Ekki þannig forseta Haukur Sigurðsson skrifar 1. júní 2012 06:00 Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. Mesta nýjungin í viðtalinu er að frumvarp um fiskveiðistjórnun sé vel fallið til að leggja í dóm þjóðarinnar. Áður hefur hann lýst því yfir að hann tjái sig ekki um hvaða mál eigi erindi þangað fyrr en þau séu orðin að lögum. En nú er kosningaskjálftinn búinn að taka völdin og frumvörpin búin að taka hlutverk laga og forsetinn þá á leið til að hrifsa stjórnartaumana í sínar hendur. Hann vill ná þessu máli úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá mál munu verr til þess fallin að leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess er málið alltof víðfeðmt og margþætt. Það yrði að hluta það niður í marga hluta til atkvæðagreiðslu og svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta en er andvígur öðru, og erfitt að meta hvort viðkomandi er hlynntur eða andvígur málinu í heild. Hugsanlegt væri að greiða atkvæði um veiðigjaldið. Hvað þýðir það ef forseti seilist til frumvarpa með þessum hætti sem gefið hefur verið í skyn? Taki forseti sér heimild til slíks hlýtur hann um leið að ómerkja hina frægu 26. gr. stjórnarskrár sem heimilar honum að beita synjunarvaldi gegn lögum. Hvar er hann þá staddur? Hin óljósu ákvæði um embættið færa forseta rými til athafna og þá velur hann það sem honum hentar hverju sinni. En taki hann sér vald sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnskipun er ábyrgð hans þung og framganga verður að vera í samræmi við þessa ábyrgð. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að setja eigi embættinu siðareglur og forsætisráðherra hefur ítrekað það við hann. Að vísu er undarlegt ef hann á að setja embættinu slíkar reglur, en hann verður að vera því og þeim samþykkur. Þessu harðneitar forseti. Hvers vegna? Þær myndu takmarka það vald- og verksvið sem hann vill hafa. Hann myndi treglega geta unnið gegn ríkisstjórn með þeim hætti sem hann hefur gert, varla að hann gæti haft sína einkastefnu í utanríkismálum. Hann vill siðareglur sem honum henta hverju sinni og þá best að þær séu aðeins í huga hans sjálfs. Og nú er ekki lengur látið í veðri vaka að forseti ætli aðeins að vera tvö næstu ár í embætti eins og fram kom þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Síðar þennan sama sprengjudag sagði hann við blaðamann að hann hefði aldrei sagt þetta. Það hentar ekki lengur og finnst nú líklega mörgum að forsetinn eigi að vera maður til að standa við orð sín. Hvernig getur þetta, sem nú hefur verið sagt, verið fólki til íhugunar við val á forseta í kosningum þann 30. júní? Fólk ætti ekki að velja sér forseta sem er tilbúinn að vinna gegn stjórnvöldum hverju sinni í hvaða máli sem er. Ekki velja sér forseta sem hafnar öllum siðareglum um embættið nema þeim sem honum dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta sem hliðrar til sannleikanum eftir hentugleikum hverju sinni. Ganga fram hjá frambjóðanda sem stendur ekki við orð sín. Fólk á að velja sér heiðarlegan mann í þetta embætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. Mesta nýjungin í viðtalinu er að frumvarp um fiskveiðistjórnun sé vel fallið til að leggja í dóm þjóðarinnar. Áður hefur hann lýst því yfir að hann tjái sig ekki um hvaða mál eigi erindi þangað fyrr en þau séu orðin að lögum. En nú er kosningaskjálftinn búinn að taka völdin og frumvörpin búin að taka hlutverk laga og forsetinn þá á leið til að hrifsa stjórnartaumana í sínar hendur. Hann vill ná þessu máli úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá mál munu verr til þess fallin að leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess er málið alltof víðfeðmt og margþætt. Það yrði að hluta það niður í marga hluta til atkvæðagreiðslu og svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta en er andvígur öðru, og erfitt að meta hvort viðkomandi er hlynntur eða andvígur málinu í heild. Hugsanlegt væri að greiða atkvæði um veiðigjaldið. Hvað þýðir það ef forseti seilist til frumvarpa með þessum hætti sem gefið hefur verið í skyn? Taki forseti sér heimild til slíks hlýtur hann um leið að ómerkja hina frægu 26. gr. stjórnarskrár sem heimilar honum að beita synjunarvaldi gegn lögum. Hvar er hann þá staddur? Hin óljósu ákvæði um embættið færa forseta rými til athafna og þá velur hann það sem honum hentar hverju sinni. En taki hann sér vald sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnskipun er ábyrgð hans þung og framganga verður að vera í samræmi við þessa ábyrgð. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að setja eigi embættinu siðareglur og forsætisráðherra hefur ítrekað það við hann. Að vísu er undarlegt ef hann á að setja embættinu slíkar reglur, en hann verður að vera því og þeim samþykkur. Þessu harðneitar forseti. Hvers vegna? Þær myndu takmarka það vald- og verksvið sem hann vill hafa. Hann myndi treglega geta unnið gegn ríkisstjórn með þeim hætti sem hann hefur gert, varla að hann gæti haft sína einkastefnu í utanríkismálum. Hann vill siðareglur sem honum henta hverju sinni og þá best að þær séu aðeins í huga hans sjálfs. Og nú er ekki lengur látið í veðri vaka að forseti ætli aðeins að vera tvö næstu ár í embætti eins og fram kom þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Síðar þennan sama sprengjudag sagði hann við blaðamann að hann hefði aldrei sagt þetta. Það hentar ekki lengur og finnst nú líklega mörgum að forsetinn eigi að vera maður til að standa við orð sín. Hvernig getur þetta, sem nú hefur verið sagt, verið fólki til íhugunar við val á forseta í kosningum þann 30. júní? Fólk ætti ekki að velja sér forseta sem er tilbúinn að vinna gegn stjórnvöldum hverju sinni í hvaða máli sem er. Ekki velja sér forseta sem hafnar öllum siðareglum um embættið nema þeim sem honum dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta sem hliðrar til sannleikanum eftir hentugleikum hverju sinni. Ganga fram hjá frambjóðanda sem stendur ekki við orð sín. Fólk á að velja sér heiðarlegan mann í þetta embætti.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun