Kjósum fulltrúa innflytjenda! Toshiki Toma skrifar 3. ágúst 2012 06:00 Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir“ innflytjenda í borginni. Það voru aðeins tvö skilyrði til að taka þátt í kosningunum. Annað var að viðkomandi væri innflytjandi af fyrstu kynslóð og hitt var að viðkomandi ætti lögheimili í borginni. Niðurstaða kosninganna kom á óvart því enginn frá ESB-löndum fékk sæti og ekki heldur Pólverjar sem voru fleiri en 3.000 íbúar borgarinnar. Þessi tilraun var án fordæmis og því var bent á nokkur atriði eftir kosningarnar. T.d. voru kosningarnar ekki vel auglýstar fyrir innflytjendum og skoðanir frambjóðenda voru ekki nægilega vel kynntar. Reykjavíkurborg ætlar að halda kosningar til Fjölmenningarráðs í október nk. í annað skipti og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar endurskoðar nú framkvæmd kosninganna. Því er það tímabært að við innflytjendur veitum skrifstofunni hugmyndir okkar til aðstoðar. Mér finnst mikilvægt að fjölbreytileiki innflytjenda endurspeglist í Fjölmenningarráði. Við innflytjendur erum ekki einsleitur hópur og erum með mismunandi bakgrunn þjóðernislega, menningarlega, trúarlega o.s.frv. Þá sitjum við ekki öll við sama borð hvað varðar lagaleg réttindi. Sérstaklega skiptir það máli varðandi ýmis réttindi hérlendis hvort innflytjandi sé frá ESB/EES-svæðinu eða ekki. Þess vegna tel ég það vera eðlilegt að taka þetta atriði fram þegar við ræðum um fjölbreytileika í Fjölmenningarráði. Tillaga mín er að nota ,,kvótakerfi“ í kosningunum. Segjum að það séu sjö sæti í ráðinu. Hámark fyrir báða hópa eru fjórir. Þegar atkvæði eru talin, ef ESB innflytjendur fá fjögur sæti fyrst, fara þau sæti sem eftir eru til utan-ESB innflytjenda. Að sjálfsögðu getur öfug staða komið upp. Ég held enn fremur að sama kerfi skuli gilda um kynjajafnvægi. Sem sagt, hvort kyn getur ekki haft fleiri en fjögur sæti. Þetta er mjög einfalt kerfi, en samt mun það tryggja jafnvægi a.m.k. milli ESB-innflytjenda og utan þess, jafnt á milli karla og kvenna. Það munu vera fleiri atriði sem þarf að ræða. Það er einlæg ósk mín að sem flestir innflytjendur hafi virkan áhuga á kosningunum og gefi borginni hugmyndir sínar til að gera þær árangursríkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir“ innflytjenda í borginni. Það voru aðeins tvö skilyrði til að taka þátt í kosningunum. Annað var að viðkomandi væri innflytjandi af fyrstu kynslóð og hitt var að viðkomandi ætti lögheimili í borginni. Niðurstaða kosninganna kom á óvart því enginn frá ESB-löndum fékk sæti og ekki heldur Pólverjar sem voru fleiri en 3.000 íbúar borgarinnar. Þessi tilraun var án fordæmis og því var bent á nokkur atriði eftir kosningarnar. T.d. voru kosningarnar ekki vel auglýstar fyrir innflytjendum og skoðanir frambjóðenda voru ekki nægilega vel kynntar. Reykjavíkurborg ætlar að halda kosningar til Fjölmenningarráðs í október nk. í annað skipti og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar endurskoðar nú framkvæmd kosninganna. Því er það tímabært að við innflytjendur veitum skrifstofunni hugmyndir okkar til aðstoðar. Mér finnst mikilvægt að fjölbreytileiki innflytjenda endurspeglist í Fjölmenningarráði. Við innflytjendur erum ekki einsleitur hópur og erum með mismunandi bakgrunn þjóðernislega, menningarlega, trúarlega o.s.frv. Þá sitjum við ekki öll við sama borð hvað varðar lagaleg réttindi. Sérstaklega skiptir það máli varðandi ýmis réttindi hérlendis hvort innflytjandi sé frá ESB/EES-svæðinu eða ekki. Þess vegna tel ég það vera eðlilegt að taka þetta atriði fram þegar við ræðum um fjölbreytileika í Fjölmenningarráði. Tillaga mín er að nota ,,kvótakerfi“ í kosningunum. Segjum að það séu sjö sæti í ráðinu. Hámark fyrir báða hópa eru fjórir. Þegar atkvæði eru talin, ef ESB innflytjendur fá fjögur sæti fyrst, fara þau sæti sem eftir eru til utan-ESB innflytjenda. Að sjálfsögðu getur öfug staða komið upp. Ég held enn fremur að sama kerfi skuli gilda um kynjajafnvægi. Sem sagt, hvort kyn getur ekki haft fleiri en fjögur sæti. Þetta er mjög einfalt kerfi, en samt mun það tryggja jafnvægi a.m.k. milli ESB-innflytjenda og utan þess, jafnt á milli karla og kvenna. Það munu vera fleiri atriði sem þarf að ræða. Það er einlæg ósk mín að sem flestir innflytjendur hafi virkan áhuga á kosningunum og gefi borginni hugmyndir sínar til að gera þær árangursríkar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar