Björt framtíð Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð. Björt framtíð mun ekki lofa gulli og grænum skógum né draga kanínur úr hatti. Við viljum stunda stjórnmál af ábyrgð. Mörg stærstu og mikilvægustu viðfangsefni þjóðarinnar eru vandmeðfarin og yfirgripsmikil. Úrlausn þeirra krefst samræðu margra einstaklinga. Þess vegna er það eitt af markmiðum Bjartrar framtíðar að innleiða traust í samfélaginu, hvers á öðru og á upplýstri samræðu okkar á milli. Þetta viljum við gera með því að byrja sjálf að treysta og vera sjálf traustsins verð. Viðfangsefnin blasa við. Á Íslandi þarf meiri fjölbreytni. Samfélag er betra eftir því sem möguleikar fólks til þess að nýta hæfileika sína eru fleiri. Þess vegna höfðum við frumkvæði að gerð fjárfestingaáætlunar, sem ýtt hefur verið úr vör, þar sem áhersla er lögð á að efla vaxandi atvinnugreinar, aðrar en hinar hefðbundnu. Ísland þarfnast líka stöðugleika. Sumir fagna sveiflunum. Við gerum það ekki. Við viljum skapa á Íslandi samfélag þar sem fólk getur keypt bíl og íbúð án þess að gerast spákaupmenn. Þar sem fólk borgar skaplega vexti í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Við viljum að fólk geti gert plön fyrir sjálft sig og fyrirtæki sín. Sveiflurnar eru afleitar fyrir smátt samfélag. Maður þekkir mann. Þeir sem eru inn undir afla, aðrir tapa. Tækifærin eru ekki jöfn. Björt framtíð vill skora klíkusamfélagið og sérhagsmunasamfélagið á hólm og innleiða fjölbreytt og stöðugt samfélag jafnari tækifæra, þar sem fagmennska borgar sig, þar sem rök halda, upplýsingar og menntun skiptir máli og þar sem erfiði einstaklinga endar í góðri uppskeru. Það er marghliða verkefni og metnaðarfullt. Við viljum að Íslendingar allir njóti góðs af auðlindunum ásamt þeim sem nýta þær. Í arðinum af auðlindunum liggur besta og áþreifanlegasta tækifærið til þess að skapa hinn breiða grunn fyrir fjölbreytni sem okkur er tíðrætt um. Milljarðar geta nýst til þess að treysta velferðarkerfið, efla stuðning við nýsköpun og lækka álögur á fólk og fyrirtæki. Þannig vöxum við og döfnum. Tvennt verður þó alltaf að liggja til grundvallar: Virðing fyrir umhverfinu og virðing fyrir mannréttindum. Björt framtíð er grænn flokkur. Allur vöxtur og öll velferð verður að byggja á jafnvægi. Við verðum að umgangast umhverfi okkar og náttúru þannig að komandi kynslóðir njóti góðs til jafns við okkur. Þannig tengjast í raun umhverfismál mannréttindum, eins og orðað er ágætlega í drögum að nýrri stjórnarskrá. Hér hefur verið tæpt á grundvallaratriðum. Ályktun um þjóðfélagsmál, í stóru sem smáu, bíður umfjöllunar á væntanlegum stjórnarfundi. Við köllum hana Ályktun nr. 1. Svo opnum við einnig heimasíðu bráðum sem heitir Heimasidan.is. Þar ætlum við að hafa málefnastarfið. Við hvetjum fólk til þess að taka þátt. Fátt er mikilvægara í lýðræðisríki en að fólk taki þátt. Ef stjórnmál eru leiðinleg, öfgar ráða ríkjum og niðurrif, er hætt við að fáir vilji taka þátt. Stjórnmál verða geislavirk. Svið fyrir fáa. Þetta hefur gerst á Íslandi. Því skyldi enginn gera lítið úr enn einu markmiði sem Björt framtíð hefur sett sér: Að gera stjórnmál skemmtileg, innihaldsrík og uppbyggileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð. Björt framtíð mun ekki lofa gulli og grænum skógum né draga kanínur úr hatti. Við viljum stunda stjórnmál af ábyrgð. Mörg stærstu og mikilvægustu viðfangsefni þjóðarinnar eru vandmeðfarin og yfirgripsmikil. Úrlausn þeirra krefst samræðu margra einstaklinga. Þess vegna er það eitt af markmiðum Bjartrar framtíðar að innleiða traust í samfélaginu, hvers á öðru og á upplýstri samræðu okkar á milli. Þetta viljum við gera með því að byrja sjálf að treysta og vera sjálf traustsins verð. Viðfangsefnin blasa við. Á Íslandi þarf meiri fjölbreytni. Samfélag er betra eftir því sem möguleikar fólks til þess að nýta hæfileika sína eru fleiri. Þess vegna höfðum við frumkvæði að gerð fjárfestingaáætlunar, sem ýtt hefur verið úr vör, þar sem áhersla er lögð á að efla vaxandi atvinnugreinar, aðrar en hinar hefðbundnu. Ísland þarfnast líka stöðugleika. Sumir fagna sveiflunum. Við gerum það ekki. Við viljum skapa á Íslandi samfélag þar sem fólk getur keypt bíl og íbúð án þess að gerast spákaupmenn. Þar sem fólk borgar skaplega vexti í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Við viljum að fólk geti gert plön fyrir sjálft sig og fyrirtæki sín. Sveiflurnar eru afleitar fyrir smátt samfélag. Maður þekkir mann. Þeir sem eru inn undir afla, aðrir tapa. Tækifærin eru ekki jöfn. Björt framtíð vill skora klíkusamfélagið og sérhagsmunasamfélagið á hólm og innleiða fjölbreytt og stöðugt samfélag jafnari tækifæra, þar sem fagmennska borgar sig, þar sem rök halda, upplýsingar og menntun skiptir máli og þar sem erfiði einstaklinga endar í góðri uppskeru. Það er marghliða verkefni og metnaðarfullt. Við viljum að Íslendingar allir njóti góðs af auðlindunum ásamt þeim sem nýta þær. Í arðinum af auðlindunum liggur besta og áþreifanlegasta tækifærið til þess að skapa hinn breiða grunn fyrir fjölbreytni sem okkur er tíðrætt um. Milljarðar geta nýst til þess að treysta velferðarkerfið, efla stuðning við nýsköpun og lækka álögur á fólk og fyrirtæki. Þannig vöxum við og döfnum. Tvennt verður þó alltaf að liggja til grundvallar: Virðing fyrir umhverfinu og virðing fyrir mannréttindum. Björt framtíð er grænn flokkur. Allur vöxtur og öll velferð verður að byggja á jafnvægi. Við verðum að umgangast umhverfi okkar og náttúru þannig að komandi kynslóðir njóti góðs til jafns við okkur. Þannig tengjast í raun umhverfismál mannréttindum, eins og orðað er ágætlega í drögum að nýrri stjórnarskrá. Hér hefur verið tæpt á grundvallaratriðum. Ályktun um þjóðfélagsmál, í stóru sem smáu, bíður umfjöllunar á væntanlegum stjórnarfundi. Við köllum hana Ályktun nr. 1. Svo opnum við einnig heimasíðu bráðum sem heitir Heimasidan.is. Þar ætlum við að hafa málefnastarfið. Við hvetjum fólk til þess að taka þátt. Fátt er mikilvægara í lýðræðisríki en að fólk taki þátt. Ef stjórnmál eru leiðinleg, öfgar ráða ríkjum og niðurrif, er hætt við að fáir vilji taka þátt. Stjórnmál verða geislavirk. Svið fyrir fáa. Þetta hefur gerst á Íslandi. Því skyldi enginn gera lítið úr enn einu markmiði sem Björt framtíð hefur sett sér: Að gera stjórnmál skemmtileg, innihaldsrík og uppbyggileg.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun