
Ímynd Íslands, atvinnulífið og forsetinn
Styrking íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu er eitt af megin verkefnum forseta Íslands og mikilvægt að hann kynni íslensk fyrirtæki og íslenskt hugvit á erlendum vettvangi. Í krafti embættis síns getur forsetinn opnað dyr að nýjum mörkuðum, komið á verðmætum tengslum milli fyrirtækja og fjárfesta og lagt lóð á vogarskálarnar með þátttöku í ráðstefnum, fundum og viðburðum sem mikilvægir eru fyrir útrás og kynningu íslenskra fyrirtækja. Framtíð íslensks atvinnulífs veltur á öflugu nýsköpunar- og sprotaumhverfi og aðgengi þess að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum. Bein þátttaka forsetans er mikilvæg en verður þó alltaf að vera innan ákveðins ramma til að koma í veg fyrir að forsetinn flækist inn í spillingu eða geti endað sem leiksoppur voldugra auðmanna. En forsetinn getur haft jafnvel enn víðtækari áhrif með öðrum hætti sem nýtist jafnt fyrirtækjum, stórum og smáum og hinum skapandi greinum.
Ímynd Íslands skiptir verulegu máli fyrir möguleika íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu og ekki hvað síst fyrir sölu ferðaþjónustuaðila á Íslandi sem áfangastað. Hvað það segir fólki að eitthvað fyrirtæki sé frá Íslandi getur haft veruleg áhrif á það hvernig samningaviðræður ganga, hvort það sé strax afskrifað við fyrstu kynni eða veki forvitni og áhuga á að vita meira. Ísland hefur getið sér gott orð fyrir frumlegan og framsækinn hugsanahátt. Þar vega þyngst listamenn eins og Björk og Sigurrós en ekki síður sterk staða kvenna og samkynhneigðra. Sú ímynd hófst með valinu á Vigdísi Finnbogadóttur sem fyrsta lýðræðislega kjörna þjóðarleiðtoga heims sem var kona. Sú kosning vakti mikla athygli og aðdáun erlendis og hefur enn áhrif á ímynd Íslands enda var þar brotið blað í jafnréttisbaráttu kvenna. Sömu sögu er að segja um árangur í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Við eigum líka nýsköpunarfyrirtæki sem hafa vakið verðskuldaða athygli af sömu ástæðu eins og CCP og Össur, Datamarket, Nikita og fjöldi annarra.
Þess vegna langar mig til að biðja fólk sem á lífsviðurværi sitt undir útflutningi eða ímynd Íslands með einum eða öðrum hætti að íhuga eftirfarandi spurningar:
Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að vekja athygli og áhuga heimspressunnar?
Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að verða eftirsóttur fyrirlesari og gestur á ráðstefnum og samkomum?
Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem brautryðjandi þjóðar sem þorir?
Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem þjóðar sem sé framsýn í hugsun og nálgunum?
Hvaða frambjóðandi er þar af leiðandi líklegastur til að gagnast atvinnulífinu í heild sinni, ekki bara einstökum fyrirtækjum, sem forseti?
Það þykir sérstakt ef að forsetakosningar í jafnlitlu ríki og á Íslandi fá yfir höfuð nokkra athygli af heimspressunni. Samt sem áður hafa sjónvarpsstöðvar, dagblöð og tímarit um alla Evrópu og reyndar víða um heim fylgst grant með einum frambjóðandanum - Þóru Arnórsdóttur. Það að forsetaframbjóðandi fái jafn mikla athygli fyrir kosningar og Þóra hefur fengið er algjörlega einstakt og sýnir okkur að þó að það eigi ekki að skipta okkur máli hér á Íslandi hvort forsetinn sé gamall karl eða ung kona, þá vekur framboð hennar heimsathygli. Ástæðan er einfaldlega sú að möguleiki einhvers í hennar stöðu á að verða forseti er óhugsandi víðast hvar annars staðar í heiminum. Við höfum tækifæri til þess að setja einstakt fordæmi fyrir umheiminn og að verða konum - og feðrum - innblástur og fyrirmynd. Við höfum tækifæri til að velja okkur fulltrúa sem mun vekja áhuga og forvitni á landi og þjóð - og afurðum okkar.
Sýnum hugrekki. Verum framsýn. Styrkjum ímynd Íslands.
Kjósum Þóru.
Skoðun

Grindavík lifir
Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Vér erum úr sömu sveit
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?”
Ingrid Kuhlman skrifar

Réttlát leiðrétting veiðigjalda
Elín Íris Fanndal skrifar

Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur?
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Auður Kjartansdóttir skrifar

Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar