á, að mjög fáir erlendir afburðamenn hafi gefið Íslandi gaum nema á sviði fornbókmenntanna og skýrist það af því hver framtíðaráhrif víkingaöldin hafði. Afkomendur kynstofnsins sem sveimaði um til árása og landkönnunnar, hafa haft forystu í Norðurálfu í landnámi og yfirdrottnun víða um heim, allt frá krossferðum til yfirgangs heimsvelda. Af þessu leiðir að háskólasamfélög sem fremst standa í Evrópu og Ameríku, hafa lengi haft í sínu liði frábæra sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við allmarga úr þeim hópi hafði ég í sendiherrastarfi afar gagnleg og ánægjuleg samskipti. Langa greinargerð þyrfti til að gera skil öllu því sem þakka má þessum ágætu fræðimönnum og Íslandsvinum í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum. Eftir þá og forvera þeirra undanfarnar aldir, liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga og kennslustörfin skipta ekki síður miklu máli. Í fjölmörgum erlendum háskólum hefur lengi farið fram dýrmæt fræðsla í íslenskri menningu og það líka fyrir nemendur frá fjarlægum löndum. Hin glæsilega saga Snorra af Noregskonungum til forna var það sem beinlínis vakti eldmóð Norðmanna í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld en þá gneistaði af afburðamönnum menningar með Grieg og Ibsen í broddi fylkingar. Eins og Vésteinn Ólason bendir á, hefur Snorra Edda haft mikil áhrif á sagnfræði, söguskoðun og sjálfsmynd Norðurlandabúa allt frá því að verkið var fyrst gefið út í danskri þýðingu árið 1633. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja hana öðrum þjóðum. Okkar hlutverk er varðveisla tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Hætta vegna utanaðkomandi áhrifa hefur verið fyrir hendi í mína lífstíð. Við eigum öflugt menntakerfi og svo sem við rísum upp úr Hruninu, munum við styrkja íslenskt þjóðfélag. Við eigum rétt í senn til sjálfsforræðis og þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar. Hinn norðlæga burðarás í menningargrunni Evrópu sköpuðu Íslendingar og varðveittu. Án hans er myndin ófullkomin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Samstarf að því er varðar menntun, menningarmál og æskulýðsmál er ein af grunnstoðum Evrópusambandsins. Ísland hóf þátttöku í verkefnum þess varðandi menntun og starfsþjálfun þegar árið 1990. Frá 1994 með tilkomu EES-samningsins hefur fjöldi Íslendinga tekið þátt í símenntunaráætlun ESB og komið hefur verið á aðgerðaáætlun um símenntun sem er mikilvægur liður í baráttu gegn atvinnuleysi. Landsskrifstofa Menntaáætlunar ESB annast ýmsar undiráætlanir, þ.m.t. Comenius, Erasmus, Grundtvig og Leonardo sem skipuleggja skólaheimsóknir, nemenda- og kennaraskipti, samvinnu um námsefni o.fl. Þúsundir íslenskra nemenda, kennara og skólastjórnenda hafa tekið þátt í þessu samstarfi. Íslendingar taka sömuleiðis virkan þátt í ESB-samstarfi í málefnum er varða ungt fólk í gegnum aðgerðaáætlun ESB í æskulýðsmálum. Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin styrkir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára og þá sem starfa með ungu fólki. Þá tekur Ísland þátt í menningaráætlun ESB og því hafa íslenskir listamenn notið góðs af menningarstyrkjum, t.d. í kvikmyndagerð í gegnum Media-áætlunina en einnig á öðrum sviðum svo sem bókmenntaþýðingum og með samstarfi við tónlistarmenn og leikhópa. n Um 20.000 Íslendingar hafa tekið þátt í evrópskum samstarfsverkefnum n Mestu fé var veitt í verkefni er tengjast rannsóknum og þróun en um þriðjungur til stuðnings verkefnum á sviði menntunar og menningar. nÞátttaka ungmenna í áætlun ESB á sviði æskulýðsmála hefur verið afar góð en frá árinu 2001 hafa um 600 Íslendingar notið góðs af henni árlega. Þátttaka okkar í menntunar- og menningarstarfsemi Evrópusambandsins undanfarinn aldarfjórðung er til marks um getu Íslendinga í umsvifamiklu alþjóðasamstarfi sem varðar framtíðarheill þjóðfélagsins. Þetta geta samningamenn okkar lagt fram stoltir í Brussel. Upplýsingagjöfin í aðildarviðræðunum og ofangreint er fengið þaðan, hún er afar þýðingarmikil leið til upplýsinga við stjórnsýslu Evrópu um jafningjann sem Ísland er í menntunar- og menningarmálum. Jafningjar í samstarfi nútímans, en í öllu meiri og veglegri stöðu frá fornu fari. Við aðild að Evrópusambandinu yrði íslenska þar opinbert mál, eins og aðrar þjóðtungur. Það er einmitt stefna ESB að varðveita og efla tungumál þjóðanna og minnihlutahópa. Málið í Lúxemborg er skínandi dæmi um það. Framtíðarstaða íslenskunnar innan Evrópusambandsins yrði tvímælalaust sterkari en ella.Hlutur íslenskrar menningar í Evrópu Menning Íslendinga og íslensk menning er tvennt aðskilið, svo sem Sigurður Nordal bendir á. Hið íslenska, skerfur Íslendinga til heimsmenningarinnar, er í fornbókmenntum og orðsins list. Nordal bendir á, að mjög fáir erlendir afburðamenn hafi gefið Íslandi gaum nema á sviði fornbókmenntanna og skýrist það af því hver framtíðaráhrif víkingaöldin hafði. Afkomendur kynstofnsins sem sveimaði um til árása og landkönnunnar, hafa haft forystu í Norðurálfu í landnámi og yfirdrottnun víða um heim, allt frá krossferðum til yfirgangs heimsvelda. Af þessu leiðir að háskólasamfélög sem fremst standa í Evrópu og Ameríku, hafa lengi haft í sínu liði frábæra sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við allmarga úr þeim hópi hafði ég í sendiherrastarfi afar gagnleg og ánægjuleg samskipti. Langa greinargerð þyrfti til að gera skil öllu því sem þakka má þessum ágætu fræðimönnum og Íslandsvinum í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum. Eftir þá og forvera þeirra undanfarnar aldir, liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga og kennslustörfin skipta ekki síður miklu máli. Í fjölmörgum erlendum háskólum hefur lengi farið fram dýrmæt fræðsla í íslenskri menningu og það líka fyrir nemendur frá fjarlægum löndum. Hin glæsilega saga Snorra af Noregskonungum til forna var það sem beinlínis vakti eldmóð Norðmanna í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld en þá gneistaði af afburðamönnum menningar með Grieg og Ibsen í broddi fylkingar. Eins og Vésteinn Ólason bendir á, hefur Snorra Edda haft mikil áhrif á sagnfræði, söguskoðun og sjálfsmynd Norðurlandabúa allt frá því að verkið var fyrst gefið út í danskri þýðingu árið 1633. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja hana öðrum þjóðum. Okkar hlutverk er varðveisla tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Hætta vegna utanaðkomandi áhrifa hefur verið fyrir hendi í mína lífstíð. Við eigum öflugt menntakerfi og svo sem við rísum upp úr Hruninu, munum við styrkja íslenskt þjóðfélag. Við eigum rétt í senn til sjálfsforræðis og þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar. Hinn norðlæga burðarás í menningargrunni Evrópu sköpuðu Íslendingar og varðveittu. Án hans er myndin ófullkomin.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar