Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Sighvatur Björgvinsson skrifar 21. maí 2012 06:00 Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? Er það aðkoman, bílastæðin, steinsteypumagnið, hæð bygginga, niðurgrafna kjallararýmið, fækkun starfsstöðva, ávöxtunarvandi lífeyrissjóða, þarfir byggingariðnaðar, arkitektúr, grennndarsjónarmið, útsýni – eða að láta skuldsetta þjóð kosta sína dýrustu framkvæmd með 100% lánum eins og komið hafa þúsundum heimila sömu þjóðar í þrot? Ekkert af þessu er kjarni málsins – þó mikilvægt sé. Kjarninn er í fyrsta lagi: Hvað er ætlunin að byggja? Í öðru lagi: Hver er áætlaður kostnaður við framkvæmdina; fjárfesting, mönnun, búnaður OG REKSTUR? Í þriðja lagi: Hvaða áhrif á aðra heilbrigðisþjónustu munu áformaðar framkvæmdir hafa? Hvað á að byggja?1. Hvað á að byggja? Í 1.mgr. 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, sem sett voru á bóluárið 2007 segir: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús". HÁSKÓLASJÚKRAHÚS? Slíkt heiti höfum við ekki áður séð í landslögum. Er ætlunin að byggja slíkt sjúkrahús? Er vinsamlega hægt að fá svar við því? 2. Hvað er háskólasjúkrahús? Samkvæmt sömu lögum á slíkt sjúkrahús að vera: „Sjúkrahús, sem veitir þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum í læknisfræði og hjúkrunarfræði með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu." Slíkt sjúkrahús höfum við ekki á Íslandi. Er ráðgert að byggja utan um slíka stofnun? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því? 3. Í sömu ákvæðum sömu laga er sagt, að þetta háskólasjúkrahús eigi jafnframt „að veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgeirum." Við höfum þurft að sækja langa og dýra sérmenntun í flestum sérgreinum heilbrigðisþjónustu til útlanda. Samkvæmt tilvitnuðum lögum á að sjá fyrir þeim þörfum hér innanlands. Eru það umbúðir utan um slíka starfsemi, sem á að reisa? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því? Hverju þarf til að kosta?Fáist svörin og séu þau í anda laganna þá vakna að sjálfsögðu spurningar í framhaldi af því – spurningar, sem eðlilegt er að fá svör við. Áætlanir um sjálfan byggingakostnaðinn liggja fyrir og hafa verið birtar. Ég hef enga þekkingu til að gagnrýna þær. Tek þær sem trúverðugar. En hvað um kostnaðinn við að koma á fót stofnun eins og þeirri, sem landslögin ákveða? 1. Núverandi tækjabúnaður Lsp er sagður vera úreltur og að hruni kominn. Mestallan þann búnað þarf því að endurnýja auk þess sem kaupa þarf mikið af dýrum viðbótarbúnaði eigi sjúkrahús, sem veita á þjónustu í nær öllum sérgreinum í læknisfræði, að standa undir nafni. Hafa verið gerðar áætlanir um þann búnað? Hver er kostnaðurinn? Á líka að taka 100% lán til þeirra? Varla er ætlunin að láta alla steinsteypuna standa tóma. 2. Mikil fækkun hefur orðið í starfsliði Lsp vegna skorts á fjármunum til þess að borga laun. Með risi stofnunar, sem á að sinna þjónustu í nær öllum sérgreinum læknisfræði og hjúkrunarfræði auk framhaldsmenntunar sérfræðinga í þessum greinum verður að fjölga mjög starfsliði. Hvaða áætlanir liggja fyrir um mannaflaþörf og hvað mun það kosta? Varla á steinsteypan að standa bæði tóm og mannlaus. Á kannski líka að taka 100% lán fyrir því? 3. Sú þumalfingursregla er sögð gilda, að á bak við stofnun af því tagi sem lögin frá 2007 mæla fyrir um þurfi eina milljón manns. Nú eru á Íslandi aðeins búandi um 1/3 hluti þess mannafla. Á þá að koma tilætluðu innihaldi í steinkistuna í áföngum meðan beðið er eftir að þjóðin fjölgi sér þrefalt? Hver verða áhrifin?Hvað sem því líður þá er morgun-ljóst, að vegna umfangsins mun stofnunin frá upphafi þurfa á öllum sjúklingum að halda, sem þarfnast aðgerðameðferðar á sjúkrahúsi. Hvað er þá ætlunin að gert verði við sjúkrahúsin á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Sauðárkróki, á Blönduósi, á Akureyri, á Húsavík og í Neskaupstað? Er þeim öllum saman ætlað að enda eins og Jósefsspítalinn í Hafnarfirði? Í auðn og tómi? Slíkt hlýtur að vera óhjákvæmilegt – ella er ekkert vit í áætlunargerðinni. Einhver áform þessu viðvíkjandi hljóta að vera til í viðkomandi ráðuneyti. Í anda slíkra áforma hljóta menn að vera að starfa. Þarf ekki að segja frá því áður en öll steinsteypan hefur verið keypt því eftir það er engu hægt að breyta? Þessar spurningar eru kjarni málsins að mínu viti. Ýmis önnur atriði eru mikilvæg – en þetta er kjarninn. Má biðja þess að um hann sé líka rætt – eða setur menn áfram hljóða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? Er það aðkoman, bílastæðin, steinsteypumagnið, hæð bygginga, niðurgrafna kjallararýmið, fækkun starfsstöðva, ávöxtunarvandi lífeyrissjóða, þarfir byggingariðnaðar, arkitektúr, grennndarsjónarmið, útsýni – eða að láta skuldsetta þjóð kosta sína dýrustu framkvæmd með 100% lánum eins og komið hafa þúsundum heimila sömu þjóðar í þrot? Ekkert af þessu er kjarni málsins – þó mikilvægt sé. Kjarninn er í fyrsta lagi: Hvað er ætlunin að byggja? Í öðru lagi: Hver er áætlaður kostnaður við framkvæmdina; fjárfesting, mönnun, búnaður OG REKSTUR? Í þriðja lagi: Hvaða áhrif á aðra heilbrigðisþjónustu munu áformaðar framkvæmdir hafa? Hvað á að byggja?1. Hvað á að byggja? Í 1.mgr. 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, sem sett voru á bóluárið 2007 segir: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús". HÁSKÓLASJÚKRAHÚS? Slíkt heiti höfum við ekki áður séð í landslögum. Er ætlunin að byggja slíkt sjúkrahús? Er vinsamlega hægt að fá svar við því? 2. Hvað er háskólasjúkrahús? Samkvæmt sömu lögum á slíkt sjúkrahús að vera: „Sjúkrahús, sem veitir þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum í læknisfræði og hjúkrunarfræði með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu." Slíkt sjúkrahús höfum við ekki á Íslandi. Er ráðgert að byggja utan um slíka stofnun? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því? 3. Í sömu ákvæðum sömu laga er sagt, að þetta háskólasjúkrahús eigi jafnframt „að veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgeirum." Við höfum þurft að sækja langa og dýra sérmenntun í flestum sérgreinum heilbrigðisþjónustu til útlanda. Samkvæmt tilvitnuðum lögum á að sjá fyrir þeim þörfum hér innanlands. Eru það umbúðir utan um slíka starfsemi, sem á að reisa? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því? Hverju þarf til að kosta?Fáist svörin og séu þau í anda laganna þá vakna að sjálfsögðu spurningar í framhaldi af því – spurningar, sem eðlilegt er að fá svör við. Áætlanir um sjálfan byggingakostnaðinn liggja fyrir og hafa verið birtar. Ég hef enga þekkingu til að gagnrýna þær. Tek þær sem trúverðugar. En hvað um kostnaðinn við að koma á fót stofnun eins og þeirri, sem landslögin ákveða? 1. Núverandi tækjabúnaður Lsp er sagður vera úreltur og að hruni kominn. Mestallan þann búnað þarf því að endurnýja auk þess sem kaupa þarf mikið af dýrum viðbótarbúnaði eigi sjúkrahús, sem veita á þjónustu í nær öllum sérgreinum í læknisfræði, að standa undir nafni. Hafa verið gerðar áætlanir um þann búnað? Hver er kostnaðurinn? Á líka að taka 100% lán til þeirra? Varla er ætlunin að láta alla steinsteypuna standa tóma. 2. Mikil fækkun hefur orðið í starfsliði Lsp vegna skorts á fjármunum til þess að borga laun. Með risi stofnunar, sem á að sinna þjónustu í nær öllum sérgreinum læknisfræði og hjúkrunarfræði auk framhaldsmenntunar sérfræðinga í þessum greinum verður að fjölga mjög starfsliði. Hvaða áætlanir liggja fyrir um mannaflaþörf og hvað mun það kosta? Varla á steinsteypan að standa bæði tóm og mannlaus. Á kannski líka að taka 100% lán fyrir því? 3. Sú þumalfingursregla er sögð gilda, að á bak við stofnun af því tagi sem lögin frá 2007 mæla fyrir um þurfi eina milljón manns. Nú eru á Íslandi aðeins búandi um 1/3 hluti þess mannafla. Á þá að koma tilætluðu innihaldi í steinkistuna í áföngum meðan beðið er eftir að þjóðin fjölgi sér þrefalt? Hver verða áhrifin?Hvað sem því líður þá er morgun-ljóst, að vegna umfangsins mun stofnunin frá upphafi þurfa á öllum sjúklingum að halda, sem þarfnast aðgerðameðferðar á sjúkrahúsi. Hvað er þá ætlunin að gert verði við sjúkrahúsin á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Sauðárkróki, á Blönduósi, á Akureyri, á Húsavík og í Neskaupstað? Er þeim öllum saman ætlað að enda eins og Jósefsspítalinn í Hafnarfirði? Í auðn og tómi? Slíkt hlýtur að vera óhjákvæmilegt – ella er ekkert vit í áætlunargerðinni. Einhver áform þessu viðvíkjandi hljóta að vera til í viðkomandi ráðuneyti. Í anda slíkra áforma hljóta menn að vera að starfa. Þarf ekki að segja frá því áður en öll steinsteypan hefur verið keypt því eftir það er engu hægt að breyta? Þessar spurningar eru kjarni málsins að mínu viti. Ýmis önnur atriði eru mikilvæg – en þetta er kjarninn. Má biðja þess að um hann sé líka rætt – eða setur menn áfram hljóða?
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar