Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2012 06:00 Pepsi-deild kvenna hefur oft verið einvígi tveggja liða eins og í fyrra þegar Valur og Stjarnan börðust um titilinn sem endaði með að Stjörnukonur enduðu fimm ára sigurgöngu Vals og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sumarið í ár hefur allt til alls til að verða eitt það mest spennandi í manna minnum ef marka má úrslit fyrstu umferðarinnar. Stjörnukonur byrjuðu titilvörnina á tapi á móti Þór/KA fyrir norðan og þetta er aðeins í fjórða skiptið frá 1981 sem Íslandsmeistarar byrja Íslandsmótið árið eftir á tapi og það hafði aldrei hist svo áður að bikarmeistararnir byrjuðu líka á tapi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkennir það að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Það er ekkert eitt lið sem mun stinga af í sumar og nokkur lið munu berjast um titilinn. Það er svolítið gaman að líta á stöðutöfluna eftir fyrstu umferðina því maður bjóst eiginlega við að hún myndi líta öfugt út. Þetta er mjög gaman því undanfarin ár hafa þetta verið tvö lið og í mesta lagi þrjú lið sem hafa verið að berjast um titilinn," segir Sigurður Ragnar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að Stjarnan skyldi tapa. Ég var búin að sjá Þór/KA í tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu og fannst þær slakar í báðum leikjunum. Þær eru að byrja sumarið mjög vel og þetta voru úrslit sem komu mikið á óvart. Ég fór sjálfur til Vestmannaeyja og sá ÍBV og Valur. Vindurinn réð mjög miklu í þeim leik því öll mörkin voru skoruð með vindi. Mér fannst ÍBV vera nokkuð sterkari í leiknum þannig að úrslitin voru sanngjörn," segir Sigurður og bætir við: „Það er komin mikil óvissa í deildina ekki síst fyrst að Þór/KA byrjar svona vel. Það lítur út fyrir mjög spennandi sumar," segir Sigurður Ragnar. Það var ekki nóg með að Íslands- og bikarmeistararnir töpuðu sínum leikjum þá náðu „meistaraefnin" í Breiðabliki ekki að vinna Fylki en Blikakonum var spáð titlinum í spá fyrir mót. „Breiðablik á mikið inni og ég held að þær komi strax sterkar inn í framhaldinu. Þær eru með mjög gott lið og hafa verið að rúlla upp mjög sterkum liðum á undirbúningstímabilinu," segir Sigurður Ragnar. Ef einhver ætti að gleðjast fremur öðrum yfir þróun mála þá er það einmitt landsliðsþjálfarinn. „Vonandi ætla margar stelpur að sýna sig fyrir mér í sumar og ég fagna því. Það er bara jákvætt að breiddin sé að aukast og þessar ungu stelpur sem hafa spilað í deildinni undanfarin ár eru komnir með meiri reynslu og eru bara orðnir mjög góðir leikmenn. Það er ekki hægt að vanmeta þessi lið sem líta kannski veikari út á pappírnum. Við sjáum það á úrslitunum í fyrstu umferðinni að það getur allt gerst," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Önnur umferðin hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur Vals og Selfoss verður í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi en aðrir leikir kvöldsins eru: Fylkir-Stjarnan, Breiðablik-Afturelding og FH-ÍBV. Á morgun mætast síðan KR og Þór/KA en þar mætir Stjörnubaninn Katrín Ásbjörnsdóttir á sinn gamla heimavöll. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Pepsi-deild kvenna hefur oft verið einvígi tveggja liða eins og í fyrra þegar Valur og Stjarnan börðust um titilinn sem endaði með að Stjörnukonur enduðu fimm ára sigurgöngu Vals og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sumarið í ár hefur allt til alls til að verða eitt það mest spennandi í manna minnum ef marka má úrslit fyrstu umferðarinnar. Stjörnukonur byrjuðu titilvörnina á tapi á móti Þór/KA fyrir norðan og þetta er aðeins í fjórða skiptið frá 1981 sem Íslandsmeistarar byrja Íslandsmótið árið eftir á tapi og það hafði aldrei hist svo áður að bikarmeistararnir byrjuðu líka á tapi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkennir það að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Það er ekkert eitt lið sem mun stinga af í sumar og nokkur lið munu berjast um titilinn. Það er svolítið gaman að líta á stöðutöfluna eftir fyrstu umferðina því maður bjóst eiginlega við að hún myndi líta öfugt út. Þetta er mjög gaman því undanfarin ár hafa þetta verið tvö lið og í mesta lagi þrjú lið sem hafa verið að berjast um titilinn," segir Sigurður Ragnar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að Stjarnan skyldi tapa. Ég var búin að sjá Þór/KA í tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu og fannst þær slakar í báðum leikjunum. Þær eru að byrja sumarið mjög vel og þetta voru úrslit sem komu mikið á óvart. Ég fór sjálfur til Vestmannaeyja og sá ÍBV og Valur. Vindurinn réð mjög miklu í þeim leik því öll mörkin voru skoruð með vindi. Mér fannst ÍBV vera nokkuð sterkari í leiknum þannig að úrslitin voru sanngjörn," segir Sigurður og bætir við: „Það er komin mikil óvissa í deildina ekki síst fyrst að Þór/KA byrjar svona vel. Það lítur út fyrir mjög spennandi sumar," segir Sigurður Ragnar. Það var ekki nóg með að Íslands- og bikarmeistararnir töpuðu sínum leikjum þá náðu „meistaraefnin" í Breiðabliki ekki að vinna Fylki en Blikakonum var spáð titlinum í spá fyrir mót. „Breiðablik á mikið inni og ég held að þær komi strax sterkar inn í framhaldinu. Þær eru með mjög gott lið og hafa verið að rúlla upp mjög sterkum liðum á undirbúningstímabilinu," segir Sigurður Ragnar. Ef einhver ætti að gleðjast fremur öðrum yfir þróun mála þá er það einmitt landsliðsþjálfarinn. „Vonandi ætla margar stelpur að sýna sig fyrir mér í sumar og ég fagna því. Það er bara jákvætt að breiddin sé að aukast og þessar ungu stelpur sem hafa spilað í deildinni undanfarin ár eru komnir með meiri reynslu og eru bara orðnir mjög góðir leikmenn. Það er ekki hægt að vanmeta þessi lið sem líta kannski veikari út á pappírnum. Við sjáum það á úrslitunum í fyrstu umferðinni að það getur allt gerst," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Önnur umferðin hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur Vals og Selfoss verður í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi en aðrir leikir kvöldsins eru: Fylkir-Stjarnan, Breiðablik-Afturelding og FH-ÍBV. Á morgun mætast síðan KR og Þór/KA en þar mætir Stjörnubaninn Katrín Ásbjörnsdóttir á sinn gamla heimavöll.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira