Handbolti

Enginn ráðinn fyrr en eftir ÓL

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson er að fara á sitt síðasta mót með landsliðinu.
Guðmundur Guðmundsson er að fara á sitt síðasta mót með landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Knútur Hauksson, formaður HSÍ, segir að það sé yfirlýst stefna stjórnar HSÍ að tilkynna ekki um ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla fyrr en eftir Ólympíuleikana í London.

Eins og kunnugt er mun Guðmundur Guðmundsson láta af störfum að loknum leikunum eftir glæstan feril með landsliðið.

Knútur segir að HSÍ vilji ekki trufla undirbúning landsliðsins fyrir ÓL með fréttum af landsliðsþjálfaramálum.

Einar Einarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, leiðir leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hann var illfáanlegur til þess að tjá sig mikið um gang mála.

„Við erum að vinna í þessum málum og höfum sem betur fer góðan tíma til þess," sagði Einar, en er búið að ræða við einhverja aðila?

„Við erum búnir að þreifa á nokkrum. Hversu mörgum vil ég ekki segja. Við skulum bara leyfa landsliðinu að undirbúa sig fyrir leikana og sjá svo til hvað gerist."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×