Aron Pálmars: Það pirrar mig að sitja á bekknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2012 09:00 Aron ætlar ekki að vanmeta lið Hollands sem Ísland mætir tvívegis á næstu dögum í undankeppni HM. Mynd/Vilhelm Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel. „Þessi eina til tvær vikur sem maður er með landsliðinu strax eftir langt tímabil eru yfirleitt þær erfiðustu á árinu," segir Aron sem segist hafa þurft smá tíma til að pumpa sig upp í þetta verkefni. Ísland mætir Hollendingum í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. „Ég þekki sjálfan mig samt það vel að ég get stillt mig inn á svona verkefni. Ég hef gert þetta áður enda orðinn reynslubolti," segir Aron og hlær en Hafnfirðingurinn verður 22 ára í júlí. Hollendingar hafa ekki unnið til afreka í karlahandboltanum en Aron hefur varann á. „Þetta er fínt lið þótt þetta sé ekki þekktasta lið í heimi. Maður þekkir ekkert öll nöfnin þarna, ég skal alveg viðurkenna það," segir Aron en íslensku strákarnir hafa undir höndum upptökur af leikjum liðsins sem verða notaðar í undirbúningnum. „Þeir eru með fína leikmenn og þetta er hættulegur andstæðingur. Við vitum að við erum sterkara liðið og líklegri í þessum leikjum," segir Aron og leggur áherslu á að liðið þurfi að gefa allt í fyrri leikinn á heimavelli til að hafa gott veganesti fyrir Hollandsferðina. Erfitt að gagnrýna þjálfarannAron átti frábæra innkomu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Kiel gegn Atlético Madrid og skoraði þrjú mörk þegar erfiðlega gekk hjá þýska liðinu. Bekkjarsetan heillar Aron ekki frekar en aðra og hann vill fara að fá meira traust frá Alfreð Gíslasyni, þjálfara liðsins. „Ég viðurkenni alveg að það pirrar mig að sitja á bekknum. Það er samt mjög erfitt að gagnrýna þjálfarann þegar það gengur svona vel. Flestir leikmenn eru þannig að þeir eru ekki alltaf sammála þjálfaranum. Ég verð bara að vinna vel í mínum hlutum í sumar til að stækka hlutverk mitt, verða byrjunarliðsmaður og fá traust á mínar herðar," segir Aron sem segir árangur Kiel vissulega hafa komið á óvart en liðið hafi unnið fyrir honum. Síðasta tímabil hneyksli„Við stefnum alltaf á alla titla og vorum frekar sárir með síðasta tímabil. Okkur fannst eiginlega algjört hneyksli „bara" að verða í öðru sæti í deildinni og vinna bikarinn," segir Aron en liðið hóf undirbúningstímabilið fyrr en venjulega síðastliðið sumar. „Við ætluðum að sanna að við ættum þetta allt skilið. Það hugsaði enginn um að við gætum átt fullkomið tímabil og unnið alla þrjá titlana. Það var samt klárlega stefnan. Maður fer samt í alla leiki til þess að vinna og það gekk heldur betur eftir í ár," segir Aron sem segir muninn á æfingum með landsliðinu og Kiel í raun bara vera tungumálið. „Það er mikil fagmennska á báðum stöðum. Landsliðið er líka heimsklassalið en hérna eru liðsfélagarnir meiri vinir manns. Hitt er meira þannig að um atvinnu þína er að ræða. Þú ert ekkert mikið að blanda geði við hina. Hérna ertu með vinum þínum að æfa og það er líkast til stærsti munurinn." Íslenski handboltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira
Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel. „Þessi eina til tvær vikur sem maður er með landsliðinu strax eftir langt tímabil eru yfirleitt þær erfiðustu á árinu," segir Aron sem segist hafa þurft smá tíma til að pumpa sig upp í þetta verkefni. Ísland mætir Hollendingum í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. „Ég þekki sjálfan mig samt það vel að ég get stillt mig inn á svona verkefni. Ég hef gert þetta áður enda orðinn reynslubolti," segir Aron og hlær en Hafnfirðingurinn verður 22 ára í júlí. Hollendingar hafa ekki unnið til afreka í karlahandboltanum en Aron hefur varann á. „Þetta er fínt lið þótt þetta sé ekki þekktasta lið í heimi. Maður þekkir ekkert öll nöfnin þarna, ég skal alveg viðurkenna það," segir Aron en íslensku strákarnir hafa undir höndum upptökur af leikjum liðsins sem verða notaðar í undirbúningnum. „Þeir eru með fína leikmenn og þetta er hættulegur andstæðingur. Við vitum að við erum sterkara liðið og líklegri í þessum leikjum," segir Aron og leggur áherslu á að liðið þurfi að gefa allt í fyrri leikinn á heimavelli til að hafa gott veganesti fyrir Hollandsferðina. Erfitt að gagnrýna þjálfarannAron átti frábæra innkomu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Kiel gegn Atlético Madrid og skoraði þrjú mörk þegar erfiðlega gekk hjá þýska liðinu. Bekkjarsetan heillar Aron ekki frekar en aðra og hann vill fara að fá meira traust frá Alfreð Gíslasyni, þjálfara liðsins. „Ég viðurkenni alveg að það pirrar mig að sitja á bekknum. Það er samt mjög erfitt að gagnrýna þjálfarann þegar það gengur svona vel. Flestir leikmenn eru þannig að þeir eru ekki alltaf sammála þjálfaranum. Ég verð bara að vinna vel í mínum hlutum í sumar til að stækka hlutverk mitt, verða byrjunarliðsmaður og fá traust á mínar herðar," segir Aron sem segir árangur Kiel vissulega hafa komið á óvart en liðið hafi unnið fyrir honum. Síðasta tímabil hneyksli„Við stefnum alltaf á alla titla og vorum frekar sárir með síðasta tímabil. Okkur fannst eiginlega algjört hneyksli „bara" að verða í öðru sæti í deildinni og vinna bikarinn," segir Aron en liðið hóf undirbúningstímabilið fyrr en venjulega síðastliðið sumar. „Við ætluðum að sanna að við ættum þetta allt skilið. Það hugsaði enginn um að við gætum átt fullkomið tímabil og unnið alla þrjá titlana. Það var samt klárlega stefnan. Maður fer samt í alla leiki til þess að vinna og það gekk heldur betur eftir í ár," segir Aron sem segir muninn á æfingum með landsliðinu og Kiel í raun bara vera tungumálið. „Það er mikil fagmennska á báðum stöðum. Landsliðið er líka heimsklassalið en hérna eru liðsfélagarnir meiri vinir manns. Hitt er meira þannig að um atvinnu þína er að ræða. Þú ert ekkert mikið að blanda geði við hina. Hérna ertu með vinum þínum að æfa og það er líkast til stærsti munurinn."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira