Ekki þannig forseta Haukur Sigurðsson skrifar 1. júní 2012 06:00 Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. Mesta nýjungin í viðtalinu er að frumvarp um fiskveiðistjórnun sé vel fallið til að leggja í dóm þjóðarinnar. Áður hefur hann lýst því yfir að hann tjái sig ekki um hvaða mál eigi erindi þangað fyrr en þau séu orðin að lögum. En nú er kosningaskjálftinn búinn að taka völdin og frumvörpin búin að taka hlutverk laga og forsetinn þá á leið til að hrifsa stjórnartaumana í sínar hendur. Hann vill ná þessu máli úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá mál munu verr til þess fallin að leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess er málið alltof víðfeðmt og margþætt. Það yrði að hluta það niður í marga hluta til atkvæðagreiðslu og svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta en er andvígur öðru, og erfitt að meta hvort viðkomandi er hlynntur eða andvígur málinu í heild. Hugsanlegt væri að greiða atkvæði um veiðigjaldið. Hvað þýðir það ef forseti seilist til frumvarpa með þessum hætti sem gefið hefur verið í skyn? Taki forseti sér heimild til slíks hlýtur hann um leið að ómerkja hina frægu 26. gr. stjórnarskrár sem heimilar honum að beita synjunarvaldi gegn lögum. Hvar er hann þá staddur? Hin óljósu ákvæði um embættið færa forseta rými til athafna og þá velur hann það sem honum hentar hverju sinni. En taki hann sér vald sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnskipun er ábyrgð hans þung og framganga verður að vera í samræmi við þessa ábyrgð. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að setja eigi embættinu siðareglur og forsætisráðherra hefur ítrekað það við hann. Að vísu er undarlegt ef hann á að setja embættinu slíkar reglur, en hann verður að vera því og þeim samþykkur. Þessu harðneitar forseti. Hvers vegna? Þær myndu takmarka það vald- og verksvið sem hann vill hafa. Hann myndi treglega geta unnið gegn ríkisstjórn með þeim hætti sem hann hefur gert, varla að hann gæti haft sína einkastefnu í utanríkismálum. Hann vill siðareglur sem honum henta hverju sinni og þá best að þær séu aðeins í huga hans sjálfs. Og nú er ekki lengur látið í veðri vaka að forseti ætli aðeins að vera tvö næstu ár í embætti eins og fram kom þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Síðar þennan sama sprengjudag sagði hann við blaðamann að hann hefði aldrei sagt þetta. Það hentar ekki lengur og finnst nú líklega mörgum að forsetinn eigi að vera maður til að standa við orð sín. Hvernig getur þetta, sem nú hefur verið sagt, verið fólki til íhugunar við val á forseta í kosningum þann 30. júní? Fólk ætti ekki að velja sér forseta sem er tilbúinn að vinna gegn stjórnvöldum hverju sinni í hvaða máli sem er. Ekki velja sér forseta sem hafnar öllum siðareglum um embættið nema þeim sem honum dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta sem hliðrar til sannleikanum eftir hentugleikum hverju sinni. Ganga fram hjá frambjóðanda sem stendur ekki við orð sín. Fólk á að velja sér heiðarlegan mann í þetta embætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. Mesta nýjungin í viðtalinu er að frumvarp um fiskveiðistjórnun sé vel fallið til að leggja í dóm þjóðarinnar. Áður hefur hann lýst því yfir að hann tjái sig ekki um hvaða mál eigi erindi þangað fyrr en þau séu orðin að lögum. En nú er kosningaskjálftinn búinn að taka völdin og frumvörpin búin að taka hlutverk laga og forsetinn þá á leið til að hrifsa stjórnartaumana í sínar hendur. Hann vill ná þessu máli úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá mál munu verr til þess fallin að leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess er málið alltof víðfeðmt og margþætt. Það yrði að hluta það niður í marga hluta til atkvæðagreiðslu og svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta en er andvígur öðru, og erfitt að meta hvort viðkomandi er hlynntur eða andvígur málinu í heild. Hugsanlegt væri að greiða atkvæði um veiðigjaldið. Hvað þýðir það ef forseti seilist til frumvarpa með þessum hætti sem gefið hefur verið í skyn? Taki forseti sér heimild til slíks hlýtur hann um leið að ómerkja hina frægu 26. gr. stjórnarskrár sem heimilar honum að beita synjunarvaldi gegn lögum. Hvar er hann þá staddur? Hin óljósu ákvæði um embættið færa forseta rými til athafna og þá velur hann það sem honum hentar hverju sinni. En taki hann sér vald sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnskipun er ábyrgð hans þung og framganga verður að vera í samræmi við þessa ábyrgð. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að setja eigi embættinu siðareglur og forsætisráðherra hefur ítrekað það við hann. Að vísu er undarlegt ef hann á að setja embættinu slíkar reglur, en hann verður að vera því og þeim samþykkur. Þessu harðneitar forseti. Hvers vegna? Þær myndu takmarka það vald- og verksvið sem hann vill hafa. Hann myndi treglega geta unnið gegn ríkisstjórn með þeim hætti sem hann hefur gert, varla að hann gæti haft sína einkastefnu í utanríkismálum. Hann vill siðareglur sem honum henta hverju sinni og þá best að þær séu aðeins í huga hans sjálfs. Og nú er ekki lengur látið í veðri vaka að forseti ætli aðeins að vera tvö næstu ár í embætti eins og fram kom þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Síðar þennan sama sprengjudag sagði hann við blaðamann að hann hefði aldrei sagt þetta. Það hentar ekki lengur og finnst nú líklega mörgum að forsetinn eigi að vera maður til að standa við orð sín. Hvernig getur þetta, sem nú hefur verið sagt, verið fólki til íhugunar við val á forseta í kosningum þann 30. júní? Fólk ætti ekki að velja sér forseta sem er tilbúinn að vinna gegn stjórnvöldum hverju sinni í hvaða máli sem er. Ekki velja sér forseta sem hafnar öllum siðareglum um embættið nema þeim sem honum dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta sem hliðrar til sannleikanum eftir hentugleikum hverju sinni. Ganga fram hjá frambjóðanda sem stendur ekki við orð sín. Fólk á að velja sér heiðarlegan mann í þetta embætti.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun